Líflátshótanir bróðurins í garð óléttrar eiginkonu leiddu til nálgunarbanns Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2019 13:47 Aaron og Nick Carter þegar allt lék í lyndi. Vísir/getty Nick Carter, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar Backstreet Boys, hefur fengið nálgunarbann á bróður sinn, Aaron Carter, eftir að sá síðarnefndi hótaði óléttri eiginkonu Nicks lífláti. Í yfirlýsingu sem Nick sendi frá sér í gær segir að honum hafi ekki verið annarra kosta völ en að fara fram á nálgunarbann „í ljósi hegðunar Aarons sem varð sífellt kvíðvænlegri.“ Með nálgunarbanninu er Aaroni gert að halda sig í a.m.k. þrjátíu metra fjarlægð frá Nick, fjölskyldu hans og heimili þeirra í Las Vegas. „Eftir að hafa íhugað málið vandlega þykir okkur systur minni, Angel, leitt að tilkynna að við sjáum okkur knúin til að fá nálgunarbann á bróður okkar, Aaron,“ segir í yfirlýsingunni. „[…] hann elur í brjósti hugmyndir og ásetning um að ráða óléttri eiginkonu minni og ófæddu barni mínu bana.“ Aaron kveðst gáttaður á ásökunum bróður síns. „Ég vil engum illt, síst af öllu fjölskyldu minni,“ sagði hann í færslu sem birtist á Twitter í gær.I am astounded at the accusations being made against me and I do not wish harm to anyone, especially my family.— Aaron Carter (@aaroncarter) September 17, 2019 Aaron hefur lengi glímt við fíknivanda og andleg veikindi og hefur verið óvæginn í garð bróður síns á Twitter síðan fregnir bárust af nálgunarbanninu. Aaroni hefur til að mynda verið tíðrætt um ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Nick en nauðgunarkæra gegn honum var látin niður falla í fyrra. Bræðurnir, sem eru báðir tónlistarmenn, nutu töluverðra vinsælda á tíunda áratugnum og snemma á þessari öld. Þeir komu saman fram í raunveruleikaþættinum House of Carters, þar sem fylgst var með stormasömu heimilislífi bræðranna og þriggja systra þeirra. Nick tilkynnti um það í maí síðastliðnum að hann ætti von á barni með eiginkonu sinni, Lauren Carter. Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Nick Carter úr Backstreet Boys ekki ákærður fyrir nauðgun Hafði verið sakaður um að nauðga söngkonunni Melissa Schuman árið 2003. 12. september 2018 08:30 Einn söngvara Backstreet Boys hafnar ásökun um nauðgun Söngkona úr stúlknahljómsveit frá 10. áratugnum sakar Nick Carter úr Backstreet Boys um að hafa nauðgað sér árið 2002. 22. nóvember 2017 21:43 Backstreet Boys koma öllum á óvart með nýju lagi og myndbandi Bandaríska ofursveitin Backstreet Boys hefur gefið út nýtt lag og myndband við lagið Don't Go Breaking My Heart. 17. maí 2018 08:55 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Michael Madsen er látinn Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
Nick Carter, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar Backstreet Boys, hefur fengið nálgunarbann á bróður sinn, Aaron Carter, eftir að sá síðarnefndi hótaði óléttri eiginkonu Nicks lífláti. Í yfirlýsingu sem Nick sendi frá sér í gær segir að honum hafi ekki verið annarra kosta völ en að fara fram á nálgunarbann „í ljósi hegðunar Aarons sem varð sífellt kvíðvænlegri.“ Með nálgunarbanninu er Aaroni gert að halda sig í a.m.k. þrjátíu metra fjarlægð frá Nick, fjölskyldu hans og heimili þeirra í Las Vegas. „Eftir að hafa íhugað málið vandlega þykir okkur systur minni, Angel, leitt að tilkynna að við sjáum okkur knúin til að fá nálgunarbann á bróður okkar, Aaron,“ segir í yfirlýsingunni. „[…] hann elur í brjósti hugmyndir og ásetning um að ráða óléttri eiginkonu minni og ófæddu barni mínu bana.“ Aaron kveðst gáttaður á ásökunum bróður síns. „Ég vil engum illt, síst af öllu fjölskyldu minni,“ sagði hann í færslu sem birtist á Twitter í gær.I am astounded at the accusations being made against me and I do not wish harm to anyone, especially my family.— Aaron Carter (@aaroncarter) September 17, 2019 Aaron hefur lengi glímt við fíknivanda og andleg veikindi og hefur verið óvæginn í garð bróður síns á Twitter síðan fregnir bárust af nálgunarbanninu. Aaroni hefur til að mynda verið tíðrætt um ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Nick en nauðgunarkæra gegn honum var látin niður falla í fyrra. Bræðurnir, sem eru báðir tónlistarmenn, nutu töluverðra vinsælda á tíunda áratugnum og snemma á þessari öld. Þeir komu saman fram í raunveruleikaþættinum House of Carters, þar sem fylgst var með stormasömu heimilislífi bræðranna og þriggja systra þeirra. Nick tilkynnti um það í maí síðastliðnum að hann ætti von á barni með eiginkonu sinni, Lauren Carter.
Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Nick Carter úr Backstreet Boys ekki ákærður fyrir nauðgun Hafði verið sakaður um að nauðga söngkonunni Melissa Schuman árið 2003. 12. september 2018 08:30 Einn söngvara Backstreet Boys hafnar ásökun um nauðgun Söngkona úr stúlknahljómsveit frá 10. áratugnum sakar Nick Carter úr Backstreet Boys um að hafa nauðgað sér árið 2002. 22. nóvember 2017 21:43 Backstreet Boys koma öllum á óvart með nýju lagi og myndbandi Bandaríska ofursveitin Backstreet Boys hefur gefið út nýtt lag og myndband við lagið Don't Go Breaking My Heart. 17. maí 2018 08:55 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Michael Madsen er látinn Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
Nick Carter úr Backstreet Boys ekki ákærður fyrir nauðgun Hafði verið sakaður um að nauðga söngkonunni Melissa Schuman árið 2003. 12. september 2018 08:30
Einn söngvara Backstreet Boys hafnar ásökun um nauðgun Söngkona úr stúlknahljómsveit frá 10. áratugnum sakar Nick Carter úr Backstreet Boys um að hafa nauðgað sér árið 2002. 22. nóvember 2017 21:43
Backstreet Boys koma öllum á óvart með nýju lagi og myndbandi Bandaríska ofursveitin Backstreet Boys hefur gefið út nýtt lag og myndband við lagið Don't Go Breaking My Heart. 17. maí 2018 08:55