Framsóknarflokkurinn leggur höfuðáherslu á þjóðareign auðlinda og ætlar að fylgja því fast eftir á kjörtímabilinu að slíkt ákvæði verði sett í stjórnarskrá. Þetta var samþykkt á sameiginlegum fundi Landsstjórnar og þingflokks sem fram fór um helgina.
Á fundinum var einnig samþykkt að setja þyrfti í forgang á kjörtímabilinu að jafna flutningskostnað raforku. Það sé ein að mikilvægustu byggðaaðgerðunum sem ráðast þurfi í.
Þá var áréttuð stefna flokksins um þjóðareign á mikilvægum innviðum samfélagsins. Var þar sérstaklega minnst á Landsvirkjun, Landsnet, RARIK og Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
