Vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. september 2019 21:00 Fjármálaráðherra vill að þeir sem noti samgöngumannvirkin borgi fyrir notkun þeirra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum og á móti yrðu tollar á innflutta bíla lækkaðir og breytingar gerðar á gjaldaumhverfi ökutækja, eldsneytis og umferðar. Í gær undirrituðu ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. Fjármálaráðherra hefur sagt að ekki verði farið í svo metnaðarfullar framkvæmdir nema að veruleg breyting verði gerð á gjaldtöku vegna ökutækja.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherraVísir/VilhelmBreytingar í samgöngum kallar á nýja hugsun „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að hækka skatta við erum fyrst og fremst að tala um breytingar á gjaldaumhverfi ökutækja, eldsneytis og umferðar,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra segir að nefnd sé að hefja störf sem á að endurskoða gjöld vegna eldsneytis og ökutækja. Breytingar hafi þó átt sér stað þegar ríkið gaf eftir þrjá milljarða í virðisaukaskattskerfinu vegna vistvænna ökutækja sem erum um 3500 talsins. Bjarni segir að í dag greiði eigendur rafbíla ekki aðflutningsgjöld, afsláttur er af virðisaukaskatti og eldsneytisgjöld eru engin. Þar af leiðandi er engin þátttaka í uppbyggingu samgöngumannvirkja. „Þetta kallar á algjörlega nýja hugsun og hluti þeirrar hugsunar, þeirrar hugmyndafræði sem við erum að boða er að við förum í gjöld sem miða við notkun á vegakerfinu,“ Útfærslan liggi þó ekki fyrir og að einhver ár geti jafnvel orðið þar til hún liggi ljós. Geta gjöld þá, þá eldri gjöld komið til með að lækka í þessu ljósi? „Já, ég sé fyrir mér að við gerum mikla breytingu á kerfunum yfir tíma samhliða þeim tæknibreytingum sem eru að verða. Að við hættum að tolla svona ríkulega bíla við innflutning til landsins og treystum meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjunum,“ segir Bjarni. Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 „Útfærslan skiptir öllu máli“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. 27. september 2019 13:03 Samkomulag um uppbyggingu á samgönguinnviðum kynnt í dag Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðar í dag. 26. september 2019 09:36 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Fjármálaráðherra vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum og á móti yrðu tollar á innflutta bíla lækkaðir og breytingar gerðar á gjaldaumhverfi ökutækja, eldsneytis og umferðar. Í gær undirrituðu ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. Fjármálaráðherra hefur sagt að ekki verði farið í svo metnaðarfullar framkvæmdir nema að veruleg breyting verði gerð á gjaldtöku vegna ökutækja.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherraVísir/VilhelmBreytingar í samgöngum kallar á nýja hugsun „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að hækka skatta við erum fyrst og fremst að tala um breytingar á gjaldaumhverfi ökutækja, eldsneytis og umferðar,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra segir að nefnd sé að hefja störf sem á að endurskoða gjöld vegna eldsneytis og ökutækja. Breytingar hafi þó átt sér stað þegar ríkið gaf eftir þrjá milljarða í virðisaukaskattskerfinu vegna vistvænna ökutækja sem erum um 3500 talsins. Bjarni segir að í dag greiði eigendur rafbíla ekki aðflutningsgjöld, afsláttur er af virðisaukaskatti og eldsneytisgjöld eru engin. Þar af leiðandi er engin þátttaka í uppbyggingu samgöngumannvirkja. „Þetta kallar á algjörlega nýja hugsun og hluti þeirrar hugsunar, þeirrar hugmyndafræði sem við erum að boða er að við förum í gjöld sem miða við notkun á vegakerfinu,“ Útfærslan liggi þó ekki fyrir og að einhver ár geti jafnvel orðið þar til hún liggi ljós. Geta gjöld þá, þá eldri gjöld komið til með að lækka í þessu ljósi? „Já, ég sé fyrir mér að við gerum mikla breytingu á kerfunum yfir tíma samhliða þeim tæknibreytingum sem eru að verða. Að við hættum að tolla svona ríkulega bíla við innflutning til landsins og treystum meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjunum,“ segir Bjarni.
Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 „Útfærslan skiptir öllu máli“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. 27. september 2019 13:03 Samkomulag um uppbyggingu á samgönguinnviðum kynnt í dag Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðar í dag. 26. september 2019 09:36 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44
„Útfærslan skiptir öllu máli“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. 27. september 2019 13:03
Samkomulag um uppbyggingu á samgönguinnviðum kynnt í dag Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðar í dag. 26. september 2019 09:36
Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05