Óttast að dýfan verði aðeins dýpri Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2019 22:49 Um það bil hundrað starfsmönnum Arion banka var sagt upp í dag. Fréttablaðið/STEFÁN Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 134 var sagt upp í fjármálageiranum í dag. Umfangsmesta hópuppsögn fjármálafyrirtækis frá hruni fór fram í Arion banka í dag þar sem 102 misstu vinnuna. Þá var 20 sagt upp hjá Íslandsbanka og 12 hjá fjárhirðinum Valitor. Hljóðið er þungt í starfsmönnum og þá íhuga Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja að vísa málinu til félagsdóms. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að uppsagnirnar hefðu verið umfangsmeiri en stofnunin hefði búist við. Hún ræddi uppsagnirnar og horfur í efnahagslífinu í ljósi þeirra nánar í þættinum Reykjavík síðdegis í dag.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Það virðist vera mikill samdráttur í starfsmannahaldi í fjármálageiranum akkúrat núna, það er alveg ljóst. En við erum auðvitað greinilega í niðursveiflu, það held ég að sé engum blöðum um að fletta og það eru allir sammála um það. En spurningin er hvenær þeim botni er náð og vonandi gerist það fljótt á nýju ári að við förum að fara upp á við aftur,“ sagði Unnur.Gerið þið ráð fyrir enn meiri dýfu?„Ég skal ekki segja. Ég óttast að hún verði aðeins dýpri. Ég á nú von á því alveg eins“Að það sé von á fleiri fjöldauppsögnum?„Já, ég yrði ekki hissa. Við getum orðað það þannig. En ég vona það besta.“ Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar voru atvinnulausir 8.500 í ágúst, eða 4,4%, sem er 1,3 prósentustigum hærra en í júlí. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun, sem Unnur vísaði í, voru 6748 á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun í ágúst og atvinnuleysi þannig um 3,5%, sem hún segir ríma við aukninguna á árinu. Enn á eftir að fara yfir atvinnuleysistölur fyrir septembermánuð.Viðtalið við Unni má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26 Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09 Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 134 var sagt upp í fjármálageiranum í dag. Umfangsmesta hópuppsögn fjármálafyrirtækis frá hruni fór fram í Arion banka í dag þar sem 102 misstu vinnuna. Þá var 20 sagt upp hjá Íslandsbanka og 12 hjá fjárhirðinum Valitor. Hljóðið er þungt í starfsmönnum og þá íhuga Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja að vísa málinu til félagsdóms. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að uppsagnirnar hefðu verið umfangsmeiri en stofnunin hefði búist við. Hún ræddi uppsagnirnar og horfur í efnahagslífinu í ljósi þeirra nánar í þættinum Reykjavík síðdegis í dag.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Það virðist vera mikill samdráttur í starfsmannahaldi í fjármálageiranum akkúrat núna, það er alveg ljóst. En við erum auðvitað greinilega í niðursveiflu, það held ég að sé engum blöðum um að fletta og það eru allir sammála um það. En spurningin er hvenær þeim botni er náð og vonandi gerist það fljótt á nýju ári að við förum að fara upp á við aftur,“ sagði Unnur.Gerið þið ráð fyrir enn meiri dýfu?„Ég skal ekki segja. Ég óttast að hún verði aðeins dýpri. Ég á nú von á því alveg eins“Að það sé von á fleiri fjöldauppsögnum?„Já, ég yrði ekki hissa. Við getum orðað það þannig. En ég vona það besta.“ Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar voru atvinnulausir 8.500 í ágúst, eða 4,4%, sem er 1,3 prósentustigum hærra en í júlí. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun, sem Unnur vísaði í, voru 6748 á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun í ágúst og atvinnuleysi þannig um 3,5%, sem hún segir ríma við aukninguna á árinu. Enn á eftir að fara yfir atvinnuleysistölur fyrir septembermánuð.Viðtalið við Unni má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26 Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09 Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45
Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26
Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09
Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33