Þurfa að afklæða fólk á göngunum: „Þetta er svo mikil vanvirðing“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. september 2019 18:45 Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann. Hjúkrunarfræðingurinn Elín Tryggvadóttir skrifaði í gær pistil um ástandið á bráðamóttökunni á föstudag. Í heildina voru því 77 manns á bráðamóttökunni sem er með rúm fyrir 36. Þetta sé nýtt met. „Við fáum yfir hundrað mannst hérna á sólarhring. Þetta fúnkerar ekki,“ segir Elín. Þegar Elín kannaði stöðuna áður en hún mætti á kvöldvakt á föstudag leið henni ekki vel. „Mig langaði bara til að hringja mig inn veika,“ segir Elín. Allt starfsfólk bráðamóttökunnar sé langþreytt á ástandinu. Rúm og bekkir séu lagðir þar sem þeir eigi ekki að vera. „Brunavörnum er ábótavant og það yrði stórhættulegt ef það myndi kvikna í. Það er súrefni hérna í öllum veggjum og þetta yrði ein eldsprengja. Þá fara sýkingavarnir algjörlega út um gluggann,“ segir Elín. Þá sé verið að brjóta á friðhelgi einkalífs sjúklinganna. „Við erum að ræða við fólk um heilsufar þeirra á göngunum. Spurja fólk um líkamsstarfsemi á göngunum og fletta fólk hérna úr fötunum til að taka hjartalínurit og það er gert hérna á ganginum. Þetta er svo mikil vanvirðing en við getum ekki gert þetta öðruvísi,“ segir Elín. Elín sem hefur starfað á spítalanum í 20 ár segir að ástandið hafi aldrei verið verra. Hún sér fram á að það versni enda fáist ekki hjúkrunarfræðingar til að starfa á spítalnum. Ráðamenn verði að vakna. „Ég var einu sinni búin að bjóða Bjarna Benediktssyni að koma til okkar og hann svaraði ekki en boðið stendur ennþá Bjarni, þú mátt koma og kíkja til okkar,“ segir Elín. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann. Hjúkrunarfræðingurinn Elín Tryggvadóttir skrifaði í gær pistil um ástandið á bráðamóttökunni á föstudag. Í heildina voru því 77 manns á bráðamóttökunni sem er með rúm fyrir 36. Þetta sé nýtt met. „Við fáum yfir hundrað mannst hérna á sólarhring. Þetta fúnkerar ekki,“ segir Elín. Þegar Elín kannaði stöðuna áður en hún mætti á kvöldvakt á föstudag leið henni ekki vel. „Mig langaði bara til að hringja mig inn veika,“ segir Elín. Allt starfsfólk bráðamóttökunnar sé langþreytt á ástandinu. Rúm og bekkir séu lagðir þar sem þeir eigi ekki að vera. „Brunavörnum er ábótavant og það yrði stórhættulegt ef það myndi kvikna í. Það er súrefni hérna í öllum veggjum og þetta yrði ein eldsprengja. Þá fara sýkingavarnir algjörlega út um gluggann,“ segir Elín. Þá sé verið að brjóta á friðhelgi einkalífs sjúklinganna. „Við erum að ræða við fólk um heilsufar þeirra á göngunum. Spurja fólk um líkamsstarfsemi á göngunum og fletta fólk hérna úr fötunum til að taka hjartalínurit og það er gert hérna á ganginum. Þetta er svo mikil vanvirðing en við getum ekki gert þetta öðruvísi,“ segir Elín. Elín sem hefur starfað á spítalanum í 20 ár segir að ástandið hafi aldrei verið verra. Hún sér fram á að það versni enda fáist ekki hjúkrunarfræðingar til að starfa á spítalnum. Ráðamenn verði að vakna. „Ég var einu sinni búin að bjóða Bjarna Benediktssyni að koma til okkar og hann svaraði ekki en boðið stendur ennþá Bjarni, þú mátt koma og kíkja til okkar,“ segir Elín.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira