Íslendingar fá að gefa fjarlægu sólkerfi nafn Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2019 16:09 Nafnasamkeppnin er opin löndum með tengilið við Alþjóðasamband stjarnfræðinga og þeim sem sækja um að vera með. Reikistjarnan sem Íslendingar fá úthlutað er ólík þeirri á teikningunni hér. Þar er ekkert fast yfirborð. Alþjóðasamband stjarnfræðinga Sólstjarna og fjarreikistjarna í um 222 ljósára fjarlægð frá jörðinni munu bera íslensk nöfn um ókomna tíð. Alþjóðsamband stjarnfræðinga gefur almenningi kost á að leggja til nöfn á fjarlægum sólkerfum í tilefni af aldarafmæli sínu. Nöfnin verða viðurkennd í gagnabönkum sambandsins og notuð í stjarnvísindum til frambúðar. Ísland fékk úthlutað sólkerfi í stjörnumerkinu Drekanum ofan við halann í Karlsvagninum. Stjarnan hefur fram að þessu aðeins verið þekkt undir raðheitinu HD109246 og fjarreikistjarnan á braut um hana HD109246b. Kári Helgason, formaður Stjarnvísindafélags Íslands, segir að um fimmtíu tillögur hafi þegar borist þrátt fyrir að nafnasamkeppnin hafi ekkert verið kynnt til þessa. HD109246 er af sömu gerð og sólin okkar og er því svipuð að stærð, ljósafli og hitastigi. Reikistjarnan á braut um hana var uppgötvuð árið 2010. Hún er gasrisi, um fimmtungi stærri en Júpíter. Braut hennar er þétt upp við móðurstjörnuna og því hefur hún stuttan umferðartíma, aðeins 68,3 jarðneska daga. Slíkar reikistjörnur eru nefndir heitir Júpíterar.Fjarri því lífvænlegur staður Litlar líkur eru á því að geimfarandi Íslendingar framtíðarinnar stofni nýlendu á reikistjörnunni sem fær íslenskt nafn. Kári segir að HD109246 sé fjarri því lífvænleg. „Hún er vel fyrir innan lífbelti stjörnunnar og hún er gasrisi svo það er ekkert almennilegt fast yfirborð,“ segir hann. Íslendingar geta þó huggað sig við að móðurstjarnan er sjáanleg héðan. Stjarnan er ekki nógu björt til að vera sýnileg með berum augum en hún er vel greinanleg með handsjónauka ef fólk veit hvar á að leita. Sólkerfið segir Kári dæmigert fyrir þau fyrstu sem menn fundu á 10. áratug síðustu aldar. Til að byrjar með hafi aðallega fundist stórar reikistjörnur eins og þessi en síðar hafi menn fundið minni hnetti eins ísrisa á stærð við Neptúnus og bergreikistjörnur á borð við jörðina. Tillögurnar að nafni á sólkerfið þurfa að uppfylla nokkur skilyrði. Æskilegt er sagt að nöfn stjörnunnar og reikistjörnunnar vísi til sama uppruna eða hafi sama þema. Einnig að nöfnin hafi skírskotun í sögu, tungumál eða menningu. Reglur IAU banna að nöfnin séu pólitísk, niðrandi, vísi til hernaðar, trúarbragða eða fyrirtækja svo eitthvað sé nefnt.Frestur til að skila inn tillögum er til loka dags 20. október. Landsnefnd skipuð sérfræðingum rýnir svo í tillögurnar og velur fimm til tíu nöfn sem fara í úrslit. Almenn kosning verður svo opin frá 21. október til 14. nóvember. Eftir að þau úrslit liggja fyrir tilkynnir Alþjóðasambandið formlega um nöfnin á gamlársdag.Stjarna sem Íslendingar fá að nefna er merkt með gulri stjörnu á stjörnukortinu. Geimurinn Vísindi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sólstjarna og fjarreikistjarna í um 222 ljósára fjarlægð frá jörðinni munu bera íslensk nöfn um ókomna tíð. Alþjóðsamband stjarnfræðinga gefur almenningi kost á að leggja til nöfn á fjarlægum sólkerfum í tilefni af aldarafmæli sínu. Nöfnin verða viðurkennd í gagnabönkum sambandsins og notuð í stjarnvísindum til frambúðar. Ísland fékk úthlutað sólkerfi í stjörnumerkinu Drekanum ofan við halann í Karlsvagninum. Stjarnan hefur fram að þessu aðeins verið þekkt undir raðheitinu HD109246 og fjarreikistjarnan á braut um hana HD109246b. Kári Helgason, formaður Stjarnvísindafélags Íslands, segir að um fimmtíu tillögur hafi þegar borist þrátt fyrir að nafnasamkeppnin hafi ekkert verið kynnt til þessa. HD109246 er af sömu gerð og sólin okkar og er því svipuð að stærð, ljósafli og hitastigi. Reikistjarnan á braut um hana var uppgötvuð árið 2010. Hún er gasrisi, um fimmtungi stærri en Júpíter. Braut hennar er þétt upp við móðurstjörnuna og því hefur hún stuttan umferðartíma, aðeins 68,3 jarðneska daga. Slíkar reikistjörnur eru nefndir heitir Júpíterar.Fjarri því lífvænlegur staður Litlar líkur eru á því að geimfarandi Íslendingar framtíðarinnar stofni nýlendu á reikistjörnunni sem fær íslenskt nafn. Kári segir að HD109246 sé fjarri því lífvænleg. „Hún er vel fyrir innan lífbelti stjörnunnar og hún er gasrisi svo það er ekkert almennilegt fast yfirborð,“ segir hann. Íslendingar geta þó huggað sig við að móðurstjarnan er sjáanleg héðan. Stjarnan er ekki nógu björt til að vera sýnileg með berum augum en hún er vel greinanleg með handsjónauka ef fólk veit hvar á að leita. Sólkerfið segir Kári dæmigert fyrir þau fyrstu sem menn fundu á 10. áratug síðustu aldar. Til að byrjar með hafi aðallega fundist stórar reikistjörnur eins og þessi en síðar hafi menn fundið minni hnetti eins ísrisa á stærð við Neptúnus og bergreikistjörnur á borð við jörðina. Tillögurnar að nafni á sólkerfið þurfa að uppfylla nokkur skilyrði. Æskilegt er sagt að nöfn stjörnunnar og reikistjörnunnar vísi til sama uppruna eða hafi sama þema. Einnig að nöfnin hafi skírskotun í sögu, tungumál eða menningu. Reglur IAU banna að nöfnin séu pólitísk, niðrandi, vísi til hernaðar, trúarbragða eða fyrirtækja svo eitthvað sé nefnt.Frestur til að skila inn tillögum er til loka dags 20. október. Landsnefnd skipuð sérfræðingum rýnir svo í tillögurnar og velur fimm til tíu nöfn sem fara í úrslit. Almenn kosning verður svo opin frá 21. október til 14. nóvember. Eftir að þau úrslit liggja fyrir tilkynnir Alþjóðasambandið formlega um nöfnin á gamlársdag.Stjarna sem Íslendingar fá að nefna er merkt með gulri stjörnu á stjörnukortinu.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira