Enn einn þingmaður genginn til liðs við Frjálslynda demókrata Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. september 2019 21:39 Sam Gyimah er orðinn þingmaður Frjálslyndra Demókrata. Vísir/Getty Sam Gyimah, fyrrum þingmaður breska Íhaldsflokksins, gekk í dag til liðs við Frjálslynda demókrata. Hann er sjötti þingmaðurinn til þess að yfirgefa flokk sinn og ganga til liðs við Frjálslynda demókrata. Líkt og hinir hafði Gyimah vistaskipti vegna stefnu flokks síns í Brexit-málum. Gyimah var í 21 þingmanna hópi sem var rekinn úr þingflokki Íhaldsflokksins þegar þeir greiddu atkvæði með því að þingið tæki sér dagskrárvald fyrr í þessum mánuði, þvert gegn flokkslínu Íhaldsflokksins. Það gerðu þingmennirnir með það fyrir augum að koma í veg fyrir að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið án útgöngusamnings.Í frétt BBC um málið er haft eftir Gyimah að hann hafi verið gerður útlægur úr Íhaldsflokknum. „Þannig er Brexit. Það hefur sundrað fjölskyldum. Landið er klofið. Þetta er risastórt deilumál,“ sagði Gyimah. „Ég hef verið tengdur Íhaldsflokknum í tvo áratugi. Ég hef barist í nafni flokksins. Ég er með óvenjulegan bakgrunn og var ekki hinn dæmigerði nýliði í flokknum. Ég hef eytt löngum tíma í að sannfæra fólk um að taka Íhaldsflokkinn alvarlega. Það er sorglegt að ég skuli nú vera staddur á þessum krossgötum,“ er haft eftir Gyimah. Í desember síðastliðnum lét hinn 43 ára Gyimah af störfum sem ráðherra vísinda- og háskólamála í ríkisstjórn Theresu May, eftir ágreining um hvernig haga skyldi útgöngu Breta úr ESB. Hann var einnig um stutta stund meðal þeirra sem komu til greina til þess að taka við leiðtogaembætti May innan flokksins eftir að hún steig niður fyrr á þessu ári. Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins Barnabarn Winstons Churchill og nokkrir fyrrverandi ráðherrar Íhaldsflokksins verða reknir úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði gegn forsætisráðherranum. 3. september 2019 23:01 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Sam Gyimah, fyrrum þingmaður breska Íhaldsflokksins, gekk í dag til liðs við Frjálslynda demókrata. Hann er sjötti þingmaðurinn til þess að yfirgefa flokk sinn og ganga til liðs við Frjálslynda demókrata. Líkt og hinir hafði Gyimah vistaskipti vegna stefnu flokks síns í Brexit-málum. Gyimah var í 21 þingmanna hópi sem var rekinn úr þingflokki Íhaldsflokksins þegar þeir greiddu atkvæði með því að þingið tæki sér dagskrárvald fyrr í þessum mánuði, þvert gegn flokkslínu Íhaldsflokksins. Það gerðu þingmennirnir með það fyrir augum að koma í veg fyrir að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið án útgöngusamnings.Í frétt BBC um málið er haft eftir Gyimah að hann hafi verið gerður útlægur úr Íhaldsflokknum. „Þannig er Brexit. Það hefur sundrað fjölskyldum. Landið er klofið. Þetta er risastórt deilumál,“ sagði Gyimah. „Ég hef verið tengdur Íhaldsflokknum í tvo áratugi. Ég hef barist í nafni flokksins. Ég er með óvenjulegan bakgrunn og var ekki hinn dæmigerði nýliði í flokknum. Ég hef eytt löngum tíma í að sannfæra fólk um að taka Íhaldsflokkinn alvarlega. Það er sorglegt að ég skuli nú vera staddur á þessum krossgötum,“ er haft eftir Gyimah. Í desember síðastliðnum lét hinn 43 ára Gyimah af störfum sem ráðherra vísinda- og háskólamála í ríkisstjórn Theresu May, eftir ágreining um hvernig haga skyldi útgöngu Breta úr ESB. Hann var einnig um stutta stund meðal þeirra sem komu til greina til þess að taka við leiðtogaembætti May innan flokksins eftir að hún steig niður fyrr á þessu ári.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins Barnabarn Winstons Churchill og nokkrir fyrrverandi ráðherrar Íhaldsflokksins verða reknir úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði gegn forsætisráðherranum. 3. september 2019 23:01 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06
Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53
Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins Barnabarn Winstons Churchill og nokkrir fyrrverandi ráðherrar Íhaldsflokksins verða reknir úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði gegn forsætisráðherranum. 3. september 2019 23:01