Áunnið traust Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. september 2019 07:00 Illa hefur gengið að endurheimta traust á stjórnmálum og Alþingi á þeim tæpu ellefu árum sem liðin eru frá hruninu. Þetta ætti að vera alþingismönnum ofarlega í huga í dag þegar þeir koma til setningar 150. löggjafarþingsins. Samkvæmt könnun Gallup sem gerð var í febrúar síðastliðnum bera aðeins rúm 18 prósent mikið traust til Alþingis. Á árunum fyrir hrun var traustið yfirleitt í kringum 40 prósent en féll að vísu niður í 29 prósent árið 2007. Svo virtist sem hlutirnir væru á réttri leið og var traustið komið á sama stað og 2007 í mælingu síðasta árs. Klaustursmálið og eftirmálar þess gerðu hins vegar út um þær vonir að hlutirnir væru að þróast í rétta átt. Því þingi sem lauk formlega í byrjun síðustu viku verður minnst fyrir umræður um þriðja orkupakkann. Alls var rætt um málið í þingsal í rúmar 147 klukkustundir, en það eru tæp 17 prósent alls ræðutíma þingsins, og ekkert mál í allri þingsögunni hefur verið rætt lengur. Ekki skal gert lítið úr mikilvægi málsins en það er samt í engu samræmi við allan þann tíma sem fór í umræðurnar. Staðan var þannig um tíma að Alþingi var í raun óstarfhæft og lét þingforseti meðal annars þau orð falla að völdum hafi verið rænt af Miðflokksmönnum. Ef takast á að endurvekja traust almennings á Alþingi sem stofnun væri ekki úr vegi að dusta rykið af rúmlega sex ára gamalli skýrslu sem þingið lét Félagsvísindastofnun gera. Þar var rýnt í ástæður lítils trausts til Alþingis. Helstu niðurstöðurnar fyrir vantraustinu reyndust vera samskiptamáti og framkoma þingmanna, vinnulag á þingi og ómálefnaleg umræða. Þessu er öllu hægt að breyta ef vilji er fyrir hendi en því miður hefur lítið áunnist á þeim árum sem liðin eru. Málþóf eru enn alltof tíð, virðing fyrir pólitískum andstæðingum er oft á tíðum lítil sem engin og það heyrir til algerra undantekninga að þingmenn taki ábyrgð á mistökum sínum eða viðurkenni þau. Þá þarf orðræðan, sem einkennist oft af miklum gífuryrðum, að breytast. Það er hættulegt til lengri tíma í lýðræðisríki að almenningur treysti ekki grunnstofnunum lýðræðisins. Alþingi fer ekki bara með löggjafar- og fjárveitingarvaldið heldur gegnir einnig mikilvægu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdarvaldinu. Á Íslandi hefur verið þingræði frá árinu 1904 en það grundvallast á þeirri reglu að ríkisstjórn sitji í skjóli meirihluta þings. Veruleikinn er hins vegar sá að þingið stendur veikt gagnvart þeirri ríkisstjórn sem situr á hverjum tíma. Það er þess vegna jákvætt skref að í fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir bættri aðstoð við þingmenn og þingflokka sem og eflingu sérfræðiaðstoðar við þingnefndir. Þingmenn vita það jafn vel og aðrir að traust er áunnið. Traust á Alþingi verður ekki aukið á einum degi heldur þurfa þingmenn að sýna vilja í verki til lengri tíma. Einhvers staðar þarf að hefja þá vegferð. Dagurinn í dag er tilvalinn til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Illa hefur gengið að endurheimta traust á stjórnmálum og Alþingi á þeim tæpu ellefu árum sem liðin eru frá hruninu. Þetta ætti að vera alþingismönnum ofarlega í huga í dag þegar þeir koma til setningar 150. löggjafarþingsins. Samkvæmt könnun Gallup sem gerð var í febrúar síðastliðnum bera aðeins rúm 18 prósent mikið traust til Alþingis. Á árunum fyrir hrun var traustið yfirleitt í kringum 40 prósent en féll að vísu niður í 29 prósent árið 2007. Svo virtist sem hlutirnir væru á réttri leið og var traustið komið á sama stað og 2007 í mælingu síðasta árs. Klaustursmálið og eftirmálar þess gerðu hins vegar út um þær vonir að hlutirnir væru að þróast í rétta átt. Því þingi sem lauk formlega í byrjun síðustu viku verður minnst fyrir umræður um þriðja orkupakkann. Alls var rætt um málið í þingsal í rúmar 147 klukkustundir, en það eru tæp 17 prósent alls ræðutíma þingsins, og ekkert mál í allri þingsögunni hefur verið rætt lengur. Ekki skal gert lítið úr mikilvægi málsins en það er samt í engu samræmi við allan þann tíma sem fór í umræðurnar. Staðan var þannig um tíma að Alþingi var í raun óstarfhæft og lét þingforseti meðal annars þau orð falla að völdum hafi verið rænt af Miðflokksmönnum. Ef takast á að endurvekja traust almennings á Alþingi sem stofnun væri ekki úr vegi að dusta rykið af rúmlega sex ára gamalli skýrslu sem þingið lét Félagsvísindastofnun gera. Þar var rýnt í ástæður lítils trausts til Alþingis. Helstu niðurstöðurnar fyrir vantraustinu reyndust vera samskiptamáti og framkoma þingmanna, vinnulag á þingi og ómálefnaleg umræða. Þessu er öllu hægt að breyta ef vilji er fyrir hendi en því miður hefur lítið áunnist á þeim árum sem liðin eru. Málþóf eru enn alltof tíð, virðing fyrir pólitískum andstæðingum er oft á tíðum lítil sem engin og það heyrir til algerra undantekninga að þingmenn taki ábyrgð á mistökum sínum eða viðurkenni þau. Þá þarf orðræðan, sem einkennist oft af miklum gífuryrðum, að breytast. Það er hættulegt til lengri tíma í lýðræðisríki að almenningur treysti ekki grunnstofnunum lýðræðisins. Alþingi fer ekki bara með löggjafar- og fjárveitingarvaldið heldur gegnir einnig mikilvægu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdarvaldinu. Á Íslandi hefur verið þingræði frá árinu 1904 en það grundvallast á þeirri reglu að ríkisstjórn sitji í skjóli meirihluta þings. Veruleikinn er hins vegar sá að þingið stendur veikt gagnvart þeirri ríkisstjórn sem situr á hverjum tíma. Það er þess vegna jákvætt skref að í fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir bættri aðstoð við þingmenn og þingflokka sem og eflingu sérfræðiaðstoðar við þingnefndir. Þingmenn vita það jafn vel og aðrir að traust er áunnið. Traust á Alþingi verður ekki aukið á einum degi heldur þurfa þingmenn að sýna vilja í verki til lengri tíma. Einhvers staðar þarf að hefja þá vegferð. Dagurinn í dag er tilvalinn til þess.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun