Bjartsýni á aukin viðskipti Íslands og Indlands Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. september 2019 19:00 Ram Nath Kovind, forseti Indlands, fór af landi brott núna síðdegis eftir þriggja daga heimsókn. Í dag sótti hann málþing um viðskipti á Hilton Reykjavík Nordica þar sem viljayfirlýsingar um frekari viðskipti voru undirritaðar. Forsetar Íslands og Indlands voru mættir á málþingið í morgun líkt og fjöldi indverskra og íslenskra athafnamanna. Héldu þeir hvor sína ræðuna og hvöttu til aukinna samskipta á milli ríkjanna. Guðni sagði frá því að við kvöldverðarborðið í gær hafi hann sagt indversku forsetahjónunum söguna af Jóni Ólafssyni Indíafara. Á málþinginu sagðist hann vona að Indíafararnir yrðu fleiri. Og Kovind var sammála. Sagði í sinni ræðu að tækifæri væru til þess að efla samstarf á sviði fjárfestinga, þjónustu, rannsókna og nýsköpunar svo fátt eitt sé nefnt. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka Iðnaðarins undirritaði fyrir hönd SI viljayfirlýsingu við indversk systursamtök um frekari samvinnu á sviði viðskipta. Sagði hún að það væru mikil tækifæri í auknum viðskiptum. Og Prasoon Dewan, formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna, tók fram að þrjú indversk fyrirtæki hafi til viðbótar undirritað sams konar viljayfirlýsingu með íslenskum fyrirtækjum. „Við erum afar vongóð um að fleiri yfirlýsingar verði undirritaðar og að þessi samskipti leiði til aukinna viðskipta.“ Utanríkismál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Ram Nath Kovind, forseti Indlands, fór af landi brott núna síðdegis eftir þriggja daga heimsókn. Í dag sótti hann málþing um viðskipti á Hilton Reykjavík Nordica þar sem viljayfirlýsingar um frekari viðskipti voru undirritaðar. Forsetar Íslands og Indlands voru mættir á málþingið í morgun líkt og fjöldi indverskra og íslenskra athafnamanna. Héldu þeir hvor sína ræðuna og hvöttu til aukinna samskipta á milli ríkjanna. Guðni sagði frá því að við kvöldverðarborðið í gær hafi hann sagt indversku forsetahjónunum söguna af Jóni Ólafssyni Indíafara. Á málþinginu sagðist hann vona að Indíafararnir yrðu fleiri. Og Kovind var sammála. Sagði í sinni ræðu að tækifæri væru til þess að efla samstarf á sviði fjárfestinga, þjónustu, rannsókna og nýsköpunar svo fátt eitt sé nefnt. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka Iðnaðarins undirritaði fyrir hönd SI viljayfirlýsingu við indversk systursamtök um frekari samvinnu á sviði viðskipta. Sagði hún að það væru mikil tækifæri í auknum viðskiptum. Og Prasoon Dewan, formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna, tók fram að þrjú indversk fyrirtæki hafi til viðbótar undirritað sams konar viljayfirlýsingu með íslenskum fyrirtækjum. „Við erum afar vongóð um að fleiri yfirlýsingar verði undirritaðar og að þessi samskipti leiði til aukinna viðskipta.“
Utanríkismál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira