Uppgjör: Hamfarir Vettel tryggðu Hamilton sigur Bragi Þórðarson skrifar 30. september 2019 07:00 Hamilton kom fyrstur í mark í 82. skiptið á ferlinum í Rússlandi um helgina. Getty Lewis Hamilton tryggði sér sinn níunda sigur á tímabilinu er hann kom fyrstur í mark í rússneska kappakstrinum um helgina. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, kom annar í mark og var það í áttunda skiptið á tímabilinu sem Mercedes bílarnir enda í fyrsta og öðru sæti. Úrslitin voru ansi óvænt þar sem Ferrari ökumennirnir Charles Lecerc og Sebastian Vettel ræstu í fyrsta og þriðja sæti. Eftir fyrstu beygju voru þeir þó komnir í fyrsta og annað og var það Vettel sem leiddi. Ferrari ökuþórarnir börðust um fyrsta sætið í fyrstu beygju.GettyFerrari í vandræðum með ökumenninaTaktík Ferrari liðsins var að leyfa Vettel að elta Leclerc á langa beina kaflanum fyrir fyrstu beygju og fyrir vikið fá meiri hraða til að taka fram úr Hamilton sem ræsti annar. Þetta virkaði svo vel að Þjóðverjinn komst bæði framúr Hamilton og unga liðsfélaga sínum. Nokkrum hringjum seinna bað liðið Sebastian um að hleypa Leclerc framúr eins og talað hefði verið um fyrir keppni. Rétt eins og Vettel hefur margoft gert á sínum ferli neitaði hann þessari skipun liðsins margsinnis. Ferrari nýtti sér þjónustuhléin til að koma Leclerc fram fyrir Vettel. Báðir Ferrari bílarnir þurftu að koma inná þjónustusvæðið á undan Mercedes bílunum þar sem þeir byrjuðu á mýkri dekkjum. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Mercedes eftir að Vettel datt úr leik.GettyMercedes fékk sigurinn á silfurfatiStuttu eftir dekkjastoppið fann Vettel fyrir aflleysi í Ferrari bifreið sinni. Kom á daginn að rafmagnsmótor bílsins var bilaður og varð hann frá að hverfa úti á brautinni. Fyrir vikið var kallaður út hermiöryggisbíll, sem þýðir að allir bílar verða að hægja á sér um 30 prósent. Það þýðir að ökumaður tapar minni tíma við það að fara inn á þjónustusvæðið. Þetta nýtti Mercedes sér og kallaði bæði Hamilton og Bottas inn í dekkjaskipti. Eftirleikurinn var auðveldur og komu þeir í mark í fyrsta og öðru sæti, þó Leclerc reyndi allt hvað hann gat til að komast framúr Bottas á lokahringjunum. Að lokum varð Mónakó búinn að sætta sig við þriðja sætið. Úrslitin þýða að Hamilton er nú kominn með 73 stiga forskot í keppni ökuþóra og Mercedes er aftur komið með rúmlega 150 stiga forskot í keppni bílasmiða. Formúla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton tryggði sér sinn níunda sigur á tímabilinu er hann kom fyrstur í mark í rússneska kappakstrinum um helgina. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, kom annar í mark og var það í áttunda skiptið á tímabilinu sem Mercedes bílarnir enda í fyrsta og öðru sæti. Úrslitin voru ansi óvænt þar sem Ferrari ökumennirnir Charles Lecerc og Sebastian Vettel ræstu í fyrsta og þriðja sæti. Eftir fyrstu beygju voru þeir þó komnir í fyrsta og annað og var það Vettel sem leiddi. Ferrari ökuþórarnir börðust um fyrsta sætið í fyrstu beygju.GettyFerrari í vandræðum með ökumenninaTaktík Ferrari liðsins var að leyfa Vettel að elta Leclerc á langa beina kaflanum fyrir fyrstu beygju og fyrir vikið fá meiri hraða til að taka fram úr Hamilton sem ræsti annar. Þetta virkaði svo vel að Þjóðverjinn komst bæði framúr Hamilton og unga liðsfélaga sínum. Nokkrum hringjum seinna bað liðið Sebastian um að hleypa Leclerc framúr eins og talað hefði verið um fyrir keppni. Rétt eins og Vettel hefur margoft gert á sínum ferli neitaði hann þessari skipun liðsins margsinnis. Ferrari nýtti sér þjónustuhléin til að koma Leclerc fram fyrir Vettel. Báðir Ferrari bílarnir þurftu að koma inná þjónustusvæðið á undan Mercedes bílunum þar sem þeir byrjuðu á mýkri dekkjum. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Mercedes eftir að Vettel datt úr leik.GettyMercedes fékk sigurinn á silfurfatiStuttu eftir dekkjastoppið fann Vettel fyrir aflleysi í Ferrari bifreið sinni. Kom á daginn að rafmagnsmótor bílsins var bilaður og varð hann frá að hverfa úti á brautinni. Fyrir vikið var kallaður út hermiöryggisbíll, sem þýðir að allir bílar verða að hægja á sér um 30 prósent. Það þýðir að ökumaður tapar minni tíma við það að fara inn á þjónustusvæðið. Þetta nýtti Mercedes sér og kallaði bæði Hamilton og Bottas inn í dekkjaskipti. Eftirleikurinn var auðveldur og komu þeir í mark í fyrsta og öðru sæti, þó Leclerc reyndi allt hvað hann gat til að komast framúr Bottas á lokahringjunum. Að lokum varð Mónakó búinn að sætta sig við þriðja sætið. Úrslitin þýða að Hamilton er nú kominn með 73 stiga forskot í keppni ökuþóra og Mercedes er aftur komið með rúmlega 150 stiga forskot í keppni bílasmiða.
Formúla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira