Eitt til tvö börn fæðist árlega í fráhvörfum frá fíkniefnum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. september 2019 19:00 Talið er að eitt til tvö börn fæðist árlega á íslandi í fráhvörfum frá fíkniefnum, en hátt í tuttugu konur eru í neyslu hluta úr meðgöngu á hverju ári að sögn sérfræðiljósmóður. Það bráðvanti úrræði fyrir þær sem ekki ná að hætta á meðgöngu til að minnka skaðann fyrir þær og börnin. Þá eru þetta með erfiðari málum sem barnaverndaryfirvöld fást við að sögn forstjóra Barnaverndarstofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um mál ungrar konu sem eignaðist stúlkubarn í vikunni en til stendur að barnavernd taki af henni barnið á næstu dögum. Konan, sem glímir við mikinn fíknivanda, féll á meðgöngu en með aðstoð komst hún á beinu brautina. „Nefndirnar hafa ekki tekið börn af sænginni nema þau hafi talið þau í mjög bráðri hættu og það sé algjörlega útilokað að það sé hægt að tryggja öryggi barnsins á heimili með eftirliti,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Fréttablaðið/Anton BrinkÞegar barnaverndaryfirvöld fái upplýsingar um að þunguð kona sé í neyslu sé reynt að grípa inn í. Afleiðingar á barnið geta verið misjafnar eftir því hvaða vímuefni móðirin notaði. „Allir vímugjafar geta valdið því að börnin fæðist fyrir tímann og eins að þau verði vaxtarskert eða fæðist of létt,“ segir Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðir. Þá hafi flest vímuefni áhrif á taugaþroska barna. Valgerður segir að árlega séu um fimmtíu óléttar konur sem leiti til eða sé vísað til kvennadeildar Landspítalans vegna fíknivanda. Langflestum takist, með aðstoð, að hætta stuttu eftir að þær uppgötva þungun. Sérstakt fíkni- og geðteymi á kvennadeildinni komi þeim í meðferð. Þá séu á bilinu tíu til tuttugu konur á hverju ári sem ekki tekst að hætta alveg strax og noti vímuefni í einhvern tíma á meðgöngu. Ein til fjórar konur noti vímuefni alla meðgönguna. „Þær ráða ekki við að hætta. Ég hef enga konu hitt sem vill ekki hætta.“ Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðirHún segir að það bráðvanti úrræði fyrir þann hóp. „Eitthvað athvarf sem væri hægt að bjóða þeim að koma í til að halda utan um þær og minnka þá skaðann bæði fyrir þær sjálfar og barnið,“ segir Valgerður en þegar meðferðarúrræðum sleppur tekur ekkert við. Þá þurfi þær meira utanumhald en á áfangaheimilum. Börn þessara kvenna geta fæðst í fráhvörfum en það fer eftir því hvaða vímuefni móðirin notaði. Valgerður áætlar að árlega fæðist eitt til tvö börn í fráhvörfum. Heiða segir að mál af þessum toga séu með þeim erfiðari sem barnaverndaryfirvöld fáist við. „Gríðarlega sorglegt að sjá þessi börn í því ástandi sem þau eru og veita þeim hjálparhönd og það er náttúrulega frumskylda barnaverndaryfirvalda að tryggja það að þessi börn haldi lífi og að þau dafni sem best,“ segir Heiða Björg. Barnavernd Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Talið er að eitt til tvö börn fæðist árlega á íslandi í fráhvörfum frá fíkniefnum, en hátt í tuttugu konur eru í neyslu hluta úr meðgöngu á hverju ári að sögn sérfræðiljósmóður. Það bráðvanti úrræði fyrir þær sem ekki ná að hætta á meðgöngu til að minnka skaðann fyrir þær og börnin. Þá eru þetta með erfiðari málum sem barnaverndaryfirvöld fást við að sögn forstjóra Barnaverndarstofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um mál ungrar konu sem eignaðist stúlkubarn í vikunni en til stendur að barnavernd taki af henni barnið á næstu dögum. Konan, sem glímir við mikinn fíknivanda, féll á meðgöngu en með aðstoð komst hún á beinu brautina. „Nefndirnar hafa ekki tekið börn af sænginni nema þau hafi talið þau í mjög bráðri hættu og það sé algjörlega útilokað að það sé hægt að tryggja öryggi barnsins á heimili með eftirliti,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Fréttablaðið/Anton BrinkÞegar barnaverndaryfirvöld fái upplýsingar um að þunguð kona sé í neyslu sé reynt að grípa inn í. Afleiðingar á barnið geta verið misjafnar eftir því hvaða vímuefni móðirin notaði. „Allir vímugjafar geta valdið því að börnin fæðist fyrir tímann og eins að þau verði vaxtarskert eða fæðist of létt,“ segir Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðir. Þá hafi flest vímuefni áhrif á taugaþroska barna. Valgerður segir að árlega séu um fimmtíu óléttar konur sem leiti til eða sé vísað til kvennadeildar Landspítalans vegna fíknivanda. Langflestum takist, með aðstoð, að hætta stuttu eftir að þær uppgötva þungun. Sérstakt fíkni- og geðteymi á kvennadeildinni komi þeim í meðferð. Þá séu á bilinu tíu til tuttugu konur á hverju ári sem ekki tekst að hætta alveg strax og noti vímuefni í einhvern tíma á meðgöngu. Ein til fjórar konur noti vímuefni alla meðgönguna. „Þær ráða ekki við að hætta. Ég hef enga konu hitt sem vill ekki hætta.“ Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðirHún segir að það bráðvanti úrræði fyrir þann hóp. „Eitthvað athvarf sem væri hægt að bjóða þeim að koma í til að halda utan um þær og minnka þá skaðann bæði fyrir þær sjálfar og barnið,“ segir Valgerður en þegar meðferðarúrræðum sleppur tekur ekkert við. Þá þurfi þær meira utanumhald en á áfangaheimilum. Börn þessara kvenna geta fæðst í fráhvörfum en það fer eftir því hvaða vímuefni móðirin notaði. Valgerður áætlar að árlega fæðist eitt til tvö börn í fráhvörfum. Heiða segir að mál af þessum toga séu með þeim erfiðari sem barnaverndaryfirvöld fáist við. „Gríðarlega sorglegt að sjá þessi börn í því ástandi sem þau eru og veita þeim hjálparhönd og það er náttúrulega frumskylda barnaverndaryfirvalda að tryggja það að þessi börn haldi lífi og að þau dafni sem best,“ segir Heiða Björg.
Barnavernd Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira