Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2019 12:00 Aukinn kostnaður vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi nemur 719 milljónum króna. Gert var ráð fyrir þessum kostnaði í áætlun SORPU fyrir árið 2018 en láðist að færa hann inn í fjárfestingaáætlun ársins 2019. Sorpa Stjórnendum Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. Stjórn Sorpu ákvað í gær að gera breytingar fjárestingaráætlun byggðasamlagsins til næstu fjögurrar ára vegna viðbótarkostnaðar við tvö verkefni á vegum þess.Sjá einnig: Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Annars vegar vegna viðbótarkostnaði við gas-og jarðagerðarstöð Sorpu uppá 637 milljónir króna, þar gleymdist að gera ráð fyrir verðbótum og hins vegar vegna 719 milljóna króna kostnaðar vegna tækjabúnaðar í stækkað móttökustöð Sorpu í Gufunesi sem láðist að færa inn í fjárfestingaráætlun. Björn Halldórsson segir það óskiljanlegt.Björn H. Halldórsson framkvæmdarstjóri Sorpu segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur.„Í fyrsta lagi magntölur við bygginguna eru aðeins meiri en ráð var fyrir gert og svo láðist að gera ráð fyrir verðbótum í áætlun og síðan af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá láðist að færa milli áætlanna áætlaðan kostnað vegna kaupa á tækjum hér í Gufunesi,“ segir Björn: Aðspurður um hver beri ábyrgð á mistökunum svarar Björn því að ábyrgðin liggi hjá stjórnendum Sorpu. „Þetta eru náttúrulega bara mjög óheppilegt og leið mistök. Við þurfum að laga okkar verklag svo þetta komi ekki fyrir aftur,“ segir hann. Ákvörðunin stjórnar Sorpu fer nú til borgar- og bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu í kynningar- og samþykktarferli. Sorpa er í eigu Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn sagði á Facebook í morgun að við þessu þurfi að bregðast og sveitarfélögin fái nú háan bakreikning. Björn Halldórsson segir búið að ræða við lánastofnanir um skuldbreytingu lána, lengingu þeirra og ný lán. „Eins og verkefnið er sett upp núna þá á ekki að þurfa að koma til neinna aukaframlaga frá sveitarfélögunum.. Sorpa er stöndugt fyrirtæki og það ekki á að þurfa að koma til þess,“ segir Björn að lokum. Reykjavík Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir 1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00 Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. 3. september 2019 08:45 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Stjórnendum Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. Stjórn Sorpu ákvað í gær að gera breytingar fjárestingaráætlun byggðasamlagsins til næstu fjögurrar ára vegna viðbótarkostnaðar við tvö verkefni á vegum þess.Sjá einnig: Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Annars vegar vegna viðbótarkostnaði við gas-og jarðagerðarstöð Sorpu uppá 637 milljónir króna, þar gleymdist að gera ráð fyrir verðbótum og hins vegar vegna 719 milljóna króna kostnaðar vegna tækjabúnaðar í stækkað móttökustöð Sorpu í Gufunesi sem láðist að færa inn í fjárfestingaráætlun. Björn Halldórsson segir það óskiljanlegt.Björn H. Halldórsson framkvæmdarstjóri Sorpu segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur.„Í fyrsta lagi magntölur við bygginguna eru aðeins meiri en ráð var fyrir gert og svo láðist að gera ráð fyrir verðbótum í áætlun og síðan af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá láðist að færa milli áætlanna áætlaðan kostnað vegna kaupa á tækjum hér í Gufunesi,“ segir Björn: Aðspurður um hver beri ábyrgð á mistökunum svarar Björn því að ábyrgðin liggi hjá stjórnendum Sorpu. „Þetta eru náttúrulega bara mjög óheppilegt og leið mistök. Við þurfum að laga okkar verklag svo þetta komi ekki fyrir aftur,“ segir hann. Ákvörðunin stjórnar Sorpu fer nú til borgar- og bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu í kynningar- og samþykktarferli. Sorpa er í eigu Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn sagði á Facebook í morgun að við þessu þurfi að bregðast og sveitarfélögin fái nú háan bakreikning. Björn Halldórsson segir búið að ræða við lánastofnanir um skuldbreytingu lána, lengingu þeirra og ný lán. „Eins og verkefnið er sett upp núna þá á ekki að þurfa að koma til neinna aukaframlaga frá sveitarfélögunum.. Sorpa er stöndugt fyrirtæki og það ekki á að þurfa að koma til þess,“ segir Björn að lokum.
Reykjavík Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir 1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00 Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. 3. september 2019 08:45 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00
Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. 3. september 2019 08:45