Komst í spretthlaupslandslið Bandaríkjanna aðeins tíu mánuðum eftir barnsburð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2019 09:00 Allyson Felix er ein af sigursælustu frjálsíþróttakonum sögunnar. Getty/Patrick Smith/ Sexfaldi Ólympíumeistarinn Allyson Felix var valinn í HM-hóp Bandaríkjamanna fyrir heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fer fram í Doha í Katar 27. september til 6. október. Allyson Felix mun taka þátt í níunda heimsmeistaramótinu í röð og setja með því met en þetta stóð ansi tæpt hjá henni að þessu sinni. Hinn 33 ára gamla Allyson Felix varð nefnilega móðir í fyrsta sinn fyrir aðeins tíu mánuðum síðar. Hún átti barnið með keisaraskurði.Six-time Olympic champion Allyson Felix has been selected in the #USA team for the World Athletics Championships for a record ninth consecutive time More: https://t.co/vKKD7MCluJpic.twitter.com/NJmJPCh6Rw — BBC Sport (@BBCSport) September 16, 2019 Barneign Allyson Felix vakti sérstaka athygli þegar hún skrifaði opið bréf til íþróttavöruframleiðandans Nike og hafði það í gegn að íþróttakonur missi ekki styrktarsamninga sína þegar þær verða óléttar. Allyson Felix verður í boðhlaupssveitinni í 4 x 400 metra hlaupinu. Hún reyndi að vinna sér þátttökurétt í 400 metra hlaupinu í úrtökumótinu í Des Moines í Iowa í júlí en náði því ekki. Alls var 141 frjálsíþróttamaður valinn í bandaríska landsliðið, átta þeirra hafa orðið heimsmeistarar áður og þrettán unnu gull á ÓL í Ríó fyrir þremur árum. Auk Allyson Felix eru heimsmeistararnir Tori Bowie, Kori Carter, Emma Coburn, Phyllis Francis, Justin Gatlin, Sam Kendricks, Brittany Reese og Christian Taylor í hóp Bandaríkjamanna. Allyson Felix hefur unnið alls ellefu gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun á heimsmeistaramótum sínum í gegnum tíðina. Hún tók fyrst þátt á HM í Saint-Denis í Frakklandi 2003 en þá var hún aðeins sautján ára gömul. Fyrstu verðlaunin vann hún í 200 metra hlaupi á HM í Helsinki 2005 (gull) en hún vann þrenn verðlaun (2 gull og 1 brons) á síðasta HM sem fór fram í London fyrir tveimur árum. Hinn 37 ára gamli Justin Gatlin er einn af heimsmeisturunum en tognun hans í 100 metra hlaupi í Zagreb 3. september síðastliðinn var ekki alvarlega. Gatlin vann gull í 100 metra hlaupi á HM í London en það var púað á hann í verðlaunaafhendingunni þar sem Gatlin hefur fallið oftar en einu sinni á lyfjaprófi á ferlinum.Olympian Allyson Felix is a champion through and through pic.twitter.com/oCStDkGiJc — Business Insider (@businessinsider) September 16, 2019 Frjálsar íþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Sexfaldi Ólympíumeistarinn Allyson Felix var valinn í HM-hóp Bandaríkjamanna fyrir heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fer fram í Doha í Katar 27. september til 6. október. Allyson Felix mun taka þátt í níunda heimsmeistaramótinu í röð og setja með því met en þetta stóð ansi tæpt hjá henni að þessu sinni. Hinn 33 ára gamla Allyson Felix varð nefnilega móðir í fyrsta sinn fyrir aðeins tíu mánuðum síðar. Hún átti barnið með keisaraskurði.Six-time Olympic champion Allyson Felix has been selected in the #USA team for the World Athletics Championships for a record ninth consecutive time More: https://t.co/vKKD7MCluJpic.twitter.com/NJmJPCh6Rw — BBC Sport (@BBCSport) September 16, 2019 Barneign Allyson Felix vakti sérstaka athygli þegar hún skrifaði opið bréf til íþróttavöruframleiðandans Nike og hafði það í gegn að íþróttakonur missi ekki styrktarsamninga sína þegar þær verða óléttar. Allyson Felix verður í boðhlaupssveitinni í 4 x 400 metra hlaupinu. Hún reyndi að vinna sér þátttökurétt í 400 metra hlaupinu í úrtökumótinu í Des Moines í Iowa í júlí en náði því ekki. Alls var 141 frjálsíþróttamaður valinn í bandaríska landsliðið, átta þeirra hafa orðið heimsmeistarar áður og þrettán unnu gull á ÓL í Ríó fyrir þremur árum. Auk Allyson Felix eru heimsmeistararnir Tori Bowie, Kori Carter, Emma Coburn, Phyllis Francis, Justin Gatlin, Sam Kendricks, Brittany Reese og Christian Taylor í hóp Bandaríkjamanna. Allyson Felix hefur unnið alls ellefu gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun á heimsmeistaramótum sínum í gegnum tíðina. Hún tók fyrst þátt á HM í Saint-Denis í Frakklandi 2003 en þá var hún aðeins sautján ára gömul. Fyrstu verðlaunin vann hún í 200 metra hlaupi á HM í Helsinki 2005 (gull) en hún vann þrenn verðlaun (2 gull og 1 brons) á síðasta HM sem fór fram í London fyrir tveimur árum. Hinn 37 ára gamli Justin Gatlin er einn af heimsmeisturunum en tognun hans í 100 metra hlaupi í Zagreb 3. september síðastliðinn var ekki alvarlega. Gatlin vann gull í 100 metra hlaupi á HM í London en það var púað á hann í verðlaunaafhendingunni þar sem Gatlin hefur fallið oftar en einu sinni á lyfjaprófi á ferlinum.Olympian Allyson Felix is a champion through and through pic.twitter.com/oCStDkGiJc — Business Insider (@businessinsider) September 16, 2019
Frjálsar íþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira