Norðurlöndin bjóða aðstoð við að snúa við skógareyðingu Amazon Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2019 20:00 Norðurlöndin ætla að bjóða fram aðstoð sína til að vinna gegn eyðingu regnskóganna á Amazonsvæðinu. Átta utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna segja að losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafi náð nýjum hæðum. Ráðherrarnir funduðu í Borgarnesi í dag. Tveggja daga fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem hófst í Reykjavík í gær lauk með fréttamannafundi á hótel Hamri í Borgarfirði um hádegi í dag Öryggis- og varnarmál skipa æ stærri sess í viðræðum ráðherra Norðurlandanna þegar þeir hittast og nú undanfarin ár einnig loftlagsmálin. Hvernig Norðurlöndin geta sameinað stefnu sína og aðgerðir í þeim málaflokki. Meðal þátttakenda á fundinum var Ann Linde sem tók formlega við utanríkisráðherraembættinu í Svíþjóð í gær. Hún segi ríkin átta hafa valið mismunandi leiðir í öryggis- og varnarmálum en ræði þessi mál og séu um margt samstíga, meðal annars í stefnumótun fyrir loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York síðar í mánuðinum. „Það er auðvitað þannig að þegar Rússland innlimaði Krímskagann og átti í deilum við Úkraínu ákvað ESB að setja á harðar refsiaðgerðir og Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin standa saman á bak við þær og munu halda því áfram,“ segir Lynde. En það er í umhverfismálum sem ríkin átta eru algerlega samstíga og gáfu ráðherrarnir frá sér sameiginlega yfirlýsingu að loknum fundi þeirra í Borgarnesi þar sem segir meðal annars að áhrifa loftslagsbreytinganna gæti nú þegar með síaukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin muni þrýsta á metnaðarfullar aðgerðir þar sem öllum mögulegum ráðum verði beitt til að snúa þróuninni við. Til að ná árangri verði einnig að vernda náttúruna og ríkin bjóði fram aðstoð sína til að snúa við eyðingu regnskóganna í Amazon í samráði við ríkin á svæðinu. „Svo við getum komist hjá loftslagshamförunum og það er eitthvað sem danska ríkisstjórnin vinnur mjög ákveðið að. Við gleðjumst yfir þeim stuðningi sem málið fær á þessum fundi hér á Íslandi,“ segir Jeppe Kofod, nýskipaður utanríkisráðherra Danmerkur í minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins. Marika Linntam aðstoðar utanríkisráðherra Eistlands sem fer með málefni Evrópu segir samstarfið við Norðurlöndin mjög mikilvægt fyrir öll Eystrasaltsríkin. „Fyrir okkur er samstarfið við Norðurlönd mjög mikilvægt. Þetta eru lönd sem hafa sömu hagsmuni og sömu heimssýn,“ segir Linntam Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir mikilvægi öryggis- og varnarmála hafa aukist á þessum vettvangi á þeim tíma sem hann hafi gengt embættinu. Þá sé auðvelt fyrir ríkin að sameinast í loftlagsmálunum. „Í þessu felst styrkur. Það er líka oft litið til okkar annars staðar frá og það skiptir máli hvað við leggjum áherslu á og hvað við segjum. Það að við gefum yfirlýsingu um að við viljum áfram vera í fremstu röð í loftlagsmálum og leggjum áherslu á það á alþjóðavettvangi skiptir máli,“ segir Guðlaugur Þór. Brasilía Umhverfismál Utanríkismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Sjá meira
Norðurlöndin ætla að bjóða fram aðstoð sína til að vinna gegn eyðingu regnskóganna á Amazonsvæðinu. Átta utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna segja að losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafi náð nýjum hæðum. Ráðherrarnir funduðu í Borgarnesi í dag. Tveggja daga fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem hófst í Reykjavík í gær lauk með fréttamannafundi á hótel Hamri í Borgarfirði um hádegi í dag Öryggis- og varnarmál skipa æ stærri sess í viðræðum ráðherra Norðurlandanna þegar þeir hittast og nú undanfarin ár einnig loftlagsmálin. Hvernig Norðurlöndin geta sameinað stefnu sína og aðgerðir í þeim málaflokki. Meðal þátttakenda á fundinum var Ann Linde sem tók formlega við utanríkisráðherraembættinu í Svíþjóð í gær. Hún segi ríkin átta hafa valið mismunandi leiðir í öryggis- og varnarmálum en ræði þessi mál og séu um margt samstíga, meðal annars í stefnumótun fyrir loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York síðar í mánuðinum. „Það er auðvitað þannig að þegar Rússland innlimaði Krímskagann og átti í deilum við Úkraínu ákvað ESB að setja á harðar refsiaðgerðir og Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin standa saman á bak við þær og munu halda því áfram,“ segir Lynde. En það er í umhverfismálum sem ríkin átta eru algerlega samstíga og gáfu ráðherrarnir frá sér sameiginlega yfirlýsingu að loknum fundi þeirra í Borgarnesi þar sem segir meðal annars að áhrifa loftslagsbreytinganna gæti nú þegar með síaukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin muni þrýsta á metnaðarfullar aðgerðir þar sem öllum mögulegum ráðum verði beitt til að snúa þróuninni við. Til að ná árangri verði einnig að vernda náttúruna og ríkin bjóði fram aðstoð sína til að snúa við eyðingu regnskóganna í Amazon í samráði við ríkin á svæðinu. „Svo við getum komist hjá loftslagshamförunum og það er eitthvað sem danska ríkisstjórnin vinnur mjög ákveðið að. Við gleðjumst yfir þeim stuðningi sem málið fær á þessum fundi hér á Íslandi,“ segir Jeppe Kofod, nýskipaður utanríkisráðherra Danmerkur í minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins. Marika Linntam aðstoðar utanríkisráðherra Eistlands sem fer með málefni Evrópu segir samstarfið við Norðurlöndin mjög mikilvægt fyrir öll Eystrasaltsríkin. „Fyrir okkur er samstarfið við Norðurlönd mjög mikilvægt. Þetta eru lönd sem hafa sömu hagsmuni og sömu heimssýn,“ segir Linntam Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir mikilvægi öryggis- og varnarmála hafa aukist á þessum vettvangi á þeim tíma sem hann hafi gengt embættinu. Þá sé auðvelt fyrir ríkin að sameinast í loftlagsmálunum. „Í þessu felst styrkur. Það er líka oft litið til okkar annars staðar frá og það skiptir máli hvað við leggjum áherslu á og hvað við segjum. Það að við gefum yfirlýsingu um að við viljum áfram vera í fremstu röð í loftlagsmálum og leggjum áherslu á það á alþjóðavettvangi skiptir máli,“ segir Guðlaugur Þór.
Brasilía Umhverfismál Utanríkismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Sjá meira