Ástandið á flakinu gerir rannsakendum erfitt fyrir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2019 11:23 Frá vettvangi í dag. Vélin er í forgrunni myndarinnar og eins sést þá kviknaði í henni. Landhelgisgæslan Ekki liggur fyrir hvers vegna lítil eins hreyfils flugvél brotlenti á Skálafellsöxl, nærri Móskarðshnjúkum um miðjan dag í gær. Rannsókn á tildrögum slyssins gæti tekið langan tíma. Það þykir með ólíkindum að flugmaður lítillar flugvélar sem brotlenti á Skálfellsöxl í gær hafi ekki slasast alvarlega. Fyrstu upplýsingar um slysið komu í gegnum stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þegar neyðarsendir vélarinnar fór af stað og voru viðbragðsaðilar sendir á vettvang. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, fann manninn tæpri klukkustund eftir að neyðarboðin bárust og kom hann gangandi á móts við áhöfn þyrlunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var maðurinn með einhverja áverka á andliti og fótum.Mikill viðbúnaður var vegna atviksins. Sjúkrabifreiðar voru meðal annars sendar á vettvang að Skálafelli.Vísir/VilhelmRannsókn á tildrögum slyssins hófst strax af hendi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Flugvélin er afar illa farin en eldur kom upp í henni. Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að vettvangsrannsókn hafi gengið vel en henni lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi. „Við tókum flakið saman og það var flutt á sérútbúnum björgunarsveitarbíl í bæinn og í flugskýli Rannsóknarnefndarinnar að því loknu. Í framhaldi af því var vettvangsvinnu lokið,“ segir Ragnar. Ragnar segir að rætt hafi verið við flugmanninn í gær en frekari skýrslutaka er fyrirhuguð.Flugmaðurinn fannst á Skálafelli.Loftmyndir ehf.„Aðstæður voru svo sem ágætar. Það kom í ljós eftir að við vorum komnir á vettvang að það var hægt að komast að á breyttum bílum. Þannig að aðgengi var betra en okkur var tjáð í fyrstu. Vélin var samt illa brunnin.“Hafið þið upplýsingar um hvað kom fyrir? „Ekki sem ég get tjáð mig um að svo stöddu.“ Ragnar segir að rannsóknin á flaki vélarinnar gæti orðið erfið þar sem það sé illa brunnið. „Óneitanlega er minna hægt að lesa út úr vettvangsgögnum þegar að slíkt er, en það er kannski of snemmt að segja hvað við munum samt fá út úr flakinu.“ Flugslysið í gær er það áttunda á aðeins nokkrum mánuðum og segir Ragnar að rannsókn þeirra muni taka langan tíma. „Það var ekkert flugslys í fyrra, sem var mjög gott en vanalega erum við með nokkur flugslys á ári. Við eigum svo sem eftir að fara yfir tölfræðina. Ég tel samt að þetta sé svona í hærri kantinum. Það sem er kannski óvenjulegt er að þau hafa öll verið á skömmum tíma eða þremur mánuðum.Hvað tekur svona rannsókn langan tíma? „Það er erfitt að segja. Það er margt sem spilar inn í þar einfaldlega vegna þess að það hefur verið mikið af flugslysum og alvarlegum flugatvikum í ár og vitanlega mun það líka hafa áhrif.“ Bláskógabyggð Fréttir af flugi Mosfellsbær Samgönguslys Tengdar fréttir Rannsókn lokið á vettvangi flugslyssins Vettvangsrannsókn á flugslysi sem varð við Skálafellsöxl í dag lauk á ellefta tímanum. 17. september 2019 23:00 Fundu flugmanninn gangandi við topp Skálafells Viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst nú á fjórða tímanum tilkynning um flugatvik við Móskarðshnjúka. 17. september 2019 15:38 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvers vegna lítil eins hreyfils flugvél brotlenti á Skálafellsöxl, nærri Móskarðshnjúkum um miðjan dag í gær. Rannsókn á tildrögum slyssins gæti tekið langan tíma. Það þykir með ólíkindum að flugmaður lítillar flugvélar sem brotlenti á Skálfellsöxl í gær hafi ekki slasast alvarlega. Fyrstu upplýsingar um slysið komu í gegnum stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þegar neyðarsendir vélarinnar fór af stað og voru viðbragðsaðilar sendir á vettvang. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, fann manninn tæpri klukkustund eftir að neyðarboðin bárust og kom hann gangandi á móts við áhöfn þyrlunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var maðurinn með einhverja áverka á andliti og fótum.Mikill viðbúnaður var vegna atviksins. Sjúkrabifreiðar voru meðal annars sendar á vettvang að Skálafelli.Vísir/VilhelmRannsókn á tildrögum slyssins hófst strax af hendi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Flugvélin er afar illa farin en eldur kom upp í henni. Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að vettvangsrannsókn hafi gengið vel en henni lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi. „Við tókum flakið saman og það var flutt á sérútbúnum björgunarsveitarbíl í bæinn og í flugskýli Rannsóknarnefndarinnar að því loknu. Í framhaldi af því var vettvangsvinnu lokið,“ segir Ragnar. Ragnar segir að rætt hafi verið við flugmanninn í gær en frekari skýrslutaka er fyrirhuguð.Flugmaðurinn fannst á Skálafelli.Loftmyndir ehf.„Aðstæður voru svo sem ágætar. Það kom í ljós eftir að við vorum komnir á vettvang að það var hægt að komast að á breyttum bílum. Þannig að aðgengi var betra en okkur var tjáð í fyrstu. Vélin var samt illa brunnin.“Hafið þið upplýsingar um hvað kom fyrir? „Ekki sem ég get tjáð mig um að svo stöddu.“ Ragnar segir að rannsóknin á flaki vélarinnar gæti orðið erfið þar sem það sé illa brunnið. „Óneitanlega er minna hægt að lesa út úr vettvangsgögnum þegar að slíkt er, en það er kannski of snemmt að segja hvað við munum samt fá út úr flakinu.“ Flugslysið í gær er það áttunda á aðeins nokkrum mánuðum og segir Ragnar að rannsókn þeirra muni taka langan tíma. „Það var ekkert flugslys í fyrra, sem var mjög gott en vanalega erum við með nokkur flugslys á ári. Við eigum svo sem eftir að fara yfir tölfræðina. Ég tel samt að þetta sé svona í hærri kantinum. Það sem er kannski óvenjulegt er að þau hafa öll verið á skömmum tíma eða þremur mánuðum.Hvað tekur svona rannsókn langan tíma? „Það er erfitt að segja. Það er margt sem spilar inn í þar einfaldlega vegna þess að það hefur verið mikið af flugslysum og alvarlegum flugatvikum í ár og vitanlega mun það líka hafa áhrif.“
Bláskógabyggð Fréttir af flugi Mosfellsbær Samgönguslys Tengdar fréttir Rannsókn lokið á vettvangi flugslyssins Vettvangsrannsókn á flugslysi sem varð við Skálafellsöxl í dag lauk á ellefta tímanum. 17. september 2019 23:00 Fundu flugmanninn gangandi við topp Skálafells Viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst nú á fjórða tímanum tilkynning um flugatvik við Móskarðshnjúka. 17. september 2019 15:38 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Rannsókn lokið á vettvangi flugslyssins Vettvangsrannsókn á flugslysi sem varð við Skálafellsöxl í dag lauk á ellefta tímanum. 17. september 2019 23:00
Fundu flugmanninn gangandi við topp Skálafells Viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst nú á fjórða tímanum tilkynning um flugatvik við Móskarðshnjúka. 17. september 2019 15:38