Fimmtán börn þurftu að vera heima vegna manneklu á leikskóla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2019 20:00 Dæmi eru um að allt að fimmtán börn á dag hafi þurft að vera heima vegna manneklu á einum og sama leikskólanum í Reykjavík í haust. Þótt nokkuð vel hafi gengið að manna stöður í skólum borgarinnar þarf að gera miklu betur segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í ár hefur mönnun gengið nokkuð vel á bæði grunn- og leikskólastigi í skólum Reykjavíkurborgar samkvæmt síðustu samantekt skóla- og frístundasviðs sem er frá 19. September. Þá átti eftir að ráða í um 38 stöðugildi á leikskólum, 22 í grunnskólum og um 42 á frístundaheimilum. Þá fjölgar stöðugildum um 44 á milli ára þar sem starfsmannaþörf jókst vegna fjölgunar leikskólarýma og nemenda. „Þegar þessar tölur voru teknar saman þá vantaði um 130 stöðugildi á skóla- og frístundasvið. Sem meðal annars hefur verið að valda því að það hefur þurft að senda börn heim af leikskóla og ekki getað tekið inn öll börn sem var búið að bjóða pláss,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem situr í skóla- og frístundaráði.Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Samkvæmt könnun sem gerð var meðal leikskóla dagana 16.-17. september hafði einn leikskóli í Reykjavík, leikskólinn Hof, þurft að skerða þjónustu með því að senda fimmtán börn heim daglega, þannig að vistun barns skertist um einn dag á hálfs mánaðar fresti vegna manneklu. „Sem betur fer er þessi leikskóli núna fullmannaður þannig að það er búið að ráða. En vissulega er það slæmt og þar tel ég fyrst og fremst að sé bara starfsmannaaðstaðan, minna álag og betri aðstaða fyrir starfsfólkið okkar, þannig að við förum að verða eftirsóttur kostur,“ segir Valgerður. Hún telji að bæta þurfi aðstöðu starfsfólksins og auka fjármagn í málaflokkinn. „Ég held að við eigum bara fullt af peningum. Við höfum verið að gera alls konar verkefni hérna sem er ekki skilda, ekki partur af grunnþjónustunni okkar. Og við eigum að einbeita okkur að grunnþjónustunni fyrst og fremst. Við þurfum ekki að draga úr neinum öðrum grunnþjónustuverkefnum, alls ekki. Við eigum að bæta í þar,“ segir Valgerður. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Dæmi eru um að allt að fimmtán börn á dag hafi þurft að vera heima vegna manneklu á einum og sama leikskólanum í Reykjavík í haust. Þótt nokkuð vel hafi gengið að manna stöður í skólum borgarinnar þarf að gera miklu betur segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í ár hefur mönnun gengið nokkuð vel á bæði grunn- og leikskólastigi í skólum Reykjavíkurborgar samkvæmt síðustu samantekt skóla- og frístundasviðs sem er frá 19. September. Þá átti eftir að ráða í um 38 stöðugildi á leikskólum, 22 í grunnskólum og um 42 á frístundaheimilum. Þá fjölgar stöðugildum um 44 á milli ára þar sem starfsmannaþörf jókst vegna fjölgunar leikskólarýma og nemenda. „Þegar þessar tölur voru teknar saman þá vantaði um 130 stöðugildi á skóla- og frístundasvið. Sem meðal annars hefur verið að valda því að það hefur þurft að senda börn heim af leikskóla og ekki getað tekið inn öll börn sem var búið að bjóða pláss,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem situr í skóla- og frístundaráði.Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Samkvæmt könnun sem gerð var meðal leikskóla dagana 16.-17. september hafði einn leikskóli í Reykjavík, leikskólinn Hof, þurft að skerða þjónustu með því að senda fimmtán börn heim daglega, þannig að vistun barns skertist um einn dag á hálfs mánaðar fresti vegna manneklu. „Sem betur fer er þessi leikskóli núna fullmannaður þannig að það er búið að ráða. En vissulega er það slæmt og þar tel ég fyrst og fremst að sé bara starfsmannaaðstaðan, minna álag og betri aðstaða fyrir starfsfólkið okkar, þannig að við förum að verða eftirsóttur kostur,“ segir Valgerður. Hún telji að bæta þurfi aðstöðu starfsfólksins og auka fjármagn í málaflokkinn. „Ég held að við eigum bara fullt af peningum. Við höfum verið að gera alls konar verkefni hérna sem er ekki skilda, ekki partur af grunnþjónustunni okkar. Og við eigum að einbeita okkur að grunnþjónustunni fyrst og fremst. Við þurfum ekki að draga úr neinum öðrum grunnþjónustuverkefnum, alls ekki. Við eigum að bæta í þar,“ segir Valgerður.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira