Hæstiréttur Bretlands mun núna klukkan 9:30 að íslenskum tíma fella dóm sinn um hvort þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafi verið lögleg eður ei.
Mikið hefur verið deilt um ákvörðun Johnson að fresta þingfundum í fimm vikur en gagnrýnendur hans segja það gert til að draga tennurnar úr stjórnarandstöðunni í landinu. Komist dómstóllinn að því að frestunin hafi verið ólögmæt gæti þingið verið kallað saman samstundis í kjölfarið.
Ríkisstjórn Johnsons hefur þegar gefið það út að hún muni una niðurstöðunni en Johnson, sem staddur er á þingi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, hefur þó ekki viljað útiloka að hann muni einfaldlega reyna að fresta þingi á nýjan leik, verði það kallað saman.
Þá gefur ekki út hvort hann hyggist segja af sér verði úrskurðurinn honum í óhag.
Úrslitastund fyrir þingfrestun Boris

Tengdar fréttir

Johnson neitar því að hafa logið að drottningunni
Forsætisráðherra Bretlands segir að hæstiréttur Bretlands hafi lokaorðið um hvort ákvörðun hans um að fresta þingi hafi verið lögleg.

Skoskur dómstóll telur frestun þingfunda ólöglega
Úrskurðurinn hefur ekki áhrif á frestunina strax. Hæstiréttur tekur málið fyrir í næstu viku.