Ný þungunarrofslög taka gildi í dag Sylvía Hall skrifar 1. september 2019 09:15 Frá atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Vísir/Vilhelm Lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um þungunarrof tók gildi í dag. Lögin voru samþykkt þann 13. maí síðastliðinn og heimila þungunarrof fram að 22. viku þungunar. Frumvarpið var afar umdeilt og var tvísýnt á tímabili hvort frumvarpið yrði samþykkt. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins lögðust gegn frumvarpinu sem og átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður flokksins.Sjá einnig: Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Flokkurinn var þannig klofinn í afstöðu sinni en fjórir þingmenn flokksins greiddu atkvæði með á meðan tveir voru fjarverandi, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem hafði þó lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, yngsti meðlimur þingflokksins, var þó afdráttarlaus í afstöðu sinni og sagðist styðja aukinn rétt kvenna í þessari ákvarðanatöku.Frumvarp um þungunarrof samþykkt. Málið er snúið og viðkvæmt, en samt svo einfalt. Framkvæmdin er jafn löng og í dag en ákvörðunin verður aðeins konunnar. Engin er betur til þess fallin að taka svo erfiða ákvörðun en konan sjálf. Hennar líf, hennar líkami, hennar ákvörðun. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 13, 2019 Það má því segja að frumvarpið hafi notið mikils stuðnings meðal ungra og frjálslyndra. Ungir Sjálfstæðismenn fögnuðu samþykktinni í ályktun og þeir flokkar sem almennt kenna sig við frjálslyndari væng stjórnmálanna lögðust á eitt og greiddu atkvæði með samþykkt þess.Stuðningsmenn frumvarpsins voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna.Vísir/VilhelmÞegar atkvæðagreiðsla fór fram fjölmenntu stuðningsmenn á áhorfendapalla Alþingis til þess að fylgjast með því sem margir sögðu vera sögulega stund fyrir ákvörðunarrétt kvenna hér á landi. Það væri mikilvægt að ákvörðunarrétturinn væri færður yfir í hendur kvenna, enda væru þær best til þess fallnar að taka slíka ákvörðun. Eftir að lögin taka gildi í dag mun barnshafandi einstaklingum vera heimilt að undirgangast þungunarrof fram að lokum 22. viku þungunar þó tekið sé fram að æskilegt sé að slíkt sé gert fyrir tólftu viku þungunar eða eins fljótt og auðið er. Í fyrsta kafla laganna er greint frá því markmiði að tryggja sjálfsforræði kvenna og að þeim sé veittur öruggur aðgangur að heilbrigðisþjónustu. Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Greinilegur kynslóðamunur á afstöðu til þungunarrofs Ný lög um þungunarrof voru samþykkt á Alþingi í gær. Frá og með september hafa konur fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að lokum 22. viku meðgöngu. 14. maí 2019 06:00 Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15 Frjálslyndasta löggjöf um þungunarrof á Norðurlöndum Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. 14. maí 2019 12:30 Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. 15. maí 2019 11:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Dónatal í desember Erlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira
Lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um þungunarrof tók gildi í dag. Lögin voru samþykkt þann 13. maí síðastliðinn og heimila þungunarrof fram að 22. viku þungunar. Frumvarpið var afar umdeilt og var tvísýnt á tímabili hvort frumvarpið yrði samþykkt. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins lögðust gegn frumvarpinu sem og átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður flokksins.Sjá einnig: Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Flokkurinn var þannig klofinn í afstöðu sinni en fjórir þingmenn flokksins greiddu atkvæði með á meðan tveir voru fjarverandi, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem hafði þó lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, yngsti meðlimur þingflokksins, var þó afdráttarlaus í afstöðu sinni og sagðist styðja aukinn rétt kvenna í þessari ákvarðanatöku.Frumvarp um þungunarrof samþykkt. Málið er snúið og viðkvæmt, en samt svo einfalt. Framkvæmdin er jafn löng og í dag en ákvörðunin verður aðeins konunnar. Engin er betur til þess fallin að taka svo erfiða ákvörðun en konan sjálf. Hennar líf, hennar líkami, hennar ákvörðun. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 13, 2019 Það má því segja að frumvarpið hafi notið mikils stuðnings meðal ungra og frjálslyndra. Ungir Sjálfstæðismenn fögnuðu samþykktinni í ályktun og þeir flokkar sem almennt kenna sig við frjálslyndari væng stjórnmálanna lögðust á eitt og greiddu atkvæði með samþykkt þess.Stuðningsmenn frumvarpsins voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna.Vísir/VilhelmÞegar atkvæðagreiðsla fór fram fjölmenntu stuðningsmenn á áhorfendapalla Alþingis til þess að fylgjast með því sem margir sögðu vera sögulega stund fyrir ákvörðunarrétt kvenna hér á landi. Það væri mikilvægt að ákvörðunarrétturinn væri færður yfir í hendur kvenna, enda væru þær best til þess fallnar að taka slíka ákvörðun. Eftir að lögin taka gildi í dag mun barnshafandi einstaklingum vera heimilt að undirgangast þungunarrof fram að lokum 22. viku þungunar þó tekið sé fram að æskilegt sé að slíkt sé gert fyrir tólftu viku þungunar eða eins fljótt og auðið er. Í fyrsta kafla laganna er greint frá því markmiði að tryggja sjálfsforræði kvenna og að þeim sé veittur öruggur aðgangur að heilbrigðisþjónustu.
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Greinilegur kynslóðamunur á afstöðu til þungunarrofs Ný lög um þungunarrof voru samþykkt á Alþingi í gær. Frá og með september hafa konur fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að lokum 22. viku meðgöngu. 14. maí 2019 06:00 Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15 Frjálslyndasta löggjöf um þungunarrof á Norðurlöndum Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. 14. maí 2019 12:30 Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. 15. maí 2019 11:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Dónatal í desember Erlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira
Greinilegur kynslóðamunur á afstöðu til þungunarrofs Ný lög um þungunarrof voru samþykkt á Alþingi í gær. Frá og með september hafa konur fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að lokum 22. viku meðgöngu. 14. maí 2019 06:00
Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15
Frjálslyndasta löggjöf um þungunarrof á Norðurlöndum Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. 14. maí 2019 12:30
Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. 15. maí 2019 11:00