Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Andri Eysteinsson skrifar 11. september 2019 19:55 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Logi sagði að eins fallegt og það kunni að hljóma dugi það ekki að mynda stjórn eftir endilöngu pólitíska litrófinu. „Stjórnmálafólk mætir reyndar stundum í viðtöl og segir að þó flokkar séu ekki alltaf sammála um leiðir séu þeir þó einhuga um markmið. En fyrir utan það að ósætti um leiðir dragi úr líkum á hnitmiðuðum aðgerðum, þá eru íslenskir stjórnmálaflokkar bara heldur ekki sammála um markmið,“ sagði Logi og bætti við að sumir stjórnmálaflokkar hafi hvorki áhuga á né áform um að ráðast gegn ójöfnuði og óréttlæti. Alþingi bíði flókin viðfangsefni en þó að sagt sé að snjöllustu lausnirnar verði til við snúnar aðstæður muni „Ósamstíga og hugmyndasnauð ríkisstjórn“ ekki bjóða upp á snjallar lausnir. Formaðurinn líkti þá þjóðfélaginu við líf í snotri blokk á stórri lóð. Í blokkinni hefðu flestir það þokkalegt, einhverjir séu fátækir en ein fjölskyldan sé forrík og ráði mestu. „Þó blokkin líti vel út að utan er viðhald sameignar lélegt t.d. vilja íbúar á neðri hæðum ekki taka þátt í þakviðgerðum og enginn sátt ríkir um hvernig greiða á í hússjóð. Við getum kallað blokkina þjóðarheimilið. Allt klippt og skorið á yfirborðinu - gott að meðaltali - en þegar betur er að gáð blasir við heilmikið óréttlæti,“ sagði Logi í ræðu sinni.Ætti ekki að skapa einstæðri móður vanda ef úlpa barns hennar týndist Þá sagði Logi að það ætti ekki að skapa einstæðri móður vanda ef úlpa barns hennar týndist. Láglaunafólk og öryrkjar ættu ekki að vera matarlitlir hluta af mánuðinum og gamalt fólk ætti ekki að neita sér um læknisþjónustu vegna auraleysis. Staðan væri samt sú á Íslandi. „Ríkisstjórnin boðar engar grundvallaraðgerðir sem munu breyta núverandi stöðu. Efnahagsstjórnin er á forsendum Sjálfstæðisflokksins og það mun ekki færa okkur nær velsældarmarkmiðunum sem hæstvirtur forsætisráðherra talaði um,“ sagði Logi. Þá gagnrýndi Logi einnig aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. „Á tímum þar sem aldrei hefur verið meiri ástæða til samvinnu, veður uppi málflutningur afla sem afneita staðreyndum, grafa undan mannréttindum, ala á ótta og tortryggni, kynda undir ósætti. Samt treystir ríkisstjórnin sér ekki til að ráðast í aðgerðir í loftlagsmálum sem uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar“ „Í stað þess að boða nánari samvinnu við Evrópuríki - sem leiða aðgerðir gegn hamfarahlýnun - eygja þau frekar tækifæri í samstarfi við stórveldi, með leiðtoga, sem sjá skamms tíma ávinning í glundroða,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Logi sagði að eins fallegt og það kunni að hljóma dugi það ekki að mynda stjórn eftir endilöngu pólitíska litrófinu. „Stjórnmálafólk mætir reyndar stundum í viðtöl og segir að þó flokkar séu ekki alltaf sammála um leiðir séu þeir þó einhuga um markmið. En fyrir utan það að ósætti um leiðir dragi úr líkum á hnitmiðuðum aðgerðum, þá eru íslenskir stjórnmálaflokkar bara heldur ekki sammála um markmið,“ sagði Logi og bætti við að sumir stjórnmálaflokkar hafi hvorki áhuga á né áform um að ráðast gegn ójöfnuði og óréttlæti. Alþingi bíði flókin viðfangsefni en þó að sagt sé að snjöllustu lausnirnar verði til við snúnar aðstæður muni „Ósamstíga og hugmyndasnauð ríkisstjórn“ ekki bjóða upp á snjallar lausnir. Formaðurinn líkti þá þjóðfélaginu við líf í snotri blokk á stórri lóð. Í blokkinni hefðu flestir það þokkalegt, einhverjir séu fátækir en ein fjölskyldan sé forrík og ráði mestu. „Þó blokkin líti vel út að utan er viðhald sameignar lélegt t.d. vilja íbúar á neðri hæðum ekki taka þátt í þakviðgerðum og enginn sátt ríkir um hvernig greiða á í hússjóð. Við getum kallað blokkina þjóðarheimilið. Allt klippt og skorið á yfirborðinu - gott að meðaltali - en þegar betur er að gáð blasir við heilmikið óréttlæti,“ sagði Logi í ræðu sinni.Ætti ekki að skapa einstæðri móður vanda ef úlpa barns hennar týndist Þá sagði Logi að það ætti ekki að skapa einstæðri móður vanda ef úlpa barns hennar týndist. Láglaunafólk og öryrkjar ættu ekki að vera matarlitlir hluta af mánuðinum og gamalt fólk ætti ekki að neita sér um læknisþjónustu vegna auraleysis. Staðan væri samt sú á Íslandi. „Ríkisstjórnin boðar engar grundvallaraðgerðir sem munu breyta núverandi stöðu. Efnahagsstjórnin er á forsendum Sjálfstæðisflokksins og það mun ekki færa okkur nær velsældarmarkmiðunum sem hæstvirtur forsætisráðherra talaði um,“ sagði Logi. Þá gagnrýndi Logi einnig aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. „Á tímum þar sem aldrei hefur verið meiri ástæða til samvinnu, veður uppi málflutningur afla sem afneita staðreyndum, grafa undan mannréttindum, ala á ótta og tortryggni, kynda undir ósætti. Samt treystir ríkisstjórnin sér ekki til að ráðast í aðgerðir í loftlagsmálum sem uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar“ „Í stað þess að boða nánari samvinnu við Evrópuríki - sem leiða aðgerðir gegn hamfarahlýnun - eygja þau frekar tækifæri í samstarfi við stórveldi, með leiðtoga, sem sjá skamms tíma ávinning í glundroða,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira