Rósa og Brynjar hafa ekkert til að tala um Aðalheiður Ámundadóttir og Björn Þorfinsson skrifar 12. september 2019 06:15 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, mun sitja við hliðina á Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Hann var þó ekki mættur til að hlýða á stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi. Fréttablaðið/Valli Dregið var um sætaskipan á Alþingi þegar þing kom saman á þriðjudag, með venjubundinni aðferð sem sumir kenna við Harry Potter og flokkunarhatt Hogwartskóla. Ekki eru öll sætin jafn góð og þingmenn misánægðir með sessunauta. „Við Willum Þór getum rætt knattspyrnu enda einhverjir gáfuðustu menn um knattspyrnu um allt Ísland, að eigin mati,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um nýjan sessunaut sinn á hægri hönd, Willum Þór Þórsson. „En ég er ekki viss um að samtöl okkar Rósu verði með sama hætti,“ bætir Brynjar við og vísar til nýs sessunautar síns á vinstri hönd, Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Brynjar segir þau Rósu ekki eiga neitt sameiginlegt eða mjög lítið svo vitað sé. „Ég tel að það séu ekki nokkrar líkur á því að við munum eiga samræður um annað en pólitík og þá til að deila,“ Rósa Björk tekur í sama streng. „Ég býst ekki við að tala mikið við Brynjar í vetur enda hef ég ansi lítið til að tala um við hann,“ segir Rósa um sessunaut sinn og félaga í stjórnarsamstarfinu. „Ég hlakka bara til sambýlisins við Ingu Sæland. Ég er viss um að það verður skemmtilegt. Þó við séum í grundvallaratriðum ósammála í mörgum málum þá kemur okkur ágætlega saman,“ segir Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, um formann Flokks fólksins sem situr honum á hægri hönd. Að hans sögn eru samskipti milli þingmanna yfirleitt mjög góð en vissulega komi erfiðir dagar. „Þegar verið er að ræða erfið mál inni í þingsal og upp úr sýður þá geta samskiptin stundum orðið allt að því fjandsamleg milli einstakra þingmanna og þingflokka. Mín reynsla er þó sú að slík tímabil gangi fljótt yfir og allt fellur síðan í ljúfa löð,“ segir Birgir. Hann játar enn fremur að töluverð spenna sé meðal þingmanna áður en sætaskipan er kynnt á hverju hausti. Spennan snýst þó ekki um sessunauta heldur miklu frekar staðsetningu. „Þingsalurinn er hannaður þannig að sum sæti eru verri en önnur. Sætin í miðju þingsalarins eru óvinsælust því þá þarftu sífellt að troðast fram hjá öðrum þingmönnum til þess að komast að þínu sæti,“ segir Birgir. Sjálfur er Birgir afar farsæll í sætahappdrættinu sem skýrist af „smá svindli“. „Þingflokksformönnum er úthlutað sætum með góðu aðgengi því þeir þurfa að vera mjög hreyfanlegir til þess að koma fram margs konar athugasemdum við þingstörfin. Það er því dregið úr þessum góðu sætum í sérstöku happdrætti milli þingflokksformanna,“ segir Birgir. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sjá meira
Dregið var um sætaskipan á Alþingi þegar þing kom saman á þriðjudag, með venjubundinni aðferð sem sumir kenna við Harry Potter og flokkunarhatt Hogwartskóla. Ekki eru öll sætin jafn góð og þingmenn misánægðir með sessunauta. „Við Willum Þór getum rætt knattspyrnu enda einhverjir gáfuðustu menn um knattspyrnu um allt Ísland, að eigin mati,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um nýjan sessunaut sinn á hægri hönd, Willum Þór Þórsson. „En ég er ekki viss um að samtöl okkar Rósu verði með sama hætti,“ bætir Brynjar við og vísar til nýs sessunautar síns á vinstri hönd, Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Brynjar segir þau Rósu ekki eiga neitt sameiginlegt eða mjög lítið svo vitað sé. „Ég tel að það séu ekki nokkrar líkur á því að við munum eiga samræður um annað en pólitík og þá til að deila,“ Rósa Björk tekur í sama streng. „Ég býst ekki við að tala mikið við Brynjar í vetur enda hef ég ansi lítið til að tala um við hann,“ segir Rósa um sessunaut sinn og félaga í stjórnarsamstarfinu. „Ég hlakka bara til sambýlisins við Ingu Sæland. Ég er viss um að það verður skemmtilegt. Þó við séum í grundvallaratriðum ósammála í mörgum málum þá kemur okkur ágætlega saman,“ segir Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, um formann Flokks fólksins sem situr honum á hægri hönd. Að hans sögn eru samskipti milli þingmanna yfirleitt mjög góð en vissulega komi erfiðir dagar. „Þegar verið er að ræða erfið mál inni í þingsal og upp úr sýður þá geta samskiptin stundum orðið allt að því fjandsamleg milli einstakra þingmanna og þingflokka. Mín reynsla er þó sú að slík tímabil gangi fljótt yfir og allt fellur síðan í ljúfa löð,“ segir Birgir. Hann játar enn fremur að töluverð spenna sé meðal þingmanna áður en sætaskipan er kynnt á hverju hausti. Spennan snýst þó ekki um sessunauta heldur miklu frekar staðsetningu. „Þingsalurinn er hannaður þannig að sum sæti eru verri en önnur. Sætin í miðju þingsalarins eru óvinsælust því þá þarftu sífellt að troðast fram hjá öðrum þingmönnum til þess að komast að þínu sæti,“ segir Birgir. Sjálfur er Birgir afar farsæll í sætahappdrættinu sem skýrist af „smá svindli“. „Þingflokksformönnum er úthlutað sætum með góðu aðgengi því þeir þurfa að vera mjög hreyfanlegir til þess að koma fram margs konar athugasemdum við þingstörfin. Það er því dregið úr þessum góðu sætum í sérstöku happdrætti milli þingflokksformanna,“ segir Birgir.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sjá meira