Verðmunur á nýjum og gömlum íbúðum kominn niður í níu prósent Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2019 08:31 Á síðustu tíu árum hefur byggðum íbúðum fjölgað um rúmlega 11% á landsvísu. Fjölgunin er hlutfallslega mest á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/vilhelm Hlutdeild nýbygginga í kaupsamningum það sem af er ári nemur 11% og hefur lækkað nokkuð frá því í fyrra. Þetta er fyrsta lækkun á hlutfalli nýbygginga síðan árið 2010 en á árunum 2010-2018 jókst hlutfallið úr 3% í 15%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Samhliða auknum fjölda nýbygginga lækkaði verðmunur þeirra og annarra íbúða jafnframt úr 30% niður í 9% á árunum 2014 til 2018, sem í skýrslunni er sagt gefa til kynna „minnkandi arðsemi.“ Á síðustu tveimur árum hefur meðalsölutími nýrra íbúða einnig aukist og hlutfall þeirra sem seljast undir ásettu verði hækkað á höfuðborgarsvæðinu. Þetta bendi allt saman til þess að virkari samkeppni sé nú á markaði nýbygginga, kaupendum í hag.Líkur á fyrirhuguðum fasteignakaupum minnkað lítillega Samkvæmt könnun sem Zenter gerði fyrir Íbúðalánasjóðs hafa líkur einstaklinga á að kaupa sér fasteign á næstu sex mánuðum lækkað lítillega frá því í byrjun árs, bæði utan höfuðborgarsvæðisins og innan þess. Þessar niðurstöður eru sagðar nokkuð á skjön við vísitölu fyrirhugaðra húsnæðiskaupa frá Gallup, sem mældi mikla hækkun á þeim mælikvarða milli mars og júní í ár. Á síðustu tíu árum hefur byggðum íbúðum fjölgað um rúmlega 11% á landsvísu. Fjölgunin er hlutfallslega mest á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu og minnst á Austurlandi og á Vestfjörðum. Viðsnúningur íbúðalána Eftir að hafa fækkað samfellt fyrstu fjóra mánuði ársins fjölgaði íbúðalánum í maí, júní og júlí. „Samhliða því hefur tegund íbúðalánanna breyst á þessum mánuðum en bankalán á breytilegum vöxtum hafa sótt í sig veðrið. Flest lánanna á síðustu þremur mánuðum voru tekin á breytilegum vöxtum, sem er viðsnúningur frá fyrri mánuði ársins þegar meirihluti lánanna var tekinn á föstum vöxtum.“ Skýrslu Íbúðalánasjóðs má lesa í heild sinni hér. Húsnæðismál Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hlutdeild nýbygginga í kaupsamningum það sem af er ári nemur 11% og hefur lækkað nokkuð frá því í fyrra. Þetta er fyrsta lækkun á hlutfalli nýbygginga síðan árið 2010 en á árunum 2010-2018 jókst hlutfallið úr 3% í 15%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Samhliða auknum fjölda nýbygginga lækkaði verðmunur þeirra og annarra íbúða jafnframt úr 30% niður í 9% á árunum 2014 til 2018, sem í skýrslunni er sagt gefa til kynna „minnkandi arðsemi.“ Á síðustu tveimur árum hefur meðalsölutími nýrra íbúða einnig aukist og hlutfall þeirra sem seljast undir ásettu verði hækkað á höfuðborgarsvæðinu. Þetta bendi allt saman til þess að virkari samkeppni sé nú á markaði nýbygginga, kaupendum í hag.Líkur á fyrirhuguðum fasteignakaupum minnkað lítillega Samkvæmt könnun sem Zenter gerði fyrir Íbúðalánasjóðs hafa líkur einstaklinga á að kaupa sér fasteign á næstu sex mánuðum lækkað lítillega frá því í byrjun árs, bæði utan höfuðborgarsvæðisins og innan þess. Þessar niðurstöður eru sagðar nokkuð á skjön við vísitölu fyrirhugaðra húsnæðiskaupa frá Gallup, sem mældi mikla hækkun á þeim mælikvarða milli mars og júní í ár. Á síðustu tíu árum hefur byggðum íbúðum fjölgað um rúmlega 11% á landsvísu. Fjölgunin er hlutfallslega mest á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu og minnst á Austurlandi og á Vestfjörðum. Viðsnúningur íbúðalána Eftir að hafa fækkað samfellt fyrstu fjóra mánuði ársins fjölgaði íbúðalánum í maí, júní og júlí. „Samhliða því hefur tegund íbúðalánanna breyst á þessum mánuðum en bankalán á breytilegum vöxtum hafa sótt í sig veðrið. Flest lánanna á síðustu þremur mánuðum voru tekin á breytilegum vöxtum, sem er viðsnúningur frá fyrri mánuði ársins þegar meirihluti lánanna var tekinn á föstum vöxtum.“ Skýrslu Íbúðalánasjóðs má lesa í heild sinni hér.
Húsnæðismál Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira