Innlent

Lögregla á Suðurlandi rannsakar tvö andlát til viðbótar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögreglustöðin á Sellfossi. Lögregla á Suðurlandi hefur þrjú andlát til rannsóknar sem tilkynnt var um í síðustu viku.
Lögreglustöðin á Sellfossi. Lögregla á Suðurlandi hefur þrjú andlát til rannsóknar sem tilkynnt var um í síðustu viku. Vísir/vilhelm
Lögregla á Suðurlandi hefur nú tvö andlát til rannsóknar, líkt og „skylt er þegar andlát verður utan sjúkrastofnunar“, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Þrjú andlát voru þannig tilkynnt til embættisins í vikunni en lík tékknesks ferðamanns fannst við Vatnsfell á laugardag.

Sjá einnig: Líkið á Sprengi­sands­leið var af tékk­neskum ferða­manni

Ekki eru gefnar frekari upplýsingar um fyrrnefndu andlátin tvö en í tilkynningu segir að þegar tilkynningar berist um slíkt fari að jafnaði fram krufning á líki hins látna, „nema unnt sé að ákvarða dánarorsök með óyggjandi hætti af ummerkjum á vettvangi og sjúkrasaga viðkomandi sé þess eðlis að krufning sé óþörf.“

Þá hafi á þriðja tug krufninga verið gerðar það sem af er ári að beiðni embættisins. Að jafnaði séu það aðstandendur sem gefi leyfi sitt fyrir því að krufning fari fram.

„Mörgum finnst, við fyrstu skoðun, óþægileg tilhugsun að það þurfi að fara fram krufning en hins vegar reynist mörgum mun betra að fá þær upplýsingar sem krufningin gefur þar sem að slíkt auðveldar úrvinnslu málsins fyrir aðstandendur því þá er vitað með vissu hvað hafi í raun gerst,“ segir í tilkynningu lögreglu á Suðurlandi.


Tengdar fréttir

Líkfundur við Vatnsfell

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú líkfund eftir að vegfarandi um Sprengisandsleið kom að látnum manni utan vegar skammt norðan við Vatnsfell um 11:30 í gærdag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×