Norðmaðurinn komst í hóp með Van Basten, Raúl og Rooney Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 13:00 Erling Braut Håland fagnar einu marka sinna í gærkvöldi. Getty/Michael Molzar Nítján ára Norðmaður, Erling Braut Håland, var stjarna kvöldsins í Meistaradeildinni í gær en hann fór á kostum í stórsigri austurríska félagsins Red Bull Salzburg. Erling Braut Håland skoraði þrennu í 5-1 sigri Red Bull Salzburg á belgíska félaginu Genk en þetta var fyrsti leikur Norðmannsins í Meistaradeildinni. Håland opnaði markareikning sinn eftir aðeins 102 sekúndur og var kominn með þrennuna fyrir hálfleik.19y 58d - Erling Haaland, aged 19 years and 58 days, is the third youngest player to score a Champions League hat-trick, behind Raúl (18y 113d in 1995) and Wayne Rooney (18y 340d in 2004). Welcome. pic.twitter.com/24DNlzXdza — OptaJoe (@OptaJoe) September 17, 2019Håland varð með þessu þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni á eftir þeim Raúl González og Wayne Rooney. Wayne Rooney skoraði þrennuna í fyrsta Meistaradeildarleik sínum en Raúl í þeim þriðja. Raúl González var aftur á móti sá yngsti af þeim og sá eini sem náði því fyrir nítján ára afmælið. Það hafa nokkrir aðrir kunnir kappar náð að skora þrennu í fyrsta Meistaradeildarleik sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Marco Van Basten náði því reyndar ekki fyrr en hann var 28 ára gamall þar sem Meistaradeildin byrjaði ekki fyrr en tímabilið 1992-93.Hat-trick in his Champions League debut: 1992 Van Basten (28 years old) 1997 Asprilla (27) 2002 Ayegbeni (19) 2004 Rooney (18) 2005 Iaquinta (25) 2009 Graphite (30) 2014 Brahimi (24) 2019 HÅLAND (19) — MisterChip (English) (@MisterChiping) September 17, 2019Erling Haland setti líka met með því að skora öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleiknum en það hefur táningur aldrei gert áður í sögu Meistaradeildarinnar. Það er ljóst á þessu að Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins, er þarna búinn að fá framtíðarframherja norska landsliðsins en hann valdi einmitt Håland í síðasta verkefni norska landsliðsins. Håland skoraði ekki í fyrstu tveimur landsleikjum sínum en hann er svo heitur þessa dagana að hann bætir væntanlega úr því í októberleikjunum.Erling Haland (19y-58d) of FC Salzburg is the youngest player to score a UEFA Champions League hat trick in the 1st half of a match. pic.twitter.com/qFjRKMuILr — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 17, 2019 Los más jóvenes en marcar un hat-trick en el primer tiempo de un partido de Champions League (ojo con el podio): HÅLAND (19 años y 58 días) Shevchenko (21 años y 37 días) Messi (22 años y 286 días) [] único que lo logró en su debut en el torneo. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 17, 2019Þrennan í gær þýðir að Erling Braut Håland er búinn að skora 17 mörk í fyrstu 9 leikjum RB Salzburg á tímabilinu en hann er með Håland komst líka í fréttirnar í sumar þegar hann skoraði níu mörk í sama leiknum í úrslitakeppni HM 20 ára liða í Póllandi en hann var þá með 9 af 12 mörkum Norðmanna í sigri á Hondúras. Meistaradeild Evrópu Noregur Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Nítján ára Norðmaður, Erling Braut Håland, var stjarna kvöldsins í Meistaradeildinni í gær en hann fór á kostum í stórsigri austurríska félagsins Red Bull Salzburg. Erling Braut Håland skoraði þrennu í 5-1 sigri Red Bull Salzburg á belgíska félaginu Genk en þetta var fyrsti leikur Norðmannsins í Meistaradeildinni. Håland opnaði markareikning sinn eftir aðeins 102 sekúndur og var kominn með þrennuna fyrir hálfleik.19y 58d - Erling Haaland, aged 19 years and 58 days, is the third youngest player to score a Champions League hat-trick, behind Raúl (18y 113d in 1995) and Wayne Rooney (18y 340d in 2004). Welcome. pic.twitter.com/24DNlzXdza — OptaJoe (@OptaJoe) September 17, 2019Håland varð með þessu þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni á eftir þeim Raúl González og Wayne Rooney. Wayne Rooney skoraði þrennuna í fyrsta Meistaradeildarleik sínum en Raúl í þeim þriðja. Raúl González var aftur á móti sá yngsti af þeim og sá eini sem náði því fyrir nítján ára afmælið. Það hafa nokkrir aðrir kunnir kappar náð að skora þrennu í fyrsta Meistaradeildarleik sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Marco Van Basten náði því reyndar ekki fyrr en hann var 28 ára gamall þar sem Meistaradeildin byrjaði ekki fyrr en tímabilið 1992-93.Hat-trick in his Champions League debut: 1992 Van Basten (28 years old) 1997 Asprilla (27) 2002 Ayegbeni (19) 2004 Rooney (18) 2005 Iaquinta (25) 2009 Graphite (30) 2014 Brahimi (24) 2019 HÅLAND (19) — MisterChip (English) (@MisterChiping) September 17, 2019Erling Haland setti líka met með því að skora öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleiknum en það hefur táningur aldrei gert áður í sögu Meistaradeildarinnar. Það er ljóst á þessu að Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins, er þarna búinn að fá framtíðarframherja norska landsliðsins en hann valdi einmitt Håland í síðasta verkefni norska landsliðsins. Håland skoraði ekki í fyrstu tveimur landsleikjum sínum en hann er svo heitur þessa dagana að hann bætir væntanlega úr því í októberleikjunum.Erling Haland (19y-58d) of FC Salzburg is the youngest player to score a UEFA Champions League hat trick in the 1st half of a match. pic.twitter.com/qFjRKMuILr — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 17, 2019 Los más jóvenes en marcar un hat-trick en el primer tiempo de un partido de Champions League (ojo con el podio): HÅLAND (19 años y 58 días) Shevchenko (21 años y 37 días) Messi (22 años y 286 días) [] único que lo logró en su debut en el torneo. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 17, 2019Þrennan í gær þýðir að Erling Braut Håland er búinn að skora 17 mörk í fyrstu 9 leikjum RB Salzburg á tímabilinu en hann er með Håland komst líka í fréttirnar í sumar þegar hann skoraði níu mörk í sama leiknum í úrslitakeppni HM 20 ára liða í Póllandi en hann var þá með 9 af 12 mörkum Norðmanna í sigri á Hondúras.
Meistaradeild Evrópu Noregur Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn