Innlent

Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, lagði fram tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar.

Eins og fram hefur komið urðu mistök við fjárfestingaáætlun og hærri framkvæmdakostnaður til þess að Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, lagði til að 1,4 milljarðar króna yrði bætt við fjárhagsáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára. Til stendur að fá óháðan aðila til að framkvæmda úttekt á starfsemi Sorpu og leggja fram tillögur í framhaldinu.

Ákvörðunin er nú á borði borgar- og bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu en Sorpa er í eigu Reykjavíkurborgar og bæjaanna á höfuðborgarsvæðinu.

Lögð var fram svohljóðandi bókun borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og vinstri grænna á fundi borgarráðs í gær:

„Um er að ræða ábyrgð eigenda SORPU vegna lántöku í ljósi breytinga á fjárfestingaráætlun samlagsins. Lánið er tekið til að fjármagna viðbótarkostnað við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi ásamt nauðsynlegum tækjabúnaði. Þá skal því haldið til haga að málið er borði stjórnar SORPU enda hefur hún tekið málið föstum tökum og falið formanni og varaformanni stjórnar að fá óháðan aðila til að framkvæma úttekt á starfsemi félagsins og leggja tillögur fram á næsta stjórnarfundi SORPU.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×