„Hann vegur að æru minni“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2019 21:00 Móðir segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa vegið að æru sinni og trúverðugleika í fjölmiðlum vegna máls sem varðaði dóttur hennar og kæru gegn lögreglumanni. Kvörtun móðurinnar er til skoðunar hjá Umboðsmanni Alþingis. Halldóra Baldursdóttir segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa ráðist að sér í fjölmiðlum vegna umfjöllunar um rannsókn á lögreglumanni sem hafði verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hennar. Málið leiddi ekki til ákæru. Mæðgurnar sögðu í viðtali í fyrra að ríkislögreglustjóri hefði brugðist þeim með því að leysa lögreglumanninn ekki undan störfum á meðan rannsókn málsins stóð yfir.Haraldur sendi yfirlýsingu þar sem hann sagðist ekki hafa geta leyst lögreglumanninn undan störfum því hann hafi ekki fengið rannsóknargögn. Því hafi hann ekki geta lagt mat á málið. Nefnd um eftirlit með lögreglu gat ekki tekið undir þessa afstöðu ríkislögreglustjórans. „Ég sendi erindi á innanríkisráðherra 2011. Ég hafði líka samband við umboðsmann Alþingis. Nú síðast á nefnd um eftirlit með störfum lögreglu. Það kemur fram í þessum gögnum að Haraldur var á þessum tíma með skipunarvaldið og honum var í lófa lagið að vísa honum frá. Og hann þurfti ekki að sjá nein rannsóknargögn til þess,“ segir Halldóra Baldursdóttir. Haraldur sendi aðra yfirlýsingu um málið á Mannlíf í sumar en Halldóra segir framgöngu hans óásættanlega. „Hann er ekkert bara hvaða maður sem er. Hann er æðsti yfirmaður lögreglumála í landinu. Hann vegur að æru minni og ég upplifi þessa framgöngu hans sem hótun, sem þöggun, ég eigi bara ekkert að vera að tjá mig um þetta.“ Halldóra bíður eftir svörum frá Umboðsmanni Alþingis sem hefur annað mál um framferði ríkislögreglustjóra til skoðunar. Hún varðar afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á kvörtun blaðamannanna sem ríkislögreglustjóri sendi bréf á bréfsefni embættisins sem varðaði hann sjálfan. Ráðuneytið taldi framferði ríkislögreglustjóra ámælisverða en áminnti hann ekki. Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Móðir segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa vegið að æru sinni og trúverðugleika í fjölmiðlum vegna máls sem varðaði dóttur hennar og kæru gegn lögreglumanni. Kvörtun móðurinnar er til skoðunar hjá Umboðsmanni Alþingis. Halldóra Baldursdóttir segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa ráðist að sér í fjölmiðlum vegna umfjöllunar um rannsókn á lögreglumanni sem hafði verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hennar. Málið leiddi ekki til ákæru. Mæðgurnar sögðu í viðtali í fyrra að ríkislögreglustjóri hefði brugðist þeim með því að leysa lögreglumanninn ekki undan störfum á meðan rannsókn málsins stóð yfir.Haraldur sendi yfirlýsingu þar sem hann sagðist ekki hafa geta leyst lögreglumanninn undan störfum því hann hafi ekki fengið rannsóknargögn. Því hafi hann ekki geta lagt mat á málið. Nefnd um eftirlit með lögreglu gat ekki tekið undir þessa afstöðu ríkislögreglustjórans. „Ég sendi erindi á innanríkisráðherra 2011. Ég hafði líka samband við umboðsmann Alþingis. Nú síðast á nefnd um eftirlit með störfum lögreglu. Það kemur fram í þessum gögnum að Haraldur var á þessum tíma með skipunarvaldið og honum var í lófa lagið að vísa honum frá. Og hann þurfti ekki að sjá nein rannsóknargögn til þess,“ segir Halldóra Baldursdóttir. Haraldur sendi aðra yfirlýsingu um málið á Mannlíf í sumar en Halldóra segir framgöngu hans óásættanlega. „Hann er ekkert bara hvaða maður sem er. Hann er æðsti yfirmaður lögreglumála í landinu. Hann vegur að æru minni og ég upplifi þessa framgöngu hans sem hótun, sem þöggun, ég eigi bara ekkert að vera að tjá mig um þetta.“ Halldóra bíður eftir svörum frá Umboðsmanni Alþingis sem hefur annað mál um framferði ríkislögreglustjóra til skoðunar. Hún varðar afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á kvörtun blaðamannanna sem ríkislögreglustjóri sendi bréf á bréfsefni embættisins sem varðaði hann sjálfan. Ráðuneytið taldi framferði ríkislögreglustjóra ámælisverða en áminnti hann ekki.
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira