Tilgangurinn helgar ekki meðalið Kristín Völundardóttir skrifar 12. september 2019 14:49 Í þessari viku hafa samtökin Réttur barna á flótta birt myndbönd til stuðnings fjáröflunarátaki fyrir börn á flótta. Þar virðist tilgangurinn vera að slá upp spaugilegri mynd af störfum starfsfólks Útlendingastofnunar í þágu átaksins og til að koma á framfæri gagnrýni á meðferð mála þessa viðkvæma hóps. Það er gott og vel en ekki er hægt að láta hjá líða að gera athugasemdir við nálgun átaksins. Í myndböndum samtakanna er vegið gróflega að æru og heiðarleika starfsfólks Útlendingastofnunar og því gefið að sök að fylgja annarlegum sjónarmiðum í sínum störfum og að virða ekki þau lög og reglur sem þeim ber að fara eftir. Það er eitt að hafa skoðun á því hvernig lög og reglur eru hér á landi og eftir atvikum hvort framkvæmd þeirra tryggi þau markmið sem sett eru fram í löggjöf. En að níða skóinn af því starfsfólki sem vinnur við þennan krefjandi málaflokk á hverjum degi er vægast sagt smekklaust og ófyrirleitið. Með því að beina spjótum sínum að starfsfólki, jafnvel undir því yfirskini að um grín sé að ræða, er reynt að hafa áhrif á vinnubrögð starfsfólksins sem og þá ímynd sem almenningur hefur af þeim einstaklingum sem vinna við þennan málaflokk, í þeim tilgangi væntanlega að þeir skammist sín fyrir að fara eftir sinni bestu sannfæringu í störfum sínum við framkvæmd laga og reglna. Málefnalegri nálgun væri að beina gagnrýninni að þeim sem fara með stjórn þessa málaflokks og handhöfum löggjafarvaldsins og gera það með áreiðanlegum upplýsingum og hófstilltri orðræðu.Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í þessari viku hafa samtökin Réttur barna á flótta birt myndbönd til stuðnings fjáröflunarátaki fyrir börn á flótta. Þar virðist tilgangurinn vera að slá upp spaugilegri mynd af störfum starfsfólks Útlendingastofnunar í þágu átaksins og til að koma á framfæri gagnrýni á meðferð mála þessa viðkvæma hóps. Það er gott og vel en ekki er hægt að láta hjá líða að gera athugasemdir við nálgun átaksins. Í myndböndum samtakanna er vegið gróflega að æru og heiðarleika starfsfólks Útlendingastofnunar og því gefið að sök að fylgja annarlegum sjónarmiðum í sínum störfum og að virða ekki þau lög og reglur sem þeim ber að fara eftir. Það er eitt að hafa skoðun á því hvernig lög og reglur eru hér á landi og eftir atvikum hvort framkvæmd þeirra tryggi þau markmið sem sett eru fram í löggjöf. En að níða skóinn af því starfsfólki sem vinnur við þennan krefjandi málaflokk á hverjum degi er vægast sagt smekklaust og ófyrirleitið. Með því að beina spjótum sínum að starfsfólki, jafnvel undir því yfirskini að um grín sé að ræða, er reynt að hafa áhrif á vinnubrögð starfsfólksins sem og þá ímynd sem almenningur hefur af þeim einstaklingum sem vinna við þennan málaflokk, í þeim tilgangi væntanlega að þeir skammist sín fyrir að fara eftir sinni bestu sannfæringu í störfum sínum við framkvæmd laga og reglna. Málefnalegri nálgun væri að beina gagnrýninni að þeim sem fara með stjórn þessa málaflokks og handhöfum löggjafarvaldsins og gera það með áreiðanlegum upplýsingum og hófstilltri orðræðu.Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun