Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2019 20:03 Frá endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti í fyrra. Vísir/vilhelm Ríkislögmaður bauð afkomendum Sævars Ciesielski um 240 milljónir krónur í bætur í vor fyrir ranga sakfellingu í Geirfinnsmálinu. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. Sakborningarnir fimm, áðurnefndur Sævar auk Kristjáns Viðars Júlíussonar, Tryggva Rúnars Leifssonar, Guðjóns Skarphéðinssonar og Alberts Klahn Skaftasonar, voru sýknaðir í málunum í Hæstarétti í fyrra.Sjá einnig: Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Guðjón hefur einn sakborninganna stefnt ríkinu fyrir ólöglega frelsissviptingu í 1.792 daga og harðræði í löngu gæsluvarðhaldi. Hann krefst bóta upp á 1,3 milljarða króna. Í kvöldfréttum RÚV var greint frá því að ríkislögmaður hefði boðið afkomendum Sævars um 240 milljónir króna í bætur, eins og áður segir. Þá hafi Kristjáni Viðari verið boðnar um 200 milljónir, afkomendum Tryggva Rúnars um 160 milljónir, Guðjóni 140 milljónir og Alberti 20 milljónir. Þá kemur jafnframt fram í frétt RÚV að tilboð af hálfu ríkisins í málinu hafi öll ýmist verið munnleg eða lögð fram á pappírum sem ekki mátti taka afrit af. Ekki hefur áður verið greint frá því hversu háar bætur hafa verið boðnar sakborningunum fimm og afkomendum þeirra. Þó er ljóst að samkomulag hefur ekki náðst á milli þeirra og sérstakrar sáttanefndar sem skipuð var af forsætisráðherra. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi að bilið hefði verið of mikið til að semja. Upphæðirnar sem ríkið bauð hafi ekki verið í samræmi við dómafordæmi og þá fylgi ríkið ekki „reglum hins siðaða samfélags“ í málinu. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Andri Árnason, settur ríkislögmaður, segir taka þurfi mið af því hvort einstaklingur sem sýknaður hefur verið hafi á einhvern hátt stuðlað að því að rangur dómur hafi verið upp kveðinn þegar bætur eru ákvarðaðar. 23. september 2019 23:14 Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Ríkislögmaður bauð afkomendum Sævars Ciesielski um 240 milljónir krónur í bætur í vor fyrir ranga sakfellingu í Geirfinnsmálinu. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. Sakborningarnir fimm, áðurnefndur Sævar auk Kristjáns Viðars Júlíussonar, Tryggva Rúnars Leifssonar, Guðjóns Skarphéðinssonar og Alberts Klahn Skaftasonar, voru sýknaðir í málunum í Hæstarétti í fyrra.Sjá einnig: Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Guðjón hefur einn sakborninganna stefnt ríkinu fyrir ólöglega frelsissviptingu í 1.792 daga og harðræði í löngu gæsluvarðhaldi. Hann krefst bóta upp á 1,3 milljarða króna. Í kvöldfréttum RÚV var greint frá því að ríkislögmaður hefði boðið afkomendum Sævars um 240 milljónir króna í bætur, eins og áður segir. Þá hafi Kristjáni Viðari verið boðnar um 200 milljónir, afkomendum Tryggva Rúnars um 160 milljónir, Guðjóni 140 milljónir og Alberti 20 milljónir. Þá kemur jafnframt fram í frétt RÚV að tilboð af hálfu ríkisins í málinu hafi öll ýmist verið munnleg eða lögð fram á pappírum sem ekki mátti taka afrit af. Ekki hefur áður verið greint frá því hversu háar bætur hafa verið boðnar sakborningunum fimm og afkomendum þeirra. Þó er ljóst að samkomulag hefur ekki náðst á milli þeirra og sérstakrar sáttanefndar sem skipuð var af forsætisráðherra. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi að bilið hefði verið of mikið til að semja. Upphæðirnar sem ríkið bauð hafi ekki verið í samræmi við dómafordæmi og þá fylgi ríkið ekki „reglum hins siðaða samfélags“ í málinu.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Andri Árnason, settur ríkislögmaður, segir taka þurfi mið af því hvort einstaklingur sem sýknaður hefur verið hafi á einhvern hátt stuðlað að því að rangur dómur hafi verið upp kveðinn þegar bætur eru ákvarðaðar. 23. september 2019 23:14 Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23
Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Andri Árnason, settur ríkislögmaður, segir taka þurfi mið af því hvort einstaklingur sem sýknaður hefur verið hafi á einhvern hátt stuðlað að því að rangur dómur hafi verið upp kveðinn þegar bætur eru ákvarðaðar. 23. september 2019 23:14
Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00