Ríkisstjóri New York vill banna bragðbætta rafrettuvökva Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2019 23:19 Andrew Cuomo, ríkistjóri New York. Vísir/AP Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis í Bandaríkjunum, vill láta banna sölu á svo gott sem öllum bragðbættum rafrettuvökvum í ríkinu. Stutt er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að ríkisstjórn hans hygðist setja á slíkt bann um öll Bandaríkin. Cuomo tilkynnti í dag að yfirmaður heilbrigðismála í New York-ríki myndi í þessari viku mæla með því við lýðheilsustofnun ríkisins að banninu yrði komið á. Þegar Cuomo tilkynnti hann þetta gagnrýndi hann rafrettuiðnaðinn í leiðinni fyrir þær bragðtegundir vökva sem nú eru í boði. Talaði hann þar sérstaklega um kandíflossbragð og tyggjókúlubragð, sem hann segir að séu augljóslega markaðsett með það fyrir augum að ná til ungmenna og ánetja þau nikótíni. Samkvæmt tölum frá lýðheilsustofnun ríkisins hefur rafrettunotkun framhaldsskólanema farið úr 10,5 prósentum upp í 27,4 prósent frá árinu 2018, og telja stjórnvöld að þar spili hinar ýmsu bragðtegundir níkótínvökvanna sem settir eru í rafretturnar stórt hlutverk. Fyrirhugað bann myndi ekki ná til rafrettuvökva með tóbaks- eða mentholbragði, en Cuomo sagði að það væri sífellt til skoðunar hjá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hvort ástæða væri til að banna rafrettur með öllu. Cuomo hefur mætt þó nokkurri gagnrýni fyrir þá ákvörðun að halda menthol- og tóbaksbragði utan við fyrirhugað bann. Harold Wimmer, forseti bandarísku lungnasamtakanna (e. American Lung Association), er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Demókratann. „[Hann] hafði tækifæri til þess að ráðast í afgerandi aðgerðir, en ákveður þess í stað að halda mentholrafrettum á markaðnum. Þó að yfirlýsing dagsins hafi verið sett fram í góðri trú, mun þetta valda því að ungmenni þessa lands munu fara að nota vörur með mentholbragði sem aldrei fyrr.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig talað fyrir því að láta banna bragðbætta vökva í rafrettur. Skiptar skoðanir eru á því hvort leggja eigi blátt bann við rafreykingum, en á síðustu vikum og mánuðum hafa komið upp fjöldamörg mál þar sem fólk finnur fyrir þeim heilsufarsbrestum sem fylgt geta því að notast við rafrettur. Aðrir segja þó að rafrettur séu skaðminni en reykingar og hjálpi þannig þeim sem leitast við að hætta að reykja.Frá fundinum þar sem Cuomo tilkynnti fyrirætlanir sínar.Vísir/AP Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02 Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. 12. september 2019 14:57 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis í Bandaríkjunum, vill láta banna sölu á svo gott sem öllum bragðbættum rafrettuvökvum í ríkinu. Stutt er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að ríkisstjórn hans hygðist setja á slíkt bann um öll Bandaríkin. Cuomo tilkynnti í dag að yfirmaður heilbrigðismála í New York-ríki myndi í þessari viku mæla með því við lýðheilsustofnun ríkisins að banninu yrði komið á. Þegar Cuomo tilkynnti hann þetta gagnrýndi hann rafrettuiðnaðinn í leiðinni fyrir þær bragðtegundir vökva sem nú eru í boði. Talaði hann þar sérstaklega um kandíflossbragð og tyggjókúlubragð, sem hann segir að séu augljóslega markaðsett með það fyrir augum að ná til ungmenna og ánetja þau nikótíni. Samkvæmt tölum frá lýðheilsustofnun ríkisins hefur rafrettunotkun framhaldsskólanema farið úr 10,5 prósentum upp í 27,4 prósent frá árinu 2018, og telja stjórnvöld að þar spili hinar ýmsu bragðtegundir níkótínvökvanna sem settir eru í rafretturnar stórt hlutverk. Fyrirhugað bann myndi ekki ná til rafrettuvökva með tóbaks- eða mentholbragði, en Cuomo sagði að það væri sífellt til skoðunar hjá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hvort ástæða væri til að banna rafrettur með öllu. Cuomo hefur mætt þó nokkurri gagnrýni fyrir þá ákvörðun að halda menthol- og tóbaksbragði utan við fyrirhugað bann. Harold Wimmer, forseti bandarísku lungnasamtakanna (e. American Lung Association), er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Demókratann. „[Hann] hafði tækifæri til þess að ráðast í afgerandi aðgerðir, en ákveður þess í stað að halda mentholrafrettum á markaðnum. Þó að yfirlýsing dagsins hafi verið sett fram í góðri trú, mun þetta valda því að ungmenni þessa lands munu fara að nota vörur með mentholbragði sem aldrei fyrr.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig talað fyrir því að láta banna bragðbætta vökva í rafrettur. Skiptar skoðanir eru á því hvort leggja eigi blátt bann við rafreykingum, en á síðustu vikum og mánuðum hafa komið upp fjöldamörg mál þar sem fólk finnur fyrir þeim heilsufarsbrestum sem fylgt geta því að notast við rafrettur. Aðrir segja þó að rafrettur séu skaðminni en reykingar og hjálpi þannig þeim sem leitast við að hætta að reykja.Frá fundinum þar sem Cuomo tilkynnti fyrirætlanir sínar.Vísir/AP
Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02 Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. 12. september 2019 14:57 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02
Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07
Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. 12. september 2019 14:57
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent