Lögregluþjónar fyrir norðan styðja úttekt hjá ríkislögreglustjóra Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2019 19:27 Í yfirlýsingunni segir að stjórn Lögreglufélags Eyjafjarðar hafi sent frá sér ályktanir á síðustu tveimur árum þar sem lýst er þungum áhyggjum af mönnunarmálum sérsveitar ríkislögreglustjóra á Norðurlandi. Þar hafi því miður engin breyting orðið á. Vísir/Vilhelm Stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar (LFE) og Lögreglufélags Þingeyinga (LÞ) lýsa yfir stuðningi við stjórn Landssambands lögreglumanna (LL) varðandi alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Þá fagna stjórnirnar frumkvæði dómsmálaráðuneytisins og þrýstingi lögreglustjóra landsins á að úttektin fari fram. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórnum félaganna.Sjá einnig: Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra„Samkvæmt lögum eru meginhlutverk RLS m.a. að sinna samræmingarhlutverki fyrir lögregluna og að veita margvíslega þjónustu við lögregluembættin, t.d. útvegun bíla og búnaðar. Ljóst er að margt hefur verið athugavert við stjórnsýslu RLS undanfarin misseri og þar má nefna yfirferð og endurnýjun verklagsreglna, fatamál, málefni fíkniefnahunda og stjórnenda þeirra sem og bílamálin sem mikið hafa verið til umfjöllunar,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að lögregluþjónar hafi margsinnis bent á þetta og er sérstaklega vísað í ályktun frá síðasta landsþingi LL þar sem skorað var á ráðuneytið að láta gera úttekt á því hvort ekki megi færa verkefni ríkislögreglustjóra til annarra lögregluembætta. Í yfirlýsingunni segir að stjórn Lögreglufélags Eyjafjarðar hafi sent frá sér ályktanir á síðustu tveimur árum þar sem lýst er þungum áhyggjum af mönnunarmálum sérsveitar ríkislögreglustjóra á Norðurlandi. Þar hafi því miður engin breyting orðið á. „Stjórnir LFE og LÞ telja óþarfa af hálfu yfirstjórnar RLS að drepa á dreif umræðu um vanda RLS með því að benda á að heildarúttekt þurfi að fara fram á lögreglunni í landinu. Við ítrekum að með stuðningsyfirlýsingu þessari er ekki verið að vega að hinum almenna starfsmanni RLS, heldur virðist okkur sem yfirstjórnun embættisins sé ekki sem skyldi. Við stöndum að baki Landssambandi lögreglumanna og þeim lögreglufélögum sem tjáð hafa sig um ofangreind málefni.“ Lögreglan Tengdar fréttir Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar (LFE) og Lögreglufélags Þingeyinga (LÞ) lýsa yfir stuðningi við stjórn Landssambands lögreglumanna (LL) varðandi alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Þá fagna stjórnirnar frumkvæði dómsmálaráðuneytisins og þrýstingi lögreglustjóra landsins á að úttektin fari fram. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórnum félaganna.Sjá einnig: Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra„Samkvæmt lögum eru meginhlutverk RLS m.a. að sinna samræmingarhlutverki fyrir lögregluna og að veita margvíslega þjónustu við lögregluembættin, t.d. útvegun bíla og búnaðar. Ljóst er að margt hefur verið athugavert við stjórnsýslu RLS undanfarin misseri og þar má nefna yfirferð og endurnýjun verklagsreglna, fatamál, málefni fíkniefnahunda og stjórnenda þeirra sem og bílamálin sem mikið hafa verið til umfjöllunar,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að lögregluþjónar hafi margsinnis bent á þetta og er sérstaklega vísað í ályktun frá síðasta landsþingi LL þar sem skorað var á ráðuneytið að láta gera úttekt á því hvort ekki megi færa verkefni ríkislögreglustjóra til annarra lögregluembætta. Í yfirlýsingunni segir að stjórn Lögreglufélags Eyjafjarðar hafi sent frá sér ályktanir á síðustu tveimur árum þar sem lýst er þungum áhyggjum af mönnunarmálum sérsveitar ríkislögreglustjóra á Norðurlandi. Þar hafi því miður engin breyting orðið á. „Stjórnir LFE og LÞ telja óþarfa af hálfu yfirstjórnar RLS að drepa á dreif umræðu um vanda RLS með því að benda á að heildarúttekt þurfi að fara fram á lögreglunni í landinu. Við ítrekum að með stuðningsyfirlýsingu þessari er ekki verið að vega að hinum almenna starfsmanni RLS, heldur virðist okkur sem yfirstjórnun embættisins sé ekki sem skyldi. Við stöndum að baki Landssambandi lögreglumanna og þeim lögreglufélögum sem tjáð hafa sig um ofangreind málefni.“
Lögreglan Tengdar fréttir Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38
Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14
Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13
Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15