Samþykktu að veita Bretum enn meiri frest Eiður Þór Árnason skrifar 18. september 2019 17:45 Boris Johnson hefur áður gefið út að ríkisstjórnin muni ekki óska eftir frekari frest. Vísir/AP Evrópusambandsþingið samþykkti í dag með að veita Bretum aukinn frest vegna útgöngu sinnar úr Evrópusambandinu ef til þess komi að bresk stjórnvöld óski eftir slíku. Nú þegar hefur útgöngu Breta verið frestað tvisvar sinnum áður og mun þriðja frestunin einungis standa breskum stjórnvöldum til boða að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Evrópuþingmennirnir greiddu atkvæði um ályktun þess efnis eftir þriggja tíma umræður með yfirgnæfandi meirihluta, eða 544 atkvæðum gegn 126. 38 þingmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseti framkvæmdarstjórnar ESB, áréttaði þó fyrir þinginu að möguleikinn á útgöngu Breta án samnings væri enn til staðar.Sjá einnig: Munu ekki fallast á frekari frestÞrátt fyrir yfirlýsingar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, á þá leið að gengið verði úr sambandinu þann 31. október næstkomandi sama hvort útgöngusamningur liggi fyrir eða ekki, þá er gert ráð fyrir því að leiðtogar Evrópusambandsins eigi eftir að ræða möguleikann á frekari frestun útgöngu við ríkisstjórnina. Talið er að slíkar viðræður verði teknar upp á leiðtogafundi í Brussel í næsta mánuði ef ekki verði þá búið að stíga frekari skref í átt að nýju samkomulagi.Sjá einnig: Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrirEitt helsta deiluefnið í útgönguviðræðum Breta er sem fyrr írska baktryggingin sem var hluti af samkomulagi Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, við Evrópusambandið. Baktryggingunni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tolleftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands úr ESB. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15 Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03 Telja leyfi frestunar þingfunda óháð ástæðum Hæstiréttur Bretlands fjallaði í dag um lögmæti ákvörðunar ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um frestun þingfunda fram í október. Málið er flókið enda voru dómarar í Skotlandi ósammála þeim í Wales og Englandi um málið. 17. september 2019 19:00 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Evrópusambandsþingið samþykkti í dag með að veita Bretum aukinn frest vegna útgöngu sinnar úr Evrópusambandinu ef til þess komi að bresk stjórnvöld óski eftir slíku. Nú þegar hefur útgöngu Breta verið frestað tvisvar sinnum áður og mun þriðja frestunin einungis standa breskum stjórnvöldum til boða að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Evrópuþingmennirnir greiddu atkvæði um ályktun þess efnis eftir þriggja tíma umræður með yfirgnæfandi meirihluta, eða 544 atkvæðum gegn 126. 38 þingmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseti framkvæmdarstjórnar ESB, áréttaði þó fyrir þinginu að möguleikinn á útgöngu Breta án samnings væri enn til staðar.Sjá einnig: Munu ekki fallast á frekari frestÞrátt fyrir yfirlýsingar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, á þá leið að gengið verði úr sambandinu þann 31. október næstkomandi sama hvort útgöngusamningur liggi fyrir eða ekki, þá er gert ráð fyrir því að leiðtogar Evrópusambandsins eigi eftir að ræða möguleikann á frekari frestun útgöngu við ríkisstjórnina. Talið er að slíkar viðræður verði teknar upp á leiðtogafundi í Brussel í næsta mánuði ef ekki verði þá búið að stíga frekari skref í átt að nýju samkomulagi.Sjá einnig: Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrirEitt helsta deiluefnið í útgönguviðræðum Breta er sem fyrr írska baktryggingin sem var hluti af samkomulagi Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, við Evrópusambandið. Baktryggingunni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tolleftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands úr ESB.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15 Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03 Telja leyfi frestunar þingfunda óháð ástæðum Hæstiréttur Bretlands fjallaði í dag um lögmæti ákvörðunar ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um frestun þingfunda fram í október. Málið er flókið enda voru dómarar í Skotlandi ósammála þeim í Wales og Englandi um málið. 17. september 2019 19:00 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06
Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15
Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03
Telja leyfi frestunar þingfunda óháð ástæðum Hæstiréttur Bretlands fjallaði í dag um lögmæti ákvörðunar ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um frestun þingfunda fram í október. Málið er flókið enda voru dómarar í Skotlandi ósammála þeim í Wales og Englandi um málið. 17. september 2019 19:00