Þetta varð ljóst í dag þegar tekin var ákvörðun um að fjölga liðum í A-deildinni úr 12 í 16. Framkvæmdastjórn Evrópska knattspyrnsambandsins, UEFA, fundaði í Ljublijana í Slóveníu í dag.
Liðin tólf sem skipuðu A-deildina í fyrra halda öll sæti sínu en Úkraína, Svíþjóð, Danmörk og Bosnía bætast við þar sem þau sigruðu riðla sína í B-deildinni.
Portúgal, Belgía, Króatía, Holland, Frakkland, Pólland, England, Spánn, Þýskaland, Sviss og Ítalía skipa A-deildina ásamt áðurnefndum þjóðum en dregið verður í riðla 3.mars 2020 og hefst Þjóðadeildin svo í september sama ár.
Changes to the UEFA #NationsLeague format were agreed today at a meeting of the #UEFAExCo in Ljubljana, Slovenia.
— UEFA (@UEFA) September 24, 2019
The changes increase the number of competitive matches and reduce the number of international friendlies.
More info https://t.co/iDnZ9Hqs7W pic.twitter.com/YKmNlzl0LD