Helga Kristín reyndist hinn fullkomni fulltrúi fyrir geimbúninginn á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 1. september 2019 20:30 Helga í Mars-búningnum sem Michael Ley hannar, Michael Lye Helga Kristín Torfadóttir var ein þeirra sem fékk það magnað tækifæri að prófa geimbúning, sem stendur til að nota á plánetunni Mars, við Grímsvötn á Vatnajökli í síðasta mánuði. Helga Kristín er 27 ára gamall Reykvíkingur sem stundar doktorsnám í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur einnig mikinn áhuga á öllu tengdu geimnum og er reyndur jöklaleiðsögumaður. Þegar þurfti að finna einhvern til að prófa hvernig þessi geimbúningur myndi reynast við ísklifur reyndist Helga hinn fullkomni fulltrúi. Stefnt er að því senda mannað geimfar til Mars árið 2030 en tilgangurinn með prófunum hér á landi var að sjá hvernig búningurinn virkar í umhverfi sem líkist því sem má finna á plánetunni og hvort Grímsvötn sé fýsilegur staður til að hýsa undirbúningsleiðangur fyrir leiðangur að þessari fjórðu reikistjörnu frá sólu.Helga segist hafa verið fljót að sjá hvað vantaði upp í hönnun búningsins.Michael LyeFann fljótt hvað vantaði upp á Þeir sem fara til Mars þurfa að stunda allskonar rannsóknir við mjög breytilegar aðstæður. Þurfti því að fá jarðfræðing til að prófa hvernig það væri að stunda rannsóknir við ísklifur í búningnum til að sjá hvað mætti betur fara við hönnun búningsins. Helga hefur mikla reynslu af ísklifri, skellti sér í búninginn og klifraði upp sprungu á skriðjökli sem eru um 10 til 12 metra há og var í samskiptum við hönnuð búningsins, Michael Lye, um hvað mætti betur fara. „Ég fann strax að það voru nokkur atriði sem Michael hafði ekki hugsað út í,“ segir Helga í samtali við Vísi. Helga hefur mikla reynslu að ísklifri en hér er hún við slíka iðju í Marsbúningnum.Michael LyeSkórnir ekki nógu stífir Þar kom nánast strax í ljós að skórnir sem fylgdu búningnum myndu aldrei ganga upp. Í ísklifri þurfa á skórnir að vera afar stífir svo hægt sé að ná góðri fótfestu. Skórnir sem Helga var í eru þó ekki partur af hönnun búningsins, enn á eftir að hanna þá og fer sérteymi í það verkefni. „Svo heyrði ég ekki í neinum af því það er bara talstöðvarsamband og þá þurfti ég að ýta á takka til að tjá mig við Michael sem er hinu megin á línunni og ég gat ekki gert það með ísöxi í hendinni. Það voru svona atriði sem var ekki búið að hugsa fyrir,“ segir Helga. Hún segir búninginn frábrugðinn þeim sem geimfarar nota þegar þeir eru út í geimnum. „Þessi búningur er gerður fyrir yfirborð og hann er tuttugu kíló á jörðinni og á að vera því sem samsvarar 20 kílóum á Mars. Búningurinn verður væntanlega léttari á Mars því þyngdaraflið þar er bara þriðjungur af því sem það er á jörðinni.“Helga er mikil áhugamanneskja um geiminn. Því var þetta einstakt tækifæri fyrir hana að fá að prófa búninginn.Michael LyeNokkrir aðrir voru látnir prófa búninginn til að sjá hvernig hann færi hávöxnum og lágvöxnum manneskjum en hægt er að stilla lengdir á skálmum og mitti.Gerði svartaþoku Helga segir hópinn hafa lagt af stað upp á Vatnajökul á þremur jeppum snemma að morgni. Hún var bílstjóri eins þeirra en þegar nokkuð var liðið á ferðina gerði svartaþoku. Var ekið á áfangastað í tveggja metra skyggni og tók ferðin að Grímsvötnum því tíu klukkustundir. Þar var dvalið í rúma viku.Hér má sjá Helgu við prófanir á LIDAR-leysirnum.Michael LyeVið þessar prófanir var Helga látin nota LIDAR leysir sem er mikið notaður í jarðfræðirannsóknum. Leysirinn skannar umhverfið og gefur mikla upplausn í þrívídd. Hann er þó varasamur mönnum og þarf að setja á sig rauð gleraugu til að forðast að missa sjón þegar hann er notaður. „LIDAR verður til dæmis mikið notaður á Mars því það mun auðvelda fyrir þeim þar að lesa umhverfið án þess að fara langt. Svona leysir er einnig notaður til að mæla breytingar á til dæmis sig í öskjum eða hop jökla.“Leitað verður líklegast til jarðfræðinga til að kanna yfirborð Mars og þurfti Helga því að reynas sig við jarðfræðirannsóknir í búningnum.Michael LyeStrax byrjuð að skipuleggja næstu tilraun á Íslandi Michael Lye er bandarískur iðnhönnuður sem hefur unnið með NASA en auk þess er hann prófessor við hönnunarskólann í Rhode Island. Hann hefur unnið að hönnun þessa búnings frá árinu 2016 en hann hafði verið prófaður einu sinni áður á Havaí í Bandaríkjunum. Gekk þess tilraun á Íslandi svo vel að hópurinn er strax byrjaður að plana næstu ferð á Íslandi sem verður að sögn Helgu í hraunhelli. Þá verður Lye væntanlega búin að fínpússa þau atriði sem sett var út á við prófanir á búningnum við Grímsvötn. Helga segir þetta verkefni hafa dottið í hendurnar á henni nokkurn veginn á síðustu stundu. „Það var ekkert víst að þessi ferð yrði farin. Svo small þetta saman allt í einu og hann Daníel Leeb, stofnandi Íslensku geimferðastofnunarinnar, hafði samband við mig af því hann vissi af mér Háskóla Ísland og það þótti sérstaklega hentugt að ég er jöklaleiðsögumaður og með mikla reynslu af því að aka á jökla. Það var því margt þarna sem passaði einstaklega vel saman.“Tilraunir á búningnum á Íslandi vöktu mikla luktu og er strax búið að skipuleggja næstu ferð.Michael LyeBúningurinn nokkuð umfangsmikill Búningurinn var fluttur hingað til lands í þremur stórum kössum með flugfélaginu United Airlines. Er hann nokkuð umfangsmikill en á honum er bakpoki með mótorum sem annars vegar sjá um að létta þunga af öxlum þess sem klæðist honum og hins vegar til að blása lofti framan í andlit þess sem klæðist honum til að varna því að hann kafni sökum koltvíoxíðs sem hann andar frá sér. Þá knýja þessir mótorar einnig kælingu fyrir fætur og handleggi. Helga segist ekki hafa fengið innilokunarkennd en bjóst við því að ísklifur í þessum búningi yrði erfiðara. „Af því búningurinn er 20 kíló og það var vissulega erfitt fyrst að ýta sér frá veggnum í ísklifrinu. Þetta var eins og þung armbeygja en það voru helst skórnir sem voru til vandræða en ekki búningurinn sjálfur. Þetta gekk annars rosalega vel fyrir utan að heyra ekki neitt, sem var svolítið óþægilegt. Það skapaðist aldrei hætta en voru við búin að tryggja aðstæður mjög vel.“Búningurinn er um 20 kíló að þyngd. Í honum er mótorar sem meðal annars knýja viftu sem blæs lofti framan í þá sem klæðast búningnum. Er það gert til að blása koltvíoxíð frá vitum þeirra svo þeir kafni ekki.Michael LyeHefur þessi tilraun á Íslandi fengið talsverða umfjöllun erlendis en vonir standa til að sú umfjöllun leiði til þess að fleiri fyrirtæki sjái sér hag í því að koma að hönnun búningsins. Lengi hefur staðið til að senda mannað geimfar til Mars en Helga segir það gert til að skilja betur sólkerfið. „Og sjá hvort það hefur verið rennandi vatn þarna og hvort það finnist eitthvað líf, það er að segja bakteríuflóra.“ Þeir fyrstu sem myndu sem stíga fæti á Mars gætu þurft að horfa fram á að eiga ekki afturkvæmt til jarðarinnar en margir eiga þann draum að koma upp bækistöð á Mars.Freistandi að fara til Mars Helga segist hafa lengi gengið með þann draum að verða geimfari og ef tækifærið myndi bjóðast myndi hún eflaust taka því.Drónamynd sem Helga tók af sér þegar hún var við prófanir á búningnum.Helga Kristín Torfadóttir„Það er mjög freistandi að fara til Mars og ég hef mjög mikinn áhuga á þeirri plánetu yfir höfuð. En ég væri alls ekki til í að fara bara aðra leið, ég þyrfti að fá að koma til baka til jarðar. Ég væri hins vegar mjög spennt fyrir því að fara til tunglsins eða bara upp í Alþjóðlegu geimstöðina. Frá því ég var lítil hefur mig dreymt að fara út í geim. En ég er jarðfræðingur, það hefur forgang og ég sinni því af miklum áhuga en mundi ekki segja nei við tækifæri um að fá að fara út í geim.“ISA býður upp á marga möguleika Íslenska geimferðastofnunin, eða Iceland Space Agency(ISA), var stofnuð í vor en Helga segir stofnun hennar bjóða upp á marga möguleika fyrir Íslendinga. Hingað til hafi Íslendingar staðið nokkuð fyrir utan geimferðaáætlanir NASA og ESA, það er að segja Geimferðastofnun Bandaríkjanna og Geimvísindastofnun Evrópu, en með tilkomu Íslensku geimferðastofnunarinnar sé hægt að auka samstarf þar á milli. Hingað til hafi Íslendingar þurft að flytja til Bandaríkjanna eða Evrópu til að eiga einhvern möguleika á að vinna við slíkt en það gæti breyst í framtíðinni. Líkt og áður var greint frá stundar Helga doktorsnám við Háskóla Íslands en hún er nýkomin frá Jan Mayen þar sem hún stundar rannsóknir á hvernig kvika hegðar sér í jarðskorpunni og býr til kvikuhólf. Mastersverkefni hennar var af svipuðu toga á Öræfajökli en hún mun sameina þær rannsóknir við rannsóknir sínar á Jan Mayen. Þá er Helga með Instagram-reikning þar sem hægt er að fylgjast með störfum hennar. Hann má sjá hér. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Prófuðu Mars-geimbúning á Íslandi Hópur á vegum Iceland Space Agency dvaldi fyrr í mánuðinum við Grímsvötn á Vatnajökli til þess að safna gögnum og prófa geimbúning sem iðnhönnuður hannaði í samstarfi við NASA, bandarísku geimferðastofnunina. Markmiðið var að kanna hvernig geimbúningurinn virkar í umhverfi sem líkist því sem finna má á Mars 19. ágúst 2019 08:55 Meta hversu langt gjóskuflóð úr Öræfajökli gæti náð Jarðfræðingur segir að helsta hættan við gos í Öræfajökli sé gjóskuflóð sem eirir engu sem á vegi þess verður. 19. ágúst 2018 11:00 Fyrri eldgos í Öræfajökli mun öflugri en áður var talið Jarðvísindahópur frá Háskóla Íslands er við rannsóknir við jökulinn. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um að hækka viðbúnaðarstig 14. ágúst 2018 18:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Helga Kristín Torfadóttir var ein þeirra sem fékk það magnað tækifæri að prófa geimbúning, sem stendur til að nota á plánetunni Mars, við Grímsvötn á Vatnajökli í síðasta mánuði. Helga Kristín er 27 ára gamall Reykvíkingur sem stundar doktorsnám í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur einnig mikinn áhuga á öllu tengdu geimnum og er reyndur jöklaleiðsögumaður. Þegar þurfti að finna einhvern til að prófa hvernig þessi geimbúningur myndi reynast við ísklifur reyndist Helga hinn fullkomni fulltrúi. Stefnt er að því senda mannað geimfar til Mars árið 2030 en tilgangurinn með prófunum hér á landi var að sjá hvernig búningurinn virkar í umhverfi sem líkist því sem má finna á plánetunni og hvort Grímsvötn sé fýsilegur staður til að hýsa undirbúningsleiðangur fyrir leiðangur að þessari fjórðu reikistjörnu frá sólu.Helga segist hafa verið fljót að sjá hvað vantaði upp í hönnun búningsins.Michael LyeFann fljótt hvað vantaði upp á Þeir sem fara til Mars þurfa að stunda allskonar rannsóknir við mjög breytilegar aðstæður. Þurfti því að fá jarðfræðing til að prófa hvernig það væri að stunda rannsóknir við ísklifur í búningnum til að sjá hvað mætti betur fara við hönnun búningsins. Helga hefur mikla reynslu af ísklifri, skellti sér í búninginn og klifraði upp sprungu á skriðjökli sem eru um 10 til 12 metra há og var í samskiptum við hönnuð búningsins, Michael Lye, um hvað mætti betur fara. „Ég fann strax að það voru nokkur atriði sem Michael hafði ekki hugsað út í,“ segir Helga í samtali við Vísi. Helga hefur mikla reynslu að ísklifri en hér er hún við slíka iðju í Marsbúningnum.Michael LyeSkórnir ekki nógu stífir Þar kom nánast strax í ljós að skórnir sem fylgdu búningnum myndu aldrei ganga upp. Í ísklifri þurfa á skórnir að vera afar stífir svo hægt sé að ná góðri fótfestu. Skórnir sem Helga var í eru þó ekki partur af hönnun búningsins, enn á eftir að hanna þá og fer sérteymi í það verkefni. „Svo heyrði ég ekki í neinum af því það er bara talstöðvarsamband og þá þurfti ég að ýta á takka til að tjá mig við Michael sem er hinu megin á línunni og ég gat ekki gert það með ísöxi í hendinni. Það voru svona atriði sem var ekki búið að hugsa fyrir,“ segir Helga. Hún segir búninginn frábrugðinn þeim sem geimfarar nota þegar þeir eru út í geimnum. „Þessi búningur er gerður fyrir yfirborð og hann er tuttugu kíló á jörðinni og á að vera því sem samsvarar 20 kílóum á Mars. Búningurinn verður væntanlega léttari á Mars því þyngdaraflið þar er bara þriðjungur af því sem það er á jörðinni.“Helga er mikil áhugamanneskja um geiminn. Því var þetta einstakt tækifæri fyrir hana að fá að prófa búninginn.Michael LyeNokkrir aðrir voru látnir prófa búninginn til að sjá hvernig hann færi hávöxnum og lágvöxnum manneskjum en hægt er að stilla lengdir á skálmum og mitti.Gerði svartaþoku Helga segir hópinn hafa lagt af stað upp á Vatnajökul á þremur jeppum snemma að morgni. Hún var bílstjóri eins þeirra en þegar nokkuð var liðið á ferðina gerði svartaþoku. Var ekið á áfangastað í tveggja metra skyggni og tók ferðin að Grímsvötnum því tíu klukkustundir. Þar var dvalið í rúma viku.Hér má sjá Helgu við prófanir á LIDAR-leysirnum.Michael LyeVið þessar prófanir var Helga látin nota LIDAR leysir sem er mikið notaður í jarðfræðirannsóknum. Leysirinn skannar umhverfið og gefur mikla upplausn í þrívídd. Hann er þó varasamur mönnum og þarf að setja á sig rauð gleraugu til að forðast að missa sjón þegar hann er notaður. „LIDAR verður til dæmis mikið notaður á Mars því það mun auðvelda fyrir þeim þar að lesa umhverfið án þess að fara langt. Svona leysir er einnig notaður til að mæla breytingar á til dæmis sig í öskjum eða hop jökla.“Leitað verður líklegast til jarðfræðinga til að kanna yfirborð Mars og þurfti Helga því að reynas sig við jarðfræðirannsóknir í búningnum.Michael LyeStrax byrjuð að skipuleggja næstu tilraun á Íslandi Michael Lye er bandarískur iðnhönnuður sem hefur unnið með NASA en auk þess er hann prófessor við hönnunarskólann í Rhode Island. Hann hefur unnið að hönnun þessa búnings frá árinu 2016 en hann hafði verið prófaður einu sinni áður á Havaí í Bandaríkjunum. Gekk þess tilraun á Íslandi svo vel að hópurinn er strax byrjaður að plana næstu ferð á Íslandi sem verður að sögn Helgu í hraunhelli. Þá verður Lye væntanlega búin að fínpússa þau atriði sem sett var út á við prófanir á búningnum við Grímsvötn. Helga segir þetta verkefni hafa dottið í hendurnar á henni nokkurn veginn á síðustu stundu. „Það var ekkert víst að þessi ferð yrði farin. Svo small þetta saman allt í einu og hann Daníel Leeb, stofnandi Íslensku geimferðastofnunarinnar, hafði samband við mig af því hann vissi af mér Háskóla Ísland og það þótti sérstaklega hentugt að ég er jöklaleiðsögumaður og með mikla reynslu af því að aka á jökla. Það var því margt þarna sem passaði einstaklega vel saman.“Tilraunir á búningnum á Íslandi vöktu mikla luktu og er strax búið að skipuleggja næstu ferð.Michael LyeBúningurinn nokkuð umfangsmikill Búningurinn var fluttur hingað til lands í þremur stórum kössum með flugfélaginu United Airlines. Er hann nokkuð umfangsmikill en á honum er bakpoki með mótorum sem annars vegar sjá um að létta þunga af öxlum þess sem klæðist honum og hins vegar til að blása lofti framan í andlit þess sem klæðist honum til að varna því að hann kafni sökum koltvíoxíðs sem hann andar frá sér. Þá knýja þessir mótorar einnig kælingu fyrir fætur og handleggi. Helga segist ekki hafa fengið innilokunarkennd en bjóst við því að ísklifur í þessum búningi yrði erfiðara. „Af því búningurinn er 20 kíló og það var vissulega erfitt fyrst að ýta sér frá veggnum í ísklifrinu. Þetta var eins og þung armbeygja en það voru helst skórnir sem voru til vandræða en ekki búningurinn sjálfur. Þetta gekk annars rosalega vel fyrir utan að heyra ekki neitt, sem var svolítið óþægilegt. Það skapaðist aldrei hætta en voru við búin að tryggja aðstæður mjög vel.“Búningurinn er um 20 kíló að þyngd. Í honum er mótorar sem meðal annars knýja viftu sem blæs lofti framan í þá sem klæðast búningnum. Er það gert til að blása koltvíoxíð frá vitum þeirra svo þeir kafni ekki.Michael LyeHefur þessi tilraun á Íslandi fengið talsverða umfjöllun erlendis en vonir standa til að sú umfjöllun leiði til þess að fleiri fyrirtæki sjái sér hag í því að koma að hönnun búningsins. Lengi hefur staðið til að senda mannað geimfar til Mars en Helga segir það gert til að skilja betur sólkerfið. „Og sjá hvort það hefur verið rennandi vatn þarna og hvort það finnist eitthvað líf, það er að segja bakteríuflóra.“ Þeir fyrstu sem myndu sem stíga fæti á Mars gætu þurft að horfa fram á að eiga ekki afturkvæmt til jarðarinnar en margir eiga þann draum að koma upp bækistöð á Mars.Freistandi að fara til Mars Helga segist hafa lengi gengið með þann draum að verða geimfari og ef tækifærið myndi bjóðast myndi hún eflaust taka því.Drónamynd sem Helga tók af sér þegar hún var við prófanir á búningnum.Helga Kristín Torfadóttir„Það er mjög freistandi að fara til Mars og ég hef mjög mikinn áhuga á þeirri plánetu yfir höfuð. En ég væri alls ekki til í að fara bara aðra leið, ég þyrfti að fá að koma til baka til jarðar. Ég væri hins vegar mjög spennt fyrir því að fara til tunglsins eða bara upp í Alþjóðlegu geimstöðina. Frá því ég var lítil hefur mig dreymt að fara út í geim. En ég er jarðfræðingur, það hefur forgang og ég sinni því af miklum áhuga en mundi ekki segja nei við tækifæri um að fá að fara út í geim.“ISA býður upp á marga möguleika Íslenska geimferðastofnunin, eða Iceland Space Agency(ISA), var stofnuð í vor en Helga segir stofnun hennar bjóða upp á marga möguleika fyrir Íslendinga. Hingað til hafi Íslendingar staðið nokkuð fyrir utan geimferðaáætlanir NASA og ESA, það er að segja Geimferðastofnun Bandaríkjanna og Geimvísindastofnun Evrópu, en með tilkomu Íslensku geimferðastofnunarinnar sé hægt að auka samstarf þar á milli. Hingað til hafi Íslendingar þurft að flytja til Bandaríkjanna eða Evrópu til að eiga einhvern möguleika á að vinna við slíkt en það gæti breyst í framtíðinni. Líkt og áður var greint frá stundar Helga doktorsnám við Háskóla Íslands en hún er nýkomin frá Jan Mayen þar sem hún stundar rannsóknir á hvernig kvika hegðar sér í jarðskorpunni og býr til kvikuhólf. Mastersverkefni hennar var af svipuðu toga á Öræfajökli en hún mun sameina þær rannsóknir við rannsóknir sínar á Jan Mayen. Þá er Helga með Instagram-reikning þar sem hægt er að fylgjast með störfum hennar. Hann má sjá hér.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Prófuðu Mars-geimbúning á Íslandi Hópur á vegum Iceland Space Agency dvaldi fyrr í mánuðinum við Grímsvötn á Vatnajökli til þess að safna gögnum og prófa geimbúning sem iðnhönnuður hannaði í samstarfi við NASA, bandarísku geimferðastofnunina. Markmiðið var að kanna hvernig geimbúningurinn virkar í umhverfi sem líkist því sem finna má á Mars 19. ágúst 2019 08:55 Meta hversu langt gjóskuflóð úr Öræfajökli gæti náð Jarðfræðingur segir að helsta hættan við gos í Öræfajökli sé gjóskuflóð sem eirir engu sem á vegi þess verður. 19. ágúst 2018 11:00 Fyrri eldgos í Öræfajökli mun öflugri en áður var talið Jarðvísindahópur frá Háskóla Íslands er við rannsóknir við jökulinn. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um að hækka viðbúnaðarstig 14. ágúst 2018 18:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Prófuðu Mars-geimbúning á Íslandi Hópur á vegum Iceland Space Agency dvaldi fyrr í mánuðinum við Grímsvötn á Vatnajökli til þess að safna gögnum og prófa geimbúning sem iðnhönnuður hannaði í samstarfi við NASA, bandarísku geimferðastofnunina. Markmiðið var að kanna hvernig geimbúningurinn virkar í umhverfi sem líkist því sem finna má á Mars 19. ágúst 2019 08:55
Meta hversu langt gjóskuflóð úr Öræfajökli gæti náð Jarðfræðingur segir að helsta hættan við gos í Öræfajökli sé gjóskuflóð sem eirir engu sem á vegi þess verður. 19. ágúst 2018 11:00
Fyrri eldgos í Öræfajökli mun öflugri en áður var talið Jarðvísindahópur frá Háskóla Íslands er við rannsóknir við jökulinn. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um að hækka viðbúnaðarstig 14. ágúst 2018 18:30