Stöðugri stjórn yfir Sorpu í stað óstjórnar Ari Brynjólfsson skrifar 19. september 2019 06:45 Formaður segir byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu á Álfsnesi vera langt komna. Fréttablaðið/Anton Brink Tryggja þarf að stjórnarmenn í byggðasamlögum á borð við Sorpu sitji lengur en eitt kjörtímabil. Um þetta eru viðmælendur Fréttablaðsins sem þekkja vel til slíkra mála sammála. Samþykkt var í borgarstjórn á þriðjudagskvöld að Reykjavíkurborg ábyrgist 990 milljóna króna lán til Sorpu til að klára byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu á Álfsnesi. Núverandi stjórn Sorpu tók við eftir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra, í vetur voru lagðar fram fjórar framvinduskýrslur um framkvæmdina. Í janúar sagði Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, stjórninni að verkið væri á áætlun miðað við útboð. Tvær aðrar slíkar kynningar fóru fram í apríl og maí. Í júlí síðastliðnum kom svo fram að ekki var gert ráð fyrir 719 milljóna kostnaði í tækjabúnað og 637 milljónum króna í jarðvinnu. Alls gerir þetta tæplega 1,4 milljarða króna.Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ.„Stjórnin samþykkti á síðasta fundi að fela mér og varaformanni stjórnar að fá óháðan aðila til að taka út starfsemi félagsins. Það er stjórnarfundur á föstudaginn í næstu viku, ég geri ráð fyrir að leggja fram tillögu þar að lútandi,“ segir Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu. Verkið sé klárað að þremur fjórðu og því kemur ekki til greina af hans hálfu að stöðva framkvæmdir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er óánægja meðal bæjarfulltrúa með stjórnleysi innan Sorpu. Er það vegna þess að skipt sé svo oft um stjórn að enginn nema framkvæmdastjóri hafi í raun yfirsýn yfir öll verkefnin. Er það upplifun eins viðmælenda Fréttablaðsins að stjórnin virki frekar eins og nefnd sem taki við skilaboðum frá eigendum og framkvæmdastjóra. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi BF/Viðreisnar í Kópavogi, hefur lagt fram tillögu um að neyðarstjórn taki við verkefninu. „Það þarf sérfræðinga í mannvirkjagerð til að klára þetta verkefni og svo til að fara ofan í kjölinn á áætlunum og allri ákvarðanatöku í fyrirtækinu. Verkið er ekki búið og því getur það hæglega gerst að kostnaðurinn aukist enn frekar.“ Þar að auki vill hún endurskoða fyrirkomulag byggðasamlaga í heild.Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu.Undir þetta taka fleiri bæjarfulltrúar flokksins, þar á meðal Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ. „Það eru bara fulltrúar meirihlutans í stjórnunum, síðan eru það bæjarstjórarnir sem taka ákvarðanirnar sem eigendur,“ segir Sara. „Með núverandi fyrirkomulagi koma þessi mál aldrei beint inn á borð til okkar, nema þá bara í gegnum fundargerðir á bæjarstjórnarfundum þar sem þær renna ljúft í gegn. Þar mætti þeim fulltrúa sem á sæti í þessum stjórna renna blóðið til skyldunnar og vera betur upplýsandi þegar eins umfangsmikil mál dúkka upp og Sorpumálið er.“ Birkir Jón segir það ekki vænlegt að skipa neyðarstjórn yfir Sorpu. „Framkvæmdirnar eru á áætlun, það sem menn hafa sett út á er hvernig staðið var að málum í upphafi. Mér finnst rétt að halda því í þeim farvegi sem það er í, enda ganga verklegir hlutar vel.“ Það sem skiptir meira máli að mati Birkis er að það sé stöðugleiki í stjórnarsetu. „Það er mjög mikilvægt að þekking í stjórn félags fari ekki út á einu augabragði á fjögurra ára fresti,“ segir Birkir. „Það er margt annað við stjórn félagsins sem þarf að skoða, sem ég á von á að sjá í úttektinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Sorpa Stjórnsýsla Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Tryggja þarf að stjórnarmenn í byggðasamlögum á borð við Sorpu sitji lengur en eitt kjörtímabil. Um þetta eru viðmælendur Fréttablaðsins sem þekkja vel til slíkra mála sammála. Samþykkt var í borgarstjórn á þriðjudagskvöld að Reykjavíkurborg ábyrgist 990 milljóna króna lán til Sorpu til að klára byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu á Álfsnesi. Núverandi stjórn Sorpu tók við eftir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra, í vetur voru lagðar fram fjórar framvinduskýrslur um framkvæmdina. Í janúar sagði Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, stjórninni að verkið væri á áætlun miðað við útboð. Tvær aðrar slíkar kynningar fóru fram í apríl og maí. Í júlí síðastliðnum kom svo fram að ekki var gert ráð fyrir 719 milljóna kostnaði í tækjabúnað og 637 milljónum króna í jarðvinnu. Alls gerir þetta tæplega 1,4 milljarða króna.Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ.„Stjórnin samþykkti á síðasta fundi að fela mér og varaformanni stjórnar að fá óháðan aðila til að taka út starfsemi félagsins. Það er stjórnarfundur á föstudaginn í næstu viku, ég geri ráð fyrir að leggja fram tillögu þar að lútandi,“ segir Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu. Verkið sé klárað að þremur fjórðu og því kemur ekki til greina af hans hálfu að stöðva framkvæmdir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er óánægja meðal bæjarfulltrúa með stjórnleysi innan Sorpu. Er það vegna þess að skipt sé svo oft um stjórn að enginn nema framkvæmdastjóri hafi í raun yfirsýn yfir öll verkefnin. Er það upplifun eins viðmælenda Fréttablaðsins að stjórnin virki frekar eins og nefnd sem taki við skilaboðum frá eigendum og framkvæmdastjóra. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi BF/Viðreisnar í Kópavogi, hefur lagt fram tillögu um að neyðarstjórn taki við verkefninu. „Það þarf sérfræðinga í mannvirkjagerð til að klára þetta verkefni og svo til að fara ofan í kjölinn á áætlunum og allri ákvarðanatöku í fyrirtækinu. Verkið er ekki búið og því getur það hæglega gerst að kostnaðurinn aukist enn frekar.“ Þar að auki vill hún endurskoða fyrirkomulag byggðasamlaga í heild.Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu.Undir þetta taka fleiri bæjarfulltrúar flokksins, þar á meðal Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ. „Það eru bara fulltrúar meirihlutans í stjórnunum, síðan eru það bæjarstjórarnir sem taka ákvarðanirnar sem eigendur,“ segir Sara. „Með núverandi fyrirkomulagi koma þessi mál aldrei beint inn á borð til okkar, nema þá bara í gegnum fundargerðir á bæjarstjórnarfundum þar sem þær renna ljúft í gegn. Þar mætti þeim fulltrúa sem á sæti í þessum stjórna renna blóðið til skyldunnar og vera betur upplýsandi þegar eins umfangsmikil mál dúkka upp og Sorpumálið er.“ Birkir Jón segir það ekki vænlegt að skipa neyðarstjórn yfir Sorpu. „Framkvæmdirnar eru á áætlun, það sem menn hafa sett út á er hvernig staðið var að málum í upphafi. Mér finnst rétt að halda því í þeim farvegi sem það er í, enda ganga verklegir hlutar vel.“ Það sem skiptir meira máli að mati Birkis er að það sé stöðugleiki í stjórnarsetu. „Það er mjög mikilvægt að þekking í stjórn félags fari ekki út á einu augabragði á fjögurra ára fresti,“ segir Birkir. „Það er margt annað við stjórn félagsins sem þarf að skoða, sem ég á von á að sjá í úttektinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Sorpa Stjórnsýsla Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu