Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 3. september 2019 16:53 Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Hanna Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Hins vegar sé búist við því að Johnson muni tapa atkvæðaumgreiðslu um það hvort hann geti tekið Breta úr Evrópusambandinu án samnings. „Þá hefur hann hótað að boða til þingkosninga í Bretlandi 14. október. Hins vegar þurfa tveir þriðju þingmanna að styðja tillögu forsætisráðherra um þingrof og kosningar. Verkamannaflokkurinn, sem vill kosningar, neitar að styðja kosningar nema það sé tryggt fyrir fram að ekki verði gengið úr Evrópusambandinu án samnings meðan á kosningabaráttunni stendur,“ segir Baldur í samtali við fréttastofu. Þá bendir hann á að þó nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins hafi lýst því yfir að þeir ætli að styðja tillögu þingmanna Verkamannaflokksins um það að forsætisráðherrann geti ekki tekið Bretland úr Evrópusambandinu án þess að samningur liggi fyrir.Þingmönnunum blöskrar yfirgangur Johnson Lee sendi frá sér harðorða yfirlýsingu eftir úrsögn sína úr Íhaldsflokknum í dag. Sakaði hann meðal annars ríkisstjórn Johnson um beita siðlausum aðferðum til þess að knýja fram Brexit sem verði skaðlegt þjóðinni. Baldur segir að stór orð séu látin falla í breskum stjórnmálum þessa dagana. „Mörgum þingmönnum Íhaldsflokksins finnst yfirgangssemi forsætisráðherrans vera það mikil að þeir ætla að láta reyna á það hvort hann stendur við hótun sína að reka þá alla úr flokknum sem ekki munu styðja hann á þinginu,“ segir Baldur. Hann segir að ef það verði samþykkt á þinginu að Bretland megi ekki ganga úr ESB án samnings og ekki næst meirihluti á þinginu fyrir kosningum þá þurfi að mynda nýja ríkisstjórn. „Því núverandi stjórn er fallin og þá gæti hugsanlega stjórnarandstaðan tekið við ef hún finnur einhvern sem hún getur sameinast um. Corbyn er of umdeildur til þess að stjórnarandstaðan geti sameinast um hann sem forsætisráðherra,“ segir Baldur. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Johnson sagður hóta hreinsunum í eigin flokki Verði efasemdamönnum um hart Brexit úthýst úr Íhaldsflokknum gæti þurft að boða til nýrra þingkosninga, jafnvel strax í þessari viku. 2. september 2019 08:36 Kosningar gætu blasað við á Bretlandi Forsætisráðherrann er sagður ræða af alvöru um að boða til kosninga strax í haust verði ríkisstjórnin undir á þingi í vikunni. 2. september 2019 14:25 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Hins vegar sé búist við því að Johnson muni tapa atkvæðaumgreiðslu um það hvort hann geti tekið Breta úr Evrópusambandinu án samnings. „Þá hefur hann hótað að boða til þingkosninga í Bretlandi 14. október. Hins vegar þurfa tveir þriðju þingmanna að styðja tillögu forsætisráðherra um þingrof og kosningar. Verkamannaflokkurinn, sem vill kosningar, neitar að styðja kosningar nema það sé tryggt fyrir fram að ekki verði gengið úr Evrópusambandinu án samnings meðan á kosningabaráttunni stendur,“ segir Baldur í samtali við fréttastofu. Þá bendir hann á að þó nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins hafi lýst því yfir að þeir ætli að styðja tillögu þingmanna Verkamannaflokksins um það að forsætisráðherrann geti ekki tekið Bretland úr Evrópusambandinu án þess að samningur liggi fyrir.Þingmönnunum blöskrar yfirgangur Johnson Lee sendi frá sér harðorða yfirlýsingu eftir úrsögn sína úr Íhaldsflokknum í dag. Sakaði hann meðal annars ríkisstjórn Johnson um beita siðlausum aðferðum til þess að knýja fram Brexit sem verði skaðlegt þjóðinni. Baldur segir að stór orð séu látin falla í breskum stjórnmálum þessa dagana. „Mörgum þingmönnum Íhaldsflokksins finnst yfirgangssemi forsætisráðherrans vera það mikil að þeir ætla að láta reyna á það hvort hann stendur við hótun sína að reka þá alla úr flokknum sem ekki munu styðja hann á þinginu,“ segir Baldur. Hann segir að ef það verði samþykkt á þinginu að Bretland megi ekki ganga úr ESB án samnings og ekki næst meirihluti á þinginu fyrir kosningum þá þurfi að mynda nýja ríkisstjórn. „Því núverandi stjórn er fallin og þá gæti hugsanlega stjórnarandstaðan tekið við ef hún finnur einhvern sem hún getur sameinast um. Corbyn er of umdeildur til þess að stjórnarandstaðan geti sameinast um hann sem forsætisráðherra,“ segir Baldur.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Johnson sagður hóta hreinsunum í eigin flokki Verði efasemdamönnum um hart Brexit úthýst úr Íhaldsflokknum gæti þurft að boða til nýrra þingkosninga, jafnvel strax í þessari viku. 2. september 2019 08:36 Kosningar gætu blasað við á Bretlandi Forsætisráðherrann er sagður ræða af alvöru um að boða til kosninga strax í haust verði ríkisstjórnin undir á þingi í vikunni. 2. september 2019 14:25 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06
Johnson sagður hóta hreinsunum í eigin flokki Verði efasemdamönnum um hart Brexit úthýst úr Íhaldsflokknum gæti þurft að boða til nýrra þingkosninga, jafnvel strax í þessari viku. 2. september 2019 08:36
Kosningar gætu blasað við á Bretlandi Forsætisráðherrann er sagður ræða af alvöru um að boða til kosninga strax í haust verði ríkisstjórnin undir á þingi í vikunni. 2. september 2019 14:25