„Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2019 12:00 Með því að fara með MAX-vélarnar til Frakklands ætlar Icelandair að koma í veg fyrir slit á vélunum sem hefði annars mögulega orðið í veðráttunni á Íslandi. Vísir/Vilhelm Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. Um er að ræða fimm Boeing 737 MAX-8 vélar og eina Max-9 vél en búið er að fá leyfi fyrir að fljúga MAX-8 vélunum til Toulouse í Frakklandi en ekki MAX-9. Icelandair hefur farið í gegnum flókna vinnu til að afla tilskilinna leyfa fyrir ferjufluginu því uppfylla þarf ströng skilyrði. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, segir vöntun á leyfi fyrir MAX-9 vélina stafa af því að hún er einfaldlega ekki tilbúin. „Við höfum verið að vinna í henni í sumar að setja í hana sæti og afþreyingarkerfi og annað og ekkert verið að leggja mikla áherslu á það. Hún er bara ekki tilbúin.“ Segir Jens að með því að geyma vélarnar í Toulouse sé komið í veg fyrir að þær verði fyrir mögulegum skemmdum í slæmu loftslagi á Íslandi á veturna. „Það er aðallega vindur og selta sem getur valdið flugvélum, kannski ekki alvarlegum skemmdum, en svona sliti og öðru sem gæti komið í bakið á okkur seinna meir.“ Búast má við að vélarnar fari af landi brott í fyrri hluta næstu viku og hefur þjálfun flugmanna staðið yfir fyrir þessa ferð. „Það er verið að endurþjálfa flugmenn sem hafa ekki flogið vélinni í marga mánuði. Það er bara verið að skerpa á þjálfuninni.“ 387 MAX-vélar frá 59 flugfélögum voru kyrrsettar fyrir hálfu ári vegna öryggisgalla sem kom í ljós eftir tvö flugslys sem kostuðu 346 manns lífið. Jens segir alveg óhætt að fljúga vélunum út. „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt. Vélarnar hafa komið mjög vel út hjá okkur eins og fram hefur komið. En þar að auki eru mjög ítarleg skilyrði sem svona flug þarf að uppfylla. Meðal annars stillingar á vélum, flughæð og annað, sem á að koma í veg fyrir að þau kerfi sem talin eru hafa átt hlut að máli í þessum slysum geti látið á sér kræla.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair sagði í síðustu viku að félagið gerði enn ráð fyrir að MAX-vélarnar yrðu komnar í notkun á ný í janúar næstkomandi. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20 Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. Um er að ræða fimm Boeing 737 MAX-8 vélar og eina Max-9 vél en búið er að fá leyfi fyrir að fljúga MAX-8 vélunum til Toulouse í Frakklandi en ekki MAX-9. Icelandair hefur farið í gegnum flókna vinnu til að afla tilskilinna leyfa fyrir ferjufluginu því uppfylla þarf ströng skilyrði. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, segir vöntun á leyfi fyrir MAX-9 vélina stafa af því að hún er einfaldlega ekki tilbúin. „Við höfum verið að vinna í henni í sumar að setja í hana sæti og afþreyingarkerfi og annað og ekkert verið að leggja mikla áherslu á það. Hún er bara ekki tilbúin.“ Segir Jens að með því að geyma vélarnar í Toulouse sé komið í veg fyrir að þær verði fyrir mögulegum skemmdum í slæmu loftslagi á Íslandi á veturna. „Það er aðallega vindur og selta sem getur valdið flugvélum, kannski ekki alvarlegum skemmdum, en svona sliti og öðru sem gæti komið í bakið á okkur seinna meir.“ Búast má við að vélarnar fari af landi brott í fyrri hluta næstu viku og hefur þjálfun flugmanna staðið yfir fyrir þessa ferð. „Það er verið að endurþjálfa flugmenn sem hafa ekki flogið vélinni í marga mánuði. Það er bara verið að skerpa á þjálfuninni.“ 387 MAX-vélar frá 59 flugfélögum voru kyrrsettar fyrir hálfu ári vegna öryggisgalla sem kom í ljós eftir tvö flugslys sem kostuðu 346 manns lífið. Jens segir alveg óhætt að fljúga vélunum út. „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt. Vélarnar hafa komið mjög vel út hjá okkur eins og fram hefur komið. En þar að auki eru mjög ítarleg skilyrði sem svona flug þarf að uppfylla. Meðal annars stillingar á vélum, flughæð og annað, sem á að koma í veg fyrir að þau kerfi sem talin eru hafa átt hlut að máli í þessum slysum geti látið á sér kræla.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair sagði í síðustu viku að félagið gerði enn ráð fyrir að MAX-vélarnar yrðu komnar í notkun á ný í janúar næstkomandi.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20 Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20
Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28