Arion banki biðst afsökunar á innheimtubréfi til látins manns Jakob Bjarnar skrifar 16. september 2019 15:20 Arionbanki hefur haft samband við Grím Atlason og beðið hann afsökunar á milliinnheimtubréfinu. Arion banki hefur beðist afsökunar á rukkunarbréfi sem bankinn sendi á látinn mann. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði um helgina af heldur nöturlegu bréfi sem honum barst og stílað var á föður hans heitinn, Atla Magnússon þýðanda. „Í gærkvöldi beið mín þetta bréf. Sólvangur hafði sent það áfram til mín. Það er dagsett 2. september sl. og í því hvetur Arion banki pabba til að leysa málin með sér. Pabbi dó í júni, bankinn fékk upplýsingar um það degi síðar. Skiptum var lokið 3 vikum eftir dánardag og dánarbúið úrskurðað eignalaust,“ segir Grímur í pistli á Facebooksíðu sinni sem vakið hefur mikla athygli. Grímur birti mynd af bréfinu þar sem sjá má að um er að ræða rétt rúmlega 13 þúsund krónur sem komið er í „milliinnheimtu“. Fyrirsögn bréfsins er „Finnum lausn saman“. „Pabbi kemur ekki til með að finna lausn með Arion banka eða öðrum banka. Það kæmi mér samt ekki á óvart ef lögfræðideildin héldi sínu striki og starfaði áfram samkvæmt einhverjum ferlum og sói þannig tíma og fjámunum bankans við að finna lausn með pabba. Ég skora á bankann að reikna heldur tímann sem fer í þessa vitleysu og setja á hann verðmiða. Gefa upphæðina góðu málefni. Með því gerir bankinn góðverk og hættir að særa fólk út í bæ með ónærgætni sinni.“ Vísir sendi fyrirspurn til bankans vegna málsins og í skriflegu svari eru þessi mistök hörmuð. „Þarna var um mistök að ræða sem við hörmum. Það er búið að hafa samband við viðkomandi, biðja hann afsökunar á mistökunum og upplýsa um að þetta verði að sjálfsögðu fellt niður,“ segir í svari: „Við erum að yfirfara okkar ferla til að komast að því hvað fór úrskeiðis svo hægt sé að koma í veg fyrir að svona lagað geti gerst aftur.“ Íslenskir bankar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Arion banki hefur beðist afsökunar á rukkunarbréfi sem bankinn sendi á látinn mann. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði um helgina af heldur nöturlegu bréfi sem honum barst og stílað var á föður hans heitinn, Atla Magnússon þýðanda. „Í gærkvöldi beið mín þetta bréf. Sólvangur hafði sent það áfram til mín. Það er dagsett 2. september sl. og í því hvetur Arion banki pabba til að leysa málin með sér. Pabbi dó í júni, bankinn fékk upplýsingar um það degi síðar. Skiptum var lokið 3 vikum eftir dánardag og dánarbúið úrskurðað eignalaust,“ segir Grímur í pistli á Facebooksíðu sinni sem vakið hefur mikla athygli. Grímur birti mynd af bréfinu þar sem sjá má að um er að ræða rétt rúmlega 13 þúsund krónur sem komið er í „milliinnheimtu“. Fyrirsögn bréfsins er „Finnum lausn saman“. „Pabbi kemur ekki til með að finna lausn með Arion banka eða öðrum banka. Það kæmi mér samt ekki á óvart ef lögfræðideildin héldi sínu striki og starfaði áfram samkvæmt einhverjum ferlum og sói þannig tíma og fjámunum bankans við að finna lausn með pabba. Ég skora á bankann að reikna heldur tímann sem fer í þessa vitleysu og setja á hann verðmiða. Gefa upphæðina góðu málefni. Með því gerir bankinn góðverk og hættir að særa fólk út í bæ með ónærgætni sinni.“ Vísir sendi fyrirspurn til bankans vegna málsins og í skriflegu svari eru þessi mistök hörmuð. „Þarna var um mistök að ræða sem við hörmum. Það er búið að hafa samband við viðkomandi, biðja hann afsökunar á mistökunum og upplýsa um að þetta verði að sjálfsögðu fellt niður,“ segir í svari: „Við erum að yfirfara okkar ferla til að komast að því hvað fór úrskeiðis svo hægt sé að koma í veg fyrir að svona lagað geti gerst aftur.“
Íslenskir bankar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira