Færsla fráveitulagnar allt að 400 milljónir Ari Brynjólfsson skrifar 27. september 2019 08:15 Gróðurhvelfing Aldin Bio Dome og fleiri byggingar eiga að rísa við Stekkjabakka. Svæðið er upp til vinstri á miðri mynd. vísir/vilhelm Framkvæmdir við breytingar á fráveitulögn sem liggur undir fyrirhugaðri gróðurhvelfingu í útjaðri Elliðaárdalsins munu kosta á bilinu 89 til 429 milljónir króna. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fullyrðir að allur sá kostnaður komi til með að lenda á útsvarsgreiðendum. Staðsetning byggingasvæðis gróðurhvelfingar Aldin BioDome við Stekkjabakka er ofan á núverandi fráveitulögn Veitna sem flytur skólp frá Efra-Breiðholti, Norðlingaholti og Árbæ. Í umsögn Veitna við framkvæmdina segir að ekki sé leyft að byggja ofan á stofnlögnum þar sem aðgengi að þeim verður að vera tryggt allan sólarhringinn. Í minnisblaði verkfræðistofunnar Verkís til Veitna frá því í vor, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að núverandi lögn sé hálfrar aldar gömul og þoli illa rask af framkvæmdum. Byggingarnar, þar á meðal 4500 fermetra gróðurhvelfingar, sem eiga að rísa á svæðinu verða að hluta til grafnar niður. Í bréfi Skipulagsstofnunar til umhverfis- og skipulagssviðs fyrr í þessum mánuði eru gerðar athugasemdir við að fráveitulögnin liggi töluvert hærra í landi en gólf gróðurhvelfinganna. Í minnisblaði Verkís eru settar fram þrjár leiðir ásamt frumkostnaðarmati. Leið A felur í sér að leggja lögnina út fyrir svæðið, sú leið er dýrust og gæti kostað allt að 429 milljónir. Leið B er ódýrust en áhættusömust, hún felur í sér að fóðra núverandi lögn eða leggja aðra lögn samhliða hinni. Áætlaður kostnaður er á bilinu 86 til 97 milljónir. Leið C felur í sér að færa lögnina þétt utan um byggingarsvæðið. Sú leið kostar allt að 213 milljónum. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að kostnaðurinn við framkvæmdirnar lenda á borgarbúum, ekki Aldin BioDome. „Ef breyta á legu lagna vegna breytinga á skipulagi greiðir borgin kostnaðinn sem af hlýst, nema þegar lagnirnar eru gamlar, þá greiða Veitur 56 prósent,“ segir Egill Þór. „Veitur eru í eigu borgarinnar og því mun kostnaðurinn alltaf á endanum lenda á útsvarsgreiðendum.“ Fram kemur í svari Umhverfis- og skipulagssviðs við athugasemd Veitna að búið sé að setja inn sértaka kvöð um þil eða styrkingu í kringum fráveitulögnina. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að töluverð óvissa sé um Leið B, hætta sé á að skólp flæði í Elliðaárnar ef fóðra eigi lögnina. Með Leið A sé verið að nýta tækifærið og endurnýja lögn sem þurfi hvort eð er að gera á næstu tíu til tuttugu árum. Óvissa sé þó um kostnaðarmatið þar sem þurfi að fara í jarðvegsrannsóknir á dýpt klappar. „Það blasir við að kostnaðurinn við þessar framkvæmdir getur rokið upp úr öllu valdi,“ segir Egill Þór. „Meirihlutinn hefur sagt um þessar framkvæmdir að enginn kostnaður leggist á borgina, það er bara rangt. Þetta getur farið yfir hálfan milljarð.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Framkvæmdir við breytingar á fráveitulögn sem liggur undir fyrirhugaðri gróðurhvelfingu í útjaðri Elliðaárdalsins munu kosta á bilinu 89 til 429 milljónir króna. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fullyrðir að allur sá kostnaður komi til með að lenda á útsvarsgreiðendum. Staðsetning byggingasvæðis gróðurhvelfingar Aldin BioDome við Stekkjabakka er ofan á núverandi fráveitulögn Veitna sem flytur skólp frá Efra-Breiðholti, Norðlingaholti og Árbæ. Í umsögn Veitna við framkvæmdina segir að ekki sé leyft að byggja ofan á stofnlögnum þar sem aðgengi að þeim verður að vera tryggt allan sólarhringinn. Í minnisblaði verkfræðistofunnar Verkís til Veitna frá því í vor, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að núverandi lögn sé hálfrar aldar gömul og þoli illa rask af framkvæmdum. Byggingarnar, þar á meðal 4500 fermetra gróðurhvelfingar, sem eiga að rísa á svæðinu verða að hluta til grafnar niður. Í bréfi Skipulagsstofnunar til umhverfis- og skipulagssviðs fyrr í þessum mánuði eru gerðar athugasemdir við að fráveitulögnin liggi töluvert hærra í landi en gólf gróðurhvelfinganna. Í minnisblaði Verkís eru settar fram þrjár leiðir ásamt frumkostnaðarmati. Leið A felur í sér að leggja lögnina út fyrir svæðið, sú leið er dýrust og gæti kostað allt að 429 milljónir. Leið B er ódýrust en áhættusömust, hún felur í sér að fóðra núverandi lögn eða leggja aðra lögn samhliða hinni. Áætlaður kostnaður er á bilinu 86 til 97 milljónir. Leið C felur í sér að færa lögnina þétt utan um byggingarsvæðið. Sú leið kostar allt að 213 milljónum. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að kostnaðurinn við framkvæmdirnar lenda á borgarbúum, ekki Aldin BioDome. „Ef breyta á legu lagna vegna breytinga á skipulagi greiðir borgin kostnaðinn sem af hlýst, nema þegar lagnirnar eru gamlar, þá greiða Veitur 56 prósent,“ segir Egill Þór. „Veitur eru í eigu borgarinnar og því mun kostnaðurinn alltaf á endanum lenda á útsvarsgreiðendum.“ Fram kemur í svari Umhverfis- og skipulagssviðs við athugasemd Veitna að búið sé að setja inn sértaka kvöð um þil eða styrkingu í kringum fráveitulögnina. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að töluverð óvissa sé um Leið B, hætta sé á að skólp flæði í Elliðaárnar ef fóðra eigi lögnina. Með Leið A sé verið að nýta tækifærið og endurnýja lögn sem þurfi hvort eð er að gera á næstu tíu til tuttugu árum. Óvissa sé þó um kostnaðarmatið þar sem þurfi að fara í jarðvegsrannsóknir á dýpt klappar. „Það blasir við að kostnaðurinn við þessar framkvæmdir getur rokið upp úr öllu valdi,“ segir Egill Þór. „Meirihlutinn hefur sagt um þessar framkvæmdir að enginn kostnaður leggist á borgina, það er bara rangt. Þetta getur farið yfir hálfan milljarð.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira