Gefðu framtíðinni forskot Ketill Berg Magnússon skrifar 12. september 2019 07:00 Við forðumst gjarnan að hugsa og ræða um dauðann. Hann er okkur oftast fjarlægur, alveg þangað til hann bankar upp á. Enn fjarlægari er umræða um ráðstöfun eigna að lífshlaupi loknu. Það gæti hins vegar verið gott að taka umræðuna, ákveða hvernig hlutirnir eiga að vera og hver vilji okkar er þegar tilvist okkar hér á jörðu lýkur. Erfðagjafir eru vinsæll valkostur víða um heim þó þær séu lítið þekktar á Íslandi. Erfðagjafir felast í að ánafna hluta af eigum sínum eftir sinn dag til málefnis sem viðkomandi er annt um. Þrátt fyrir að þessi valkostur sé ekki öllum ljós hér á landi berast góðgerðarfélögum árlega fyrirspurnir um hvort hægt sé að ánafna hluta af eignum sínum eftir sinn dag til félaga sem viðkomandi er annt um. Sjö góðgerðafélög hafa því tekið höndum saman til að vekja athygli á erfðagjöfum. Vefsíðan erfðagjafir.is hefur meðal annars verið opnuð auk þess að haldið verður málþing á föstudag kl. 11.30 í IÐNÓ, á alþjóðlegum degi erfðagjafa, sem er öllum opið. Hver og einn getur ánafnað a.m.k. 1/3 af eignum sínum til annars en skylduerfingja (maki og börn) og þeir sem ekki eiga skylduerfingja geta ánafnað öllum sínum eignum til annarra en lögerfingja sinna. Þá gerir nýleg lagabreyting það að verkum að erfðagjafir til góðgerðarfélaga eru undanþegnar erfðafjárskatti. Til þess að gefa erfðagjöf er nauðsynlegt að gera erfðaskrá og er mælt með að ráðfæra sig við lögfræðing við gerð erfðaskrár til að gengið sé úr skugga um að hún sé gild samkvæmt lögum. Mikill meirihluti Íslendinga styður við góð málefni á lífsleiðinni og margir þekkja starf góðgerðarfélaga af eigin reynslu. Erfðagjafir geta skipt sköpum fyrir góðgerðarfélög á Íslandi og þær erfðagjafir sem hafa verið gefnar hafa nýst á fjölbreyttan og mikilvægan hátt. Að skilja eftir gjöf í erfðaskrá er falleg leið til að styðja málefni sem þér er kært og hafa áhrif til framtíðar. Félögin sem standa að átakinu eru auk Almannaheilla, Blindrafélagið, Krabbameinsfélagið, Rauði krossinn, SOS Barnaþorp, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ketill Berg Magnússon Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Skoðun Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Við forðumst gjarnan að hugsa og ræða um dauðann. Hann er okkur oftast fjarlægur, alveg þangað til hann bankar upp á. Enn fjarlægari er umræða um ráðstöfun eigna að lífshlaupi loknu. Það gæti hins vegar verið gott að taka umræðuna, ákveða hvernig hlutirnir eiga að vera og hver vilji okkar er þegar tilvist okkar hér á jörðu lýkur. Erfðagjafir eru vinsæll valkostur víða um heim þó þær séu lítið þekktar á Íslandi. Erfðagjafir felast í að ánafna hluta af eigum sínum eftir sinn dag til málefnis sem viðkomandi er annt um. Þrátt fyrir að þessi valkostur sé ekki öllum ljós hér á landi berast góðgerðarfélögum árlega fyrirspurnir um hvort hægt sé að ánafna hluta af eignum sínum eftir sinn dag til félaga sem viðkomandi er annt um. Sjö góðgerðafélög hafa því tekið höndum saman til að vekja athygli á erfðagjöfum. Vefsíðan erfðagjafir.is hefur meðal annars verið opnuð auk þess að haldið verður málþing á föstudag kl. 11.30 í IÐNÓ, á alþjóðlegum degi erfðagjafa, sem er öllum opið. Hver og einn getur ánafnað a.m.k. 1/3 af eignum sínum til annars en skylduerfingja (maki og börn) og þeir sem ekki eiga skylduerfingja geta ánafnað öllum sínum eignum til annarra en lögerfingja sinna. Þá gerir nýleg lagabreyting það að verkum að erfðagjafir til góðgerðarfélaga eru undanþegnar erfðafjárskatti. Til þess að gefa erfðagjöf er nauðsynlegt að gera erfðaskrá og er mælt með að ráðfæra sig við lögfræðing við gerð erfðaskrár til að gengið sé úr skugga um að hún sé gild samkvæmt lögum. Mikill meirihluti Íslendinga styður við góð málefni á lífsleiðinni og margir þekkja starf góðgerðarfélaga af eigin reynslu. Erfðagjafir geta skipt sköpum fyrir góðgerðarfélög á Íslandi og þær erfðagjafir sem hafa verið gefnar hafa nýst á fjölbreyttan og mikilvægan hátt. Að skilja eftir gjöf í erfðaskrá er falleg leið til að styðja málefni sem þér er kært og hafa áhrif til framtíðar. Félögin sem standa að átakinu eru auk Almannaheilla, Blindrafélagið, Krabbameinsfélagið, Rauði krossinn, SOS Barnaþorp, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og UNICEF á Íslandi.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun