Ekki svo viss Sif Sigmarsdóttir skrifar 28. september 2019 09:45 Kosningar liggja í loftinu í Bretlandi og Boris Johnson, forsætisráðherra, er byrjaður í kosningabaráttu. Hann ferðast um og útdeilir af herkænsku óútfylltum ávísunum í málefni sem rýnihópar ráða að brenni á kjósendum. Í London lofar hann fjölgun í lögreglunni, í Skotlandi lofar hann bændum beinhörðum peningum. Í síðustu viku hélt Boris innreið sína í spítala til að sýna að honum er annt um heilbrigðiskerfið. Uppátækið snerist í höndunum á honum þegar faðir vikugamallar stúlku sem lá alvarlega veik á barnadeildinni vatt sér upp að forsætisráðherranum. „Dóttir mín dó næstum í gær,“ sagði Omar Salem við forsætisráðherrann. „Það er búið að eyðileggja heilbrigðiskerfið og þú vogar þér að koma hingað í fjölmiðlasýningu.“ Boris svaraði svellkaldur: „Það eru engir fjölmiðlar hér.“ Salem benti á upptökumann sem beindi sjónvarpsmyndavél að forsætisráðherranum. „Hvað meinarðu? Hvaða fólk er þetta þá?“ Boris átti ekki til svar. En myndskeiðið þar sem Boris Johnson hafnar tilvist sjónvarpsmyndavélarinnar sem tekur upp afneitun hans birtist í öllum helstu fréttatímum.Jú, víst Dominic Cummings er einn umdeildasti maður Bretlands nú um stundir. Cummings var kosningastjóri útgöngusinna í kosningabaráttunni um Brexit og er nú aðalráðgjafi Borisar Johnson. Cummings er maðurinn á bak við eina stærstu lygi kosningabaráttu Brexit-liða, rútu sem ók um með slagorðinu: „Við sendum Evrópusambandinu 350 milljónir punda á viku; fjármögnum heldur heilbrigðiskerfið.“ Upphæðin var uppspuni. En sama hvað gagnrýnendur hrópuðu sig hása og sögðu að þetta væri ekki satt glottu Brexit-liðar bara og svöruðu „jú, víst“. Cummings er yfirlýstur aðdáandi Sun Tzu, kínversks hershöfðingja sem uppi var fimm öldum fyrir Krist og ritaði bókina Hernaðarlistin. Eitt af þeim heilræðum bókarinnar sem Cummings hefur hvað mest dálæti á fjallar um hvernig „vinna má stríðssigur án þess að berjast“ – eða, eins og Cummings útskýrir það í bloggfærslu: „Maður slær óvininn út af laginu með aðgerðum sem rugla hann í ríminu, sýndarárásum, blekkingum.“ Það virkar. Andstæðingar Borisar vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Því augljósari sem lygin er því harðar neitar hann því að hann fari með fleipur. Svart er hvítt og hvítt er svart. Þótt þingið samþykkti lagafrumvarp um að Boris geti ekki dregið Breta samningslausa út úr Evrópusambandinu segir Boris: „Jú, víst.“ Þótt sérfræðingar fullyrtu að Boris gæti ekki frestað þinghaldi og komið þannig í veg fyrir að þingið skipti sér af Brexit sagði Boris: „Jú, víst.“ En í vikunni sagði Hæstiréttur Bretlands: „Hingað og ekki lengra.“ Þingfrestun Borisar var dæmd ólögleg.Sænsk hippakommúna Við Íslendingar höfum löngum staðið framarlega þegar kemur að nýjustu tískustraumum. Miðflokkurinn var ekki lengi að tileinka sér aðferðafræði Borisar og Cummings. Nú þegar Orkupakkamálið er frá virðist sem Miðflokkurinn hyggist næst marka sér sérstöðu með því að að afneita því augljósa. Þótt flestir séu sammála um að loftslagsbreytingar séu ein helsta ógn við líf á jörðinni er Miðflokkurinn ekki svo viss. „Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á þingi. Það kemur fáum á óvart að Miðflokkurinn skipi sér í flokk með mönnum eins og Donald Trump. Það sætir hins vegar furðu að þingmaður flokksins, Bergþór Ólason, sé gerður að formanni umhverfisnefndar Alþingis, nefndar sem fer með mál sem varða náttúruvernd og rannsóknir á sviði umhverfismála. Í hernaðarlíkingu í anda Cummings er uppátækið eins og ef Trójumenn hefðu dregið Trójuhestinn inn fyrir borgarhliðið vitandi að hann væri fullur af óvinveittum grískum hermönnum. Var Svarthöfði ekki laus í formannssetuna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Kosningar liggja í loftinu í Bretlandi og Boris Johnson, forsætisráðherra, er byrjaður í kosningabaráttu. Hann ferðast um og útdeilir af herkænsku óútfylltum ávísunum í málefni sem rýnihópar ráða að brenni á kjósendum. Í London lofar hann fjölgun í lögreglunni, í Skotlandi lofar hann bændum beinhörðum peningum. Í síðustu viku hélt Boris innreið sína í spítala til að sýna að honum er annt um heilbrigðiskerfið. Uppátækið snerist í höndunum á honum þegar faðir vikugamallar stúlku sem lá alvarlega veik á barnadeildinni vatt sér upp að forsætisráðherranum. „Dóttir mín dó næstum í gær,“ sagði Omar Salem við forsætisráðherrann. „Það er búið að eyðileggja heilbrigðiskerfið og þú vogar þér að koma hingað í fjölmiðlasýningu.“ Boris svaraði svellkaldur: „Það eru engir fjölmiðlar hér.“ Salem benti á upptökumann sem beindi sjónvarpsmyndavél að forsætisráðherranum. „Hvað meinarðu? Hvaða fólk er þetta þá?“ Boris átti ekki til svar. En myndskeiðið þar sem Boris Johnson hafnar tilvist sjónvarpsmyndavélarinnar sem tekur upp afneitun hans birtist í öllum helstu fréttatímum.Jú, víst Dominic Cummings er einn umdeildasti maður Bretlands nú um stundir. Cummings var kosningastjóri útgöngusinna í kosningabaráttunni um Brexit og er nú aðalráðgjafi Borisar Johnson. Cummings er maðurinn á bak við eina stærstu lygi kosningabaráttu Brexit-liða, rútu sem ók um með slagorðinu: „Við sendum Evrópusambandinu 350 milljónir punda á viku; fjármögnum heldur heilbrigðiskerfið.“ Upphæðin var uppspuni. En sama hvað gagnrýnendur hrópuðu sig hása og sögðu að þetta væri ekki satt glottu Brexit-liðar bara og svöruðu „jú, víst“. Cummings er yfirlýstur aðdáandi Sun Tzu, kínversks hershöfðingja sem uppi var fimm öldum fyrir Krist og ritaði bókina Hernaðarlistin. Eitt af þeim heilræðum bókarinnar sem Cummings hefur hvað mest dálæti á fjallar um hvernig „vinna má stríðssigur án þess að berjast“ – eða, eins og Cummings útskýrir það í bloggfærslu: „Maður slær óvininn út af laginu með aðgerðum sem rugla hann í ríminu, sýndarárásum, blekkingum.“ Það virkar. Andstæðingar Borisar vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Því augljósari sem lygin er því harðar neitar hann því að hann fari með fleipur. Svart er hvítt og hvítt er svart. Þótt þingið samþykkti lagafrumvarp um að Boris geti ekki dregið Breta samningslausa út úr Evrópusambandinu segir Boris: „Jú, víst.“ Þótt sérfræðingar fullyrtu að Boris gæti ekki frestað þinghaldi og komið þannig í veg fyrir að þingið skipti sér af Brexit sagði Boris: „Jú, víst.“ En í vikunni sagði Hæstiréttur Bretlands: „Hingað og ekki lengra.“ Þingfrestun Borisar var dæmd ólögleg.Sænsk hippakommúna Við Íslendingar höfum löngum staðið framarlega þegar kemur að nýjustu tískustraumum. Miðflokkurinn var ekki lengi að tileinka sér aðferðafræði Borisar og Cummings. Nú þegar Orkupakkamálið er frá virðist sem Miðflokkurinn hyggist næst marka sér sérstöðu með því að að afneita því augljósa. Þótt flestir séu sammála um að loftslagsbreytingar séu ein helsta ógn við líf á jörðinni er Miðflokkurinn ekki svo viss. „Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á þingi. Það kemur fáum á óvart að Miðflokkurinn skipi sér í flokk með mönnum eins og Donald Trump. Það sætir hins vegar furðu að þingmaður flokksins, Bergþór Ólason, sé gerður að formanni umhverfisnefndar Alþingis, nefndar sem fer með mál sem varða náttúruvernd og rannsóknir á sviði umhverfismála. Í hernaðarlíkingu í anda Cummings er uppátækið eins og ef Trójumenn hefðu dregið Trójuhestinn inn fyrir borgarhliðið vitandi að hann væri fullur af óvinveittum grískum hermönnum. Var Svarthöfði ekki laus í formannssetuna?
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun