Fundi umhverfis- og samgöngunefndar frestað í skyndi vegna óvæntrar uppástungu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2019 10:16 Frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar í febrúar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er lengst til vinstri og samflokksmaður hans Karl Gauti Hjaltason er lengst til hægri. Vísir/vilhelm Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. Kjósa átti nýjan formann nefndarinnar í dag, sem samkomulag er um að verði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins. Fundinum var hins vegar frestað í skyndi eftir að áheyrnarfulltrúi Pírata í nefndinni stakk upp á Karli Gauta Hjaltasyni samflokksmanni Bergþórs í formannssætið. RÚV greindi fyrst frá. Formannsstaða Bergþórs í nefndinni hefur verið afar umdeild. Eftir að Klausturmálið svokallaða kom upp sagði Bergþór tímabundið af sér formennsku. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar tók við formennskunni.Sjá einnig: Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Karl Gauti segir í samtali við Vísi að fundinum í morgun hafi tvívegis verið frestað, í fyrra skiptið eftir að fulltrúi Viðreisnar í umhverfis og samgöngunefnd bar formlega upp tillögu Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata og áheyrnarfulltrúa í nefndinni, um að Karl Gauti tæki við formennsku í stað Bergþórs. Karl Gauti segir að uppástungan hafi komið flatt upp á sig. „Ég hafði ekki einu sinni tíma til að hafna þessu. Ég mun hafna þessu. Ég er ekki á leiðinni að vera formaður nefndarinnar. Miðflokkurinn hefur kandídat í þetta.“ Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar frestaði fundinum eftir að tillaga Björns Levís var borin upp. Fundurinn var settur aftur í skamma stund en þá var óskað eftir því að meirihlutinn kæmi saman á fundi vegna málsins. Fundi umhverfis- og samgöngunefndar var þá slitið. Karl Gauti kveðst ekki viss um næstu skref. Hann ítrekar þó að samkvæmt samkomulagi eigi Miðflokkurinn tilkall til formennsku í nefndinni. „Nú er þetta meirihlutinn sem fundar um þetta mál þannig að ég hef ekki hugmynd um hvað þeir eru að spá. En minnihlutinn á þessar formennskur, ein formennskan kom í hlut Miðflokksins og þarna er búið að stinga upp á Bergþóri Ólasyni.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15 Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. 11. september 2019 13:23 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. Kjósa átti nýjan formann nefndarinnar í dag, sem samkomulag er um að verði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins. Fundinum var hins vegar frestað í skyndi eftir að áheyrnarfulltrúi Pírata í nefndinni stakk upp á Karli Gauta Hjaltasyni samflokksmanni Bergþórs í formannssætið. RÚV greindi fyrst frá. Formannsstaða Bergþórs í nefndinni hefur verið afar umdeild. Eftir að Klausturmálið svokallaða kom upp sagði Bergþór tímabundið af sér formennsku. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar tók við formennskunni.Sjá einnig: Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Karl Gauti segir í samtali við Vísi að fundinum í morgun hafi tvívegis verið frestað, í fyrra skiptið eftir að fulltrúi Viðreisnar í umhverfis og samgöngunefnd bar formlega upp tillögu Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata og áheyrnarfulltrúa í nefndinni, um að Karl Gauti tæki við formennsku í stað Bergþórs. Karl Gauti segir að uppástungan hafi komið flatt upp á sig. „Ég hafði ekki einu sinni tíma til að hafna þessu. Ég mun hafna þessu. Ég er ekki á leiðinni að vera formaður nefndarinnar. Miðflokkurinn hefur kandídat í þetta.“ Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar frestaði fundinum eftir að tillaga Björns Levís var borin upp. Fundurinn var settur aftur í skamma stund en þá var óskað eftir því að meirihlutinn kæmi saman á fundi vegna málsins. Fundi umhverfis- og samgöngunefndar var þá slitið. Karl Gauti kveðst ekki viss um næstu skref. Hann ítrekar þó að samkvæmt samkomulagi eigi Miðflokkurinn tilkall til formennsku í nefndinni. „Nú er þetta meirihlutinn sem fundar um þetta mál þannig að ég hef ekki hugmynd um hvað þeir eru að spá. En minnihlutinn á þessar formennskur, ein formennskan kom í hlut Miðflokksins og þarna er búið að stinga upp á Bergþóri Ólasyni.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15 Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. 11. september 2019 13:23 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00
Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15
Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. 11. september 2019 13:23