Fylgdust með Assange allan sólarhringinn Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2019 21:39 Julian Assange. EPA/NEIL HALL Spænska öryggisfyrirtækið Undercover Global S. L. deildi myndböndum og hljóðskrám af fundum Julian Assange með lögmönnum sínum og öðrum með leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Starfsmenn fyrirtækisins höfðu komið fyrir myndavélum í sendiráði Ekvador í London eftir að leyniþjónusta Ekvador réði fyrirtækið til að annast öryggi sendiráðsins og var fylgst með Assange allan sólarhringinn. Hæstiréttur Spánar hefur nú tekið UC Global S. L. til skoðunar vegna málsins. Þetta kemur fram í umfjöllun El País um málið en þar segir að fylgst hafi verið með Assange á klósettinu og hljóðnemum hafi jafnvel verið komið fyrir á kvennaklósettinu. Blaðamenn miðilsins munu hafa komið höndum yfir skjöl sem varpa ljósi á njósnirnar. Assange var dæmdur í fimmtíu vikna fangelsi fyrr á þessu ári fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar sem hann hlaut gegn tryggingu árið 2012. Þá leitaði hann hælis í sendiráði Ekvadors í London þar sem hann dvaldi þar til í apríl á þessu ári. Á þeim tíma fjölluðu breskir dómstólar um framsalsbeiðni Svía vegna kynferðisbrotamáls gegn Assange þar í landi. Hann var handtekinn í sendiráði Ekvador í London þann ellefta maí eftir að ríkisstjórn landsins felldi niður hæli hans. Samkvæmt EL País byrjaði eigandi UC Global að njósna um Assange árið 2015 og bað hann starfsmenn fyrirtækisins um að halda sambandi þess við Bandaríkjamenn leyndu. Undanfarin ári hefur ný ríkisstjórn Ekvador, sem leidd er af Lenín Moreno, verið verulega andsnúin veru Assange í sendiráðinu og eru njósnir gegn Assange sagðar hafa færst í aukana eftir að hann tók við völdum. Bandaríkin hafa ákært Assange fyrir fjölda brota og hafa farið fram á að hann verði framseldur frá Bretlandi. Beiðni þeirra verður tekin fyrir í febrúar. Bandaríkin Bretland Ekvador Spánn WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Spænska öryggisfyrirtækið Undercover Global S. L. deildi myndböndum og hljóðskrám af fundum Julian Assange með lögmönnum sínum og öðrum með leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Starfsmenn fyrirtækisins höfðu komið fyrir myndavélum í sendiráði Ekvador í London eftir að leyniþjónusta Ekvador réði fyrirtækið til að annast öryggi sendiráðsins og var fylgst með Assange allan sólarhringinn. Hæstiréttur Spánar hefur nú tekið UC Global S. L. til skoðunar vegna málsins. Þetta kemur fram í umfjöllun El País um málið en þar segir að fylgst hafi verið með Assange á klósettinu og hljóðnemum hafi jafnvel verið komið fyrir á kvennaklósettinu. Blaðamenn miðilsins munu hafa komið höndum yfir skjöl sem varpa ljósi á njósnirnar. Assange var dæmdur í fimmtíu vikna fangelsi fyrr á þessu ári fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar sem hann hlaut gegn tryggingu árið 2012. Þá leitaði hann hælis í sendiráði Ekvadors í London þar sem hann dvaldi þar til í apríl á þessu ári. Á þeim tíma fjölluðu breskir dómstólar um framsalsbeiðni Svía vegna kynferðisbrotamáls gegn Assange þar í landi. Hann var handtekinn í sendiráði Ekvador í London þann ellefta maí eftir að ríkisstjórn landsins felldi niður hæli hans. Samkvæmt EL País byrjaði eigandi UC Global að njósna um Assange árið 2015 og bað hann starfsmenn fyrirtækisins um að halda sambandi þess við Bandaríkjamenn leyndu. Undanfarin ári hefur ný ríkisstjórn Ekvador, sem leidd er af Lenín Moreno, verið verulega andsnúin veru Assange í sendiráðinu og eru njósnir gegn Assange sagðar hafa færst í aukana eftir að hann tók við völdum. Bandaríkin hafa ákært Assange fyrir fjölda brota og hafa farið fram á að hann verði framseldur frá Bretlandi. Beiðni þeirra verður tekin fyrir í febrúar.
Bandaríkin Bretland Ekvador Spánn WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira