Gætum lært af Grænlendingum að brosa meira og hlæja meira Kristján Már Unnarsson skrifar 25. september 2019 11:24 Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, bauð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í siglingu um Nuukfjörð í gær. Mynd/Forsetaskrifstofan. „Við Íslendingar hlökkum til þess að styrkja enn frekar þau bönd sem tengja löndin okkar tvö,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ræðu í kvöldverðarboði grænlensku landstjórnarinnar í Húsi Hans Egede í Nuuk, í gærkvöldi. Forsetinn sagði Íslendinga ekki endilega vita eins mikið og æskilegt væri um sögu Grænlendinga, og horfi gjarnan á hana frá eigin sjónarhóli. „Við lærum í skóla um þá norrænu menn sem sigldu vestur frá Íslandi fyrir meira en þúsund árum, fundu land og nefndu það Grænland,“ sagði Guðni og bætti við að snemma á síðustu öld hafi sumir Íslendingar tekið þátt í þeim sérdræga leik að reyna að kasta eign sinni á Grænland.Guðni Th. Jóhannesson fór út að skokka í Nuuk með hópi fólks.Mynd/Forsetaskrifstofan.„Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga. Öld fram af öld tókst fólki hið illmögulega, að komast af í einu harðbýlasta landi heims,“ sagði Guðni. „Þar að auki hefur menning ykkar og tungumál lifað umrót nútímans, áhrif að utan sem voru ekki alltaf til góðs. Þessi afrek mega fylla ykkur stolti, kæru gestgjafar, og fylla ykkur jafnframt krafti við að takast á við þau úrlausnarefni sem nú bíða í grænlensku samfélagi.“ Eliza Reid forsetafrú í heimsókn hjá Umboðsmanni barna á Grænlandi í gær. Eliza skoðaði einnig kvennaathvarf í Nuuk.MYND/LEIFF JOSEFSEN, SERMITSIAQ.Forsetinn sagði þjóðirnar geta unnið saman á fjölda sviða og nefndi útveg og ferðaþjónustu en einnig heilbrigðis-, mennta- og menningarmál. Saman þyrftu þær að glíma við þá loftslagsvá sem öllum mætti vera ljós, ekki síst á norðurslóðum. „Og aldrei gleyma Íslendingar þeim samhug í verki sem Grænlendingar sýndu eftir mannskæð snjóflóð á Vestfjörðum fyrir um aldarfjórðungi,“ sagði forsetinn.Sjá einnig: Forsetahjónin heimsækja Grænland Þá rifjaði forsetinn upp svar grænlensks gests á Íslandi þegar hann var spurður að því hvað Íslendingar gætu lært af Grænlendingum. „Gesturinn góði hugsaði sig aðeins um, minnti á að margt gerðu Íslendingar vissulega vel en það sem þeir gætu kannski lært af Grænlendingum væri að brosa meira og hlæja meira,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson í lok ræðu sinnar um leið og hann bað gesti um lyfta glasi og skála fyrir bræðra- og systraþeli Íslendinga og Grænlendinga, „öflugra vinaþjóða í útnorðri“. Forseti Íslands Grænland Tengdar fréttir Forseti Íslands ræddi við háskólanemendur í Nuuk Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fundaði með Kim Kielsen forsætisráðherra og heimsótti þjóðþing Grænlendinga á öðrum degi formlegrar heimsóknar forsetahjónanna til Nuuk. 24. september 2019 21:48 Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
„Við Íslendingar hlökkum til þess að styrkja enn frekar þau bönd sem tengja löndin okkar tvö,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ræðu í kvöldverðarboði grænlensku landstjórnarinnar í Húsi Hans Egede í Nuuk, í gærkvöldi. Forsetinn sagði Íslendinga ekki endilega vita eins mikið og æskilegt væri um sögu Grænlendinga, og horfi gjarnan á hana frá eigin sjónarhóli. „Við lærum í skóla um þá norrænu menn sem sigldu vestur frá Íslandi fyrir meira en þúsund árum, fundu land og nefndu það Grænland,“ sagði Guðni og bætti við að snemma á síðustu öld hafi sumir Íslendingar tekið þátt í þeim sérdræga leik að reyna að kasta eign sinni á Grænland.Guðni Th. Jóhannesson fór út að skokka í Nuuk með hópi fólks.Mynd/Forsetaskrifstofan.„Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga. Öld fram af öld tókst fólki hið illmögulega, að komast af í einu harðbýlasta landi heims,“ sagði Guðni. „Þar að auki hefur menning ykkar og tungumál lifað umrót nútímans, áhrif að utan sem voru ekki alltaf til góðs. Þessi afrek mega fylla ykkur stolti, kæru gestgjafar, og fylla ykkur jafnframt krafti við að takast á við þau úrlausnarefni sem nú bíða í grænlensku samfélagi.“ Eliza Reid forsetafrú í heimsókn hjá Umboðsmanni barna á Grænlandi í gær. Eliza skoðaði einnig kvennaathvarf í Nuuk.MYND/LEIFF JOSEFSEN, SERMITSIAQ.Forsetinn sagði þjóðirnar geta unnið saman á fjölda sviða og nefndi útveg og ferðaþjónustu en einnig heilbrigðis-, mennta- og menningarmál. Saman þyrftu þær að glíma við þá loftslagsvá sem öllum mætti vera ljós, ekki síst á norðurslóðum. „Og aldrei gleyma Íslendingar þeim samhug í verki sem Grænlendingar sýndu eftir mannskæð snjóflóð á Vestfjörðum fyrir um aldarfjórðungi,“ sagði forsetinn.Sjá einnig: Forsetahjónin heimsækja Grænland Þá rifjaði forsetinn upp svar grænlensks gests á Íslandi þegar hann var spurður að því hvað Íslendingar gætu lært af Grænlendingum. „Gesturinn góði hugsaði sig aðeins um, minnti á að margt gerðu Íslendingar vissulega vel en það sem þeir gætu kannski lært af Grænlendingum væri að brosa meira og hlæja meira,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson í lok ræðu sinnar um leið og hann bað gesti um lyfta glasi og skála fyrir bræðra- og systraþeli Íslendinga og Grænlendinga, „öflugra vinaþjóða í útnorðri“.
Forseti Íslands Grænland Tengdar fréttir Forseti Íslands ræddi við háskólanemendur í Nuuk Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fundaði með Kim Kielsen forsætisráðherra og heimsótti þjóðþing Grænlendinga á öðrum degi formlegrar heimsóknar forsetahjónanna til Nuuk. 24. september 2019 21:48 Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Forseti Íslands ræddi við háskólanemendur í Nuuk Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fundaði með Kim Kielsen forsætisráðherra og heimsótti þjóðþing Grænlendinga á öðrum degi formlegrar heimsóknar forsetahjónanna til Nuuk. 24. september 2019 21:48
Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30