Mjótt á munum fyrir aðrar þingkosningarnar í Ísrael á hálfu ári Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2019 11:04 Netanjahú hefur nýtt sér náið samband við ríkisstjórn Trump Bandaríkjaforseta í kosningabaráttunni. AP/Oded Balilty Engu auðveldara gæti reynst að mynda ríkisstjórn í Ísrael eftir þingkosningar á morgun en þær sem fóru fram í vor. Mjótt er á munum milli Likud-flokks Benjamíns Netanjahú og Bláhvítabandalags miðjumanna í skoðanakönnunum. Netanjahú boðaði til nýrra kosninga þegar í kekki kastaðist í samstarfi þjóðernissinna og strangtrúargyðinga sem hann hefur leitt sem forsætisráðherra undanfarin ár eftir kosningar í apríl. Avigdor Lieberman, leiðtogi harðlínumanna í Yisrael Beitenu-flokknum, mótmælti þá ofríki trúarlegra flokka í samstarfinu og gekk úr því. Að sögn AP-fréttastofunnar kemur fram að hvort sem Likud eða Bláa og hvíta-bandalagið verði ofan á eftir kosningarnar gæti þeim reynst erfitt að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Samsteypustjórn þeirra beggja gæti verið skynsamlegasti kosturinn. Forsvarsmenn Bláa- og hvíta-bandalagsins hafa aftur á móti hafnað því að vinna með Netanjahú þar sem líklegt þykir að hann verði ákærður fyrir spillingu í embætti. Netanjahú rær því að því öllum árum að ná að mynda ríkisstjórn hægrimanna og þjóðernissinna án stuðnings Leiberman og Yisrael Beitenu. Í síðustu viku tilkynnti forsætisráðherrann að hann ætli að innlima hluta Vesturbakkans nái hann endurkjöri. Netanjahú nýtur stuðnings tveggja flokka strangtrúargyðinga og landtökumannaflokksins Yamina. Nái öfgaþjóðernissinnaflokkur fylgjenda Meir Kahan rabbína sem talaði fyrir því að reka araba úr Ísrael og að komið yrði á trúræðisríki manni inn á þing gæti Netanjahú myndað meirihluta. Það yrði jafnframt þjóðernissinnaðasta ríkisstjórn í sögu Ísraels. Mun erfiðara er fyrir Bláa og hvíta-bandalagið að mynda starfhæfan meirihluta. Fylkingin fékk jafnmörg þingsæti og Likud í apríl og skoðanakannanir benda til þess að svipað verði upp á teningnum nú. Meiri óeining ríkir þó á miðvinstrivængnum. Líklegast er talið að ekkert skýrt stjórnarmynstur verði í spilunum eftir kosningar. Þá berast augu allra að Reuven Rivlin forseta sem hefur það hlutverk að afhenda þeim sem hann telur líklegastan til að mynda ríkisstjórn umboð til þess. Rivlin hefur sagst ætla að gera allt sem hann getur til að forða því að kjósa þurfi í þriðja skiptið. Ísrael Tengdar fréttir Netanyahu heitir því að innlima Vesturbakkann Benjamin Netanyahu, Ísraelsforseti var rétt í þessu dreginn af sviði og færður í sprengjubyrgi þar sem eldflaugum var skotið í átt að Ashdod, þar sem hann var staddur, frá Gaza. 10. september 2019 18:34 Fordæma fyrirætlanir Netanjahú um að innlima hluta Vesturbakkans Arabaþjóðirnar hafa fordæmt nýja áætlun Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels sem lofar því nú að innlima hluta Vesturbakkans inn í Ísrael. 11. september 2019 07:06 Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Um 60% fleiri bygginarleyfi voru gefin út fyrir landtökumenn gyðinga í Austur-Jerúsalem fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump en árin tvö á undan. 12. september 2019 12:14 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira
Engu auðveldara gæti reynst að mynda ríkisstjórn í Ísrael eftir þingkosningar á morgun en þær sem fóru fram í vor. Mjótt er á munum milli Likud-flokks Benjamíns Netanjahú og Bláhvítabandalags miðjumanna í skoðanakönnunum. Netanjahú boðaði til nýrra kosninga þegar í kekki kastaðist í samstarfi þjóðernissinna og strangtrúargyðinga sem hann hefur leitt sem forsætisráðherra undanfarin ár eftir kosningar í apríl. Avigdor Lieberman, leiðtogi harðlínumanna í Yisrael Beitenu-flokknum, mótmælti þá ofríki trúarlegra flokka í samstarfinu og gekk úr því. Að sögn AP-fréttastofunnar kemur fram að hvort sem Likud eða Bláa og hvíta-bandalagið verði ofan á eftir kosningarnar gæti þeim reynst erfitt að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Samsteypustjórn þeirra beggja gæti verið skynsamlegasti kosturinn. Forsvarsmenn Bláa- og hvíta-bandalagsins hafa aftur á móti hafnað því að vinna með Netanjahú þar sem líklegt þykir að hann verði ákærður fyrir spillingu í embætti. Netanjahú rær því að því öllum árum að ná að mynda ríkisstjórn hægrimanna og þjóðernissinna án stuðnings Leiberman og Yisrael Beitenu. Í síðustu viku tilkynnti forsætisráðherrann að hann ætli að innlima hluta Vesturbakkans nái hann endurkjöri. Netanjahú nýtur stuðnings tveggja flokka strangtrúargyðinga og landtökumannaflokksins Yamina. Nái öfgaþjóðernissinnaflokkur fylgjenda Meir Kahan rabbína sem talaði fyrir því að reka araba úr Ísrael og að komið yrði á trúræðisríki manni inn á þing gæti Netanjahú myndað meirihluta. Það yrði jafnframt þjóðernissinnaðasta ríkisstjórn í sögu Ísraels. Mun erfiðara er fyrir Bláa og hvíta-bandalagið að mynda starfhæfan meirihluta. Fylkingin fékk jafnmörg þingsæti og Likud í apríl og skoðanakannanir benda til þess að svipað verði upp á teningnum nú. Meiri óeining ríkir þó á miðvinstrivængnum. Líklegast er talið að ekkert skýrt stjórnarmynstur verði í spilunum eftir kosningar. Þá berast augu allra að Reuven Rivlin forseta sem hefur það hlutverk að afhenda þeim sem hann telur líklegastan til að mynda ríkisstjórn umboð til þess. Rivlin hefur sagst ætla að gera allt sem hann getur til að forða því að kjósa þurfi í þriðja skiptið.
Ísrael Tengdar fréttir Netanyahu heitir því að innlima Vesturbakkann Benjamin Netanyahu, Ísraelsforseti var rétt í þessu dreginn af sviði og færður í sprengjubyrgi þar sem eldflaugum var skotið í átt að Ashdod, þar sem hann var staddur, frá Gaza. 10. september 2019 18:34 Fordæma fyrirætlanir Netanjahú um að innlima hluta Vesturbakkans Arabaþjóðirnar hafa fordæmt nýja áætlun Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels sem lofar því nú að innlima hluta Vesturbakkans inn í Ísrael. 11. september 2019 07:06 Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Um 60% fleiri bygginarleyfi voru gefin út fyrir landtökumenn gyðinga í Austur-Jerúsalem fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump en árin tvö á undan. 12. september 2019 12:14 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira
Netanyahu heitir því að innlima Vesturbakkann Benjamin Netanyahu, Ísraelsforseti var rétt í þessu dreginn af sviði og færður í sprengjubyrgi þar sem eldflaugum var skotið í átt að Ashdod, þar sem hann var staddur, frá Gaza. 10. september 2019 18:34
Fordæma fyrirætlanir Netanjahú um að innlima hluta Vesturbakkans Arabaþjóðirnar hafa fordæmt nýja áætlun Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels sem lofar því nú að innlima hluta Vesturbakkans inn í Ísrael. 11. september 2019 07:06
Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Um 60% fleiri bygginarleyfi voru gefin út fyrir landtökumenn gyðinga í Austur-Jerúsalem fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump en árin tvö á undan. 12. september 2019 12:14