Icelandair segir upp 87 flugmönnum og gerir kjarasamning við þá sem eftir eru Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2019 19:35 Í lok síðasta mánaðar tilkynnti Icelandair að gera þyrfti ráðstafanir innan félagsins til að bregðast við kyrrsetningu Boeing 737 Max-flugvéla. Vísir/vilhelm Icelandair hefur undirritað framlengingu á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sem gildir til 30. september 2020. Þá hefur verið ákveðið að horfa frá áformum um að færa 111 flugmenn í 50% starf og segja þess í stað upp 87 flugmönnum. Þetta er gert til að bregðast við kyrrsetningu Boeing 737 Max-flugvéla félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Fyrri kjarasamningur FÍA og Icelandair hefði að öllu óbreyttu runnið út um næstu áramót. Nýi kjarasamningurinn kveður á um að samningsbundin launahækkun, sem taka átti gildi 1. október nk., frestast til 1. apríl 2020 og engar aðrar launahækkanir munu eiga sér stað á tímabilinu. Þá var jafnframt undirrituð viljayfirlýsing sömu aðila um að skipa starfshóp til að útfæra ýmis atriði sem snúa að starfsfyrirkomulagi flugmanna. Í tilkynningu segir að verkefni starfshópsins miði að því að styrkja samkeppnishæfni Icelandair. Kjarasamningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum FÍA.Vonast til að flestir eigi afturkvæmt næsta vor Í lok síðasta mánaðar tilkynnti Icelandair að gera þyrfti ráðstafanir innan félagsins til að bregðast við kyrrsetningu Boeing 737 Max-flugvéla, sem ekki er gert ráð fyrir að teknar verði aftur í rekstur fyrr en á nýju ári.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/vilhelmÍ tilkynningu er þessi „fordæmalausa staða“, sem hafði neikvæð áhrif á reksturinn, sögð hafa orðið til þess að endurskoða þurfti fjölda áhafnarmeðlima flugfélagsins með hliðsjón af endurskoðaðri flugáætlun. Þannig verður 87 flugmönnum sagt upp störfum 1. október næstkomandi. „Um síðustu mánaðamót voru því gerðar tímabundnar breytingar hjá hópi flugmanna og flugstjóra, frá 1. desember 2019 til 1. apríl 2020, þar sem m.a. 111 flugmenn voru færðir niður í 50% starf. Ákveðið hefur verið að draga þessa ráðstöfun til baka en segja þess í stað upp hluta af flugmönnum félagsins. Uppsögnin tekur gildi 1. október nk. og nær til 87 flugmanna. Icelandair vonast til þess að geta boðið flestum þeirra starf aftur næsta vor. Hjá félaginu starfa áfram um 460 flugmenn og flugstjórar,“ segir í tilkynningu Icelandair. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair í tilkynningu að mikilvægt sé á þessum tímapunkti að ganga frá samningum við FÍA. Bæði FÍA og Icelandair átti sig á því að leita þurfi sameiginlegra lausna sem þjóna hagsmunum beggja aðila. „Flugmenn sýna það í verki með því að fresta samningsbundnum launahækkunum. Við höfum á liðnum árum átt gott samstarf við FÍA um úrlausnir ýmissa mála er snúa að kjaramálum flugmanna og samkeppnishæfni Icelandair og aðilar eru sammála um að leggja enn meiri áherslu á þá vinnu. Það er alltaf erfið ákvörðun að segja upp starfsfólki en í ljósi þeirrar fordæmalausu stöðu sem félagið er í vegna flotamála verðum við því miður að grípa til þessara aðgerða. Við vonumst til að geta boðið þessum flugmönnum starf aftur fyrir næsta sumar.“ Örnólfur Jónsson formaður FÍA vill ekki tjá sig um uppsagnirnar eða kjarasamninginn og efni hans fyrr en búið er að kynna samninginn félagsmönnum. Það verður gert á föstudag. Þar á eftir hefst atkvæðagreiðsla sem mun standa yfir í viku.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Bogi Nils Bogason forstjóri segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að félagið muni komast leikandi í gegnum kyrrsetningu Boeing 737 MAX-vélanna. 20. september 2019 20:00 Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28 Boeing greiðir bætur til aðstandenda Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur. 23. september 2019 21:19 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Icelandair hefur undirritað framlengingu á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sem gildir til 30. september 2020. Þá hefur verið ákveðið að horfa frá áformum um að færa 111 flugmenn í 50% starf og segja þess í stað upp 87 flugmönnum. Þetta er gert til að bregðast við kyrrsetningu Boeing 737 Max-flugvéla félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Fyrri kjarasamningur FÍA og Icelandair hefði að öllu óbreyttu runnið út um næstu áramót. Nýi kjarasamningurinn kveður á um að samningsbundin launahækkun, sem taka átti gildi 1. október nk., frestast til 1. apríl 2020 og engar aðrar launahækkanir munu eiga sér stað á tímabilinu. Þá var jafnframt undirrituð viljayfirlýsing sömu aðila um að skipa starfshóp til að útfæra ýmis atriði sem snúa að starfsfyrirkomulagi flugmanna. Í tilkynningu segir að verkefni starfshópsins miði að því að styrkja samkeppnishæfni Icelandair. Kjarasamningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum FÍA.Vonast til að flestir eigi afturkvæmt næsta vor Í lok síðasta mánaðar tilkynnti Icelandair að gera þyrfti ráðstafanir innan félagsins til að bregðast við kyrrsetningu Boeing 737 Max-flugvéla, sem ekki er gert ráð fyrir að teknar verði aftur í rekstur fyrr en á nýju ári.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/vilhelmÍ tilkynningu er þessi „fordæmalausa staða“, sem hafði neikvæð áhrif á reksturinn, sögð hafa orðið til þess að endurskoða þurfti fjölda áhafnarmeðlima flugfélagsins með hliðsjón af endurskoðaðri flugáætlun. Þannig verður 87 flugmönnum sagt upp störfum 1. október næstkomandi. „Um síðustu mánaðamót voru því gerðar tímabundnar breytingar hjá hópi flugmanna og flugstjóra, frá 1. desember 2019 til 1. apríl 2020, þar sem m.a. 111 flugmenn voru færðir niður í 50% starf. Ákveðið hefur verið að draga þessa ráðstöfun til baka en segja þess í stað upp hluta af flugmönnum félagsins. Uppsögnin tekur gildi 1. október nk. og nær til 87 flugmanna. Icelandair vonast til þess að geta boðið flestum þeirra starf aftur næsta vor. Hjá félaginu starfa áfram um 460 flugmenn og flugstjórar,“ segir í tilkynningu Icelandair. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair í tilkynningu að mikilvægt sé á þessum tímapunkti að ganga frá samningum við FÍA. Bæði FÍA og Icelandair átti sig á því að leita þurfi sameiginlegra lausna sem þjóna hagsmunum beggja aðila. „Flugmenn sýna það í verki með því að fresta samningsbundnum launahækkunum. Við höfum á liðnum árum átt gott samstarf við FÍA um úrlausnir ýmissa mála er snúa að kjaramálum flugmanna og samkeppnishæfni Icelandair og aðilar eru sammála um að leggja enn meiri áherslu á þá vinnu. Það er alltaf erfið ákvörðun að segja upp starfsfólki en í ljósi þeirrar fordæmalausu stöðu sem félagið er í vegna flotamála verðum við því miður að grípa til þessara aðgerða. Við vonumst til að geta boðið þessum flugmönnum starf aftur fyrir næsta sumar.“ Örnólfur Jónsson formaður FÍA vill ekki tjá sig um uppsagnirnar eða kjarasamninginn og efni hans fyrr en búið er að kynna samninginn félagsmönnum. Það verður gert á föstudag. Þar á eftir hefst atkvæðagreiðsla sem mun standa yfir í viku.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Bogi Nils Bogason forstjóri segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að félagið muni komast leikandi í gegnum kyrrsetningu Boeing 737 MAX-vélanna. 20. september 2019 20:00 Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28 Boeing greiðir bætur til aðstandenda Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur. 23. september 2019 21:19 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Bogi Nils Bogason forstjóri segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að félagið muni komast leikandi í gegnum kyrrsetningu Boeing 737 MAX-vélanna. 20. september 2019 20:00
Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28
Boeing greiðir bætur til aðstandenda Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur. 23. september 2019 21:19