Johnson neitar því að hafa logið að drottningunni Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2019 12:38 Deilt er um hvað Johnson gekk til þegar hann frestaði þingfundum í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu úr ESB. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafnar því að hann hafi logið að Elísabetu drottningu þegar hann lagði til við hana að fresta þingfundum í fimm vikur. Dómstóll á Skotlandi úrskurðaði að sú ákvörðun hefði verið ólögmæt og að Johnson hefði í reynt blekkt drottninguna. Ákvörðun Johnson um að fresta þingi í rúman mánuði í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október hefur verið hitamál í breskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur. Johnson hefur verið sakaður um „valdarán“. Honum gangi það til að koma í veg fyrir að þingið geti komið í veg fyrir að hann dragi Breta úr ESB án útgöngusamnings. Undir það tók dómstóllinn á Skotlandi að hluta til í gær. Töldu þrír dómarar að fyrir Johnson hafi vakað að „múlbinda“ þingið á ólögmætan hátt. Hann hefði þannig í reynd blekkt drottninguna þegar hann gerði tillögu við hana að fresta þingi. Formlega séð er það drottnigin sem hefur vald til að fresta þingi en það gerir hún samkvæmt venju að ráði forsætisráðherra. Johnson vísaði til þess að það væri alvanalegt að ný ríkisstjórn frestaði þingi þegar hún tæki við og hún fengi tækifæri til að lýsa stefnu sinni við upphaf nýs þings. „Alls ekki,“ svaraði Johnson þegar hann var spurður að því hvort hann hefði logið að drottningunni um ástæður þess að fresta ætti þingi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hæstiréttur muni hafa lokaorðið um hvort ákvörðunin um frestun þingfunda hafi verið lögleg. Breskir stjórnmálamenn deila nú um skýrslu um neyðarráðstafanir stjórnvalda vegna Brexit sem birt var í gær. Í henni kemur fram að hætta sé á matvæla- og eldsneytisskorti gangi Bretland úr Evrópusambandinu án samnings í lok október. Johnson fullyrðir að Bretland verði tilbúið fyrir útgönguna án samnings ef þörf krefur. Skýrslan lýsi aðeins skynsamlegum undirbúningi og viðbúnaði við verstu mögulegu sviðsmynd. Bretland Brexit Tengdar fréttir Svört skýrsla um áhrif Brexit án samnings ekki lengur leyndarmál Fari svo að Bretar gangi út Evrópusambandinu án samnings eins og stefnir í þann 31. október næstkomandi gæti matarverð hækkað, eldsneyti orðið dýrara og skortur á lyfjum gæti orðið viðvarandi um tíma. 12. september 2019 07:02 Áfangasigri gegn Johnson fagnað Breska stjórnarandstaðan fagnar ákaflega niðurstöðu æðsta dómstóls Skotlands. Dómari úrskurðaði ákvörðun ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum ólöglega í dag. 11. september 2019 19:00 Skoskur dómstóll telur frestun þingfunda ólöglega Úrskurðurinn hefur ekki áhrif á frestunina strax. Hæstiréttur tekur málið fyrir í næstu viku. 11. september 2019 10:18 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafnar því að hann hafi logið að Elísabetu drottningu þegar hann lagði til við hana að fresta þingfundum í fimm vikur. Dómstóll á Skotlandi úrskurðaði að sú ákvörðun hefði verið ólögmæt og að Johnson hefði í reynt blekkt drottninguna. Ákvörðun Johnson um að fresta þingi í rúman mánuði í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október hefur verið hitamál í breskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur. Johnson hefur verið sakaður um „valdarán“. Honum gangi það til að koma í veg fyrir að þingið geti komið í veg fyrir að hann dragi Breta úr ESB án útgöngusamnings. Undir það tók dómstóllinn á Skotlandi að hluta til í gær. Töldu þrír dómarar að fyrir Johnson hafi vakað að „múlbinda“ þingið á ólögmætan hátt. Hann hefði þannig í reynd blekkt drottninguna þegar hann gerði tillögu við hana að fresta þingi. Formlega séð er það drottnigin sem hefur vald til að fresta þingi en það gerir hún samkvæmt venju að ráði forsætisráðherra. Johnson vísaði til þess að það væri alvanalegt að ný ríkisstjórn frestaði þingi þegar hún tæki við og hún fengi tækifæri til að lýsa stefnu sinni við upphaf nýs þings. „Alls ekki,“ svaraði Johnson þegar hann var spurður að því hvort hann hefði logið að drottningunni um ástæður þess að fresta ætti þingi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hæstiréttur muni hafa lokaorðið um hvort ákvörðunin um frestun þingfunda hafi verið lögleg. Breskir stjórnmálamenn deila nú um skýrslu um neyðarráðstafanir stjórnvalda vegna Brexit sem birt var í gær. Í henni kemur fram að hætta sé á matvæla- og eldsneytisskorti gangi Bretland úr Evrópusambandinu án samnings í lok október. Johnson fullyrðir að Bretland verði tilbúið fyrir útgönguna án samnings ef þörf krefur. Skýrslan lýsi aðeins skynsamlegum undirbúningi og viðbúnaði við verstu mögulegu sviðsmynd.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Svört skýrsla um áhrif Brexit án samnings ekki lengur leyndarmál Fari svo að Bretar gangi út Evrópusambandinu án samnings eins og stefnir í þann 31. október næstkomandi gæti matarverð hækkað, eldsneyti orðið dýrara og skortur á lyfjum gæti orðið viðvarandi um tíma. 12. september 2019 07:02 Áfangasigri gegn Johnson fagnað Breska stjórnarandstaðan fagnar ákaflega niðurstöðu æðsta dómstóls Skotlands. Dómari úrskurðaði ákvörðun ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum ólöglega í dag. 11. september 2019 19:00 Skoskur dómstóll telur frestun þingfunda ólöglega Úrskurðurinn hefur ekki áhrif á frestunina strax. Hæstiréttur tekur málið fyrir í næstu viku. 11. september 2019 10:18 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Svört skýrsla um áhrif Brexit án samnings ekki lengur leyndarmál Fari svo að Bretar gangi út Evrópusambandinu án samnings eins og stefnir í þann 31. október næstkomandi gæti matarverð hækkað, eldsneyti orðið dýrara og skortur á lyfjum gæti orðið viðvarandi um tíma. 12. september 2019 07:02
Áfangasigri gegn Johnson fagnað Breska stjórnarandstaðan fagnar ákaflega niðurstöðu æðsta dómstóls Skotlands. Dómari úrskurðaði ákvörðun ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum ólöglega í dag. 11. september 2019 19:00
Skoskur dómstóll telur frestun þingfunda ólöglega Úrskurðurinn hefur ekki áhrif á frestunina strax. Hæstiréttur tekur málið fyrir í næstu viku. 11. september 2019 10:18