Rostungar Guðmundur Brynjólfsson skrifar 16. september 2019 07:00 Mamma sagði við mig, stundum þegar ég?var að rífa kjaft: „Vertu ekki með þennan rosta, Guðmundur.“ Þá var ég ungur. Rostungur. Það sem ég er að reyna að segja er þetta: Það hafa engir rostungar drepist út við Ísland, hvorki á landnámstíð eða síðar. Þeir hafa bara elst. Þessi kenning um einhverja íslenska rostunga sem eiga að hafa drepist út þegar landnámsmenn slysuðust hingað er ekki annað en blekking, til þess ætluð að draga athyglina frá fyrirhuguðum vegtollum. Sjáiði nú til: Það var einu sinni kona suður á Vatnsleysuströnd sem þurfti að fara í aðgerð á mjöðm. Hún var frekar fáfróð þessi kona og lítt veraldarvön og því hægt að segja henni eitt og annað. Sem hún trúði. Hún bar sig upp við nágranna sinn og lýsti yfir áhyggjum af þessari aðgerð. Granni hennar, spaugsamur maður, tjáði henni að svona opperasjón væri lítið mál. Það eina, sagði hann, sem gæti hugsanlega truflað hana síðar meir væri, að það yrði grætt í hana hundsbein í þessari aðgerð. En það myndi hafa þær afleiðingar að í hvert sinn sem hún þyrfti að pissa myndi lyftast á henni sá lærleggurinn sem væri neðan við umrædda mjöðm. Konan fór í aðgerðina, dauðhrædd, en meig eðlilega á eftir. Ástæðan fyrir því að maðurinn hafði logið þessu að blessaðri konunni var sú að hann var að missa hárið, en vildi draga athygli sveitunga sinna frá því; þeir hefðu þá um eitthvað annað að tala en verðandi skallann á honum. Af þessu má læra að sögur um vísindaleg stórmerki eru aldrei til neins annars meint en að táldraga og afvegaleiða sauðsvartan almúgann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Mamma sagði við mig, stundum þegar ég?var að rífa kjaft: „Vertu ekki með þennan rosta, Guðmundur.“ Þá var ég ungur. Rostungur. Það sem ég er að reyna að segja er þetta: Það hafa engir rostungar drepist út við Ísland, hvorki á landnámstíð eða síðar. Þeir hafa bara elst. Þessi kenning um einhverja íslenska rostunga sem eiga að hafa drepist út þegar landnámsmenn slysuðust hingað er ekki annað en blekking, til þess ætluð að draga athyglina frá fyrirhuguðum vegtollum. Sjáiði nú til: Það var einu sinni kona suður á Vatnsleysuströnd sem þurfti að fara í aðgerð á mjöðm. Hún var frekar fáfróð þessi kona og lítt veraldarvön og því hægt að segja henni eitt og annað. Sem hún trúði. Hún bar sig upp við nágranna sinn og lýsti yfir áhyggjum af þessari aðgerð. Granni hennar, spaugsamur maður, tjáði henni að svona opperasjón væri lítið mál. Það eina, sagði hann, sem gæti hugsanlega truflað hana síðar meir væri, að það yrði grætt í hana hundsbein í þessari aðgerð. En það myndi hafa þær afleiðingar að í hvert sinn sem hún þyrfti að pissa myndi lyftast á henni sá lærleggurinn sem væri neðan við umrædda mjöðm. Konan fór í aðgerðina, dauðhrædd, en meig eðlilega á eftir. Ástæðan fyrir því að maðurinn hafði logið þessu að blessaðri konunni var sú að hann var að missa hárið, en vildi draga athygli sveitunga sinna frá því; þeir hefðu þá um eitthvað annað að tala en verðandi skallann á honum. Af þessu má læra að sögur um vísindaleg stórmerki eru aldrei til neins annars meint en að táldraga og afvegaleiða sauðsvartan almúgann.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar