Jón Gunnarsson þingmaður og Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Garðabæ, hafa þegar kynnt um framboð sitt til ritara Sjálfstæðisflokksins.
Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna, kannar nú landið meðal flokksmanna og íhugar alvarlega að bjóða sig fram. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, íhugar einnig að bjóða sig fram, samkvæmt öruggum heimildum blaðsins.
Staða ritara í forystusveit Sjálfstæðisflokksins er laus eftir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra en samkvæmt reglum flokksins getur ritari ekki setið sem ráðherra.
Verður því kosið um nýjan ritara á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefur verið boðaður þann 14. september næstkomandi.

