Kópavogsbær birti í síðustu viku fundargerð inn í framtíðina Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. september 2019 07:15 Almannatengill segir um mannleg mistök að ræða. Fréttablaðið/GVA Föstudaginn 6. september var fundargerð um bæjarstjórnarfund Kópavogs þann 10. september birt á vefsíðu sveitarfélagsins. Kom þar meðal annars fram hverjir hefðu mætt á fundinn, að allir ellefu fulltrúarnir hefðu samþykkt ákveðnar tillögur, hvenær fundinum var slitið og svo framvegis. „Ég hef aldrei séð svona lagað gert áður. Þetta hljóta að vera mistök en það er eins og sé búið að skrifa fundargerðina og ákveða hvernig fólk greiðir atkvæði. Það skiptir greinilega engu máli að halda fundinn,“ segir Theódóra Þorsteinsdóttir, oddviti sameiginlegs lista Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. En hún situr í minnihluta bæjarstjórnar. „Ég gerði verulegar athugasemdir við þetta og fékk þau svör frá bæjarstjóra að þetta væru mistök,“ segir hún.Theódóra Þorsteinsdóttir oddviti BF/ViðreisnarFundargerðin hefur nú verið fjarlægð af vefsíðu Kópavogs. En á umræddum fundi á að taka fyrir fjármál Sorpu, sem hafa verið mikið til umræðu á höfuðborgarsvæðinu. „Við í BF/Viðreisn erum mjög gagnrýnin á þá leyndarhyggju sem hefur ríkt á meintum mistökum í áætlunum fyrir gas- og jarðgerðarstöðina,“ segir Theódóra. „Almennt séð er umræðan mjög lítil í bæjarstjórn en ég vona að meirihlutinn taki við sér og ræði málið ítarlega, sér í lagi þar sem Birkir Jón Jónsson er bæði formaður bæjarráðs og formaður stjórnar Sorpu.“ Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. „Forskrifuð fundargerð fór á netið fyrir mistök. Þessi forskrift auðveldar okkur vinnuna því bæjarstjórn hefur það hlutverk að staðfesta afgreiðslu ráða, sem er gert í yfir 90 prósent tilvika.“ Sigríður segir fundargerðunum breytt ef eitthvað annað gerist á fundinum, svo sem ekki allir kjósi með tillögu eða að fulltrúar komi með bókun.“ Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Föstudaginn 6. september var fundargerð um bæjarstjórnarfund Kópavogs þann 10. september birt á vefsíðu sveitarfélagsins. Kom þar meðal annars fram hverjir hefðu mætt á fundinn, að allir ellefu fulltrúarnir hefðu samþykkt ákveðnar tillögur, hvenær fundinum var slitið og svo framvegis. „Ég hef aldrei séð svona lagað gert áður. Þetta hljóta að vera mistök en það er eins og sé búið að skrifa fundargerðina og ákveða hvernig fólk greiðir atkvæði. Það skiptir greinilega engu máli að halda fundinn,“ segir Theódóra Þorsteinsdóttir, oddviti sameiginlegs lista Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. En hún situr í minnihluta bæjarstjórnar. „Ég gerði verulegar athugasemdir við þetta og fékk þau svör frá bæjarstjóra að þetta væru mistök,“ segir hún.Theódóra Þorsteinsdóttir oddviti BF/ViðreisnarFundargerðin hefur nú verið fjarlægð af vefsíðu Kópavogs. En á umræddum fundi á að taka fyrir fjármál Sorpu, sem hafa verið mikið til umræðu á höfuðborgarsvæðinu. „Við í BF/Viðreisn erum mjög gagnrýnin á þá leyndarhyggju sem hefur ríkt á meintum mistökum í áætlunum fyrir gas- og jarðgerðarstöðina,“ segir Theódóra. „Almennt séð er umræðan mjög lítil í bæjarstjórn en ég vona að meirihlutinn taki við sér og ræði málið ítarlega, sér í lagi þar sem Birkir Jón Jónsson er bæði formaður bæjarráðs og formaður stjórnar Sorpu.“ Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. „Forskrifuð fundargerð fór á netið fyrir mistök. Þessi forskrift auðveldar okkur vinnuna því bæjarstjórn hefur það hlutverk að staðfesta afgreiðslu ráða, sem er gert í yfir 90 prósent tilvika.“ Sigríður segir fundargerðunum breytt ef eitthvað annað gerist á fundinum, svo sem ekki allir kjósi með tillögu eða að fulltrúar komi með bókun.“
Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira