Bíllausa gangan haldin í dag: „Allir velkomnir til að upplifa göturýmið öðruvísi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2019 09:45 Björn Hákon Sveinsson er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. FBL/Anton Brink „Það eru allir velkomnir til að upplifa göturýmið öðruvísi og fagna fjölbreyttum ferðamátum,“ segir Björn H. Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl sem standa fyrir Bíllausu göngunni til að fagna bíllausa deginum, sem er í dag. Dagurinn í dag markar lok evrópsku samgönguvikunnar en hápunktur hennar hér á landi verður Bíllausa gangan. Gangan hefst kl. 12.30 við Klambratún, á horni Lönguhlíðar og Miklubrautar. Haldið verður niður Miklubraut og endar gangan á Lækjartorgi þar sem heljarinnar dagskrá hefur verið skipulögð.Sjá einnig: Frítt í strætó í dag vegna bíllausa dagsinsÍ samtali við Vísi segist Björn vera nokkuð viss um að þetta sé í fyrsta sinn sem sambærileg skrúðganga er haldin á Íslandi, en fyrirmyndin er sótt erlendis frá. „Bíllausi dagurinn er haldinn um alla Evrópu og er rosalega stór í mörgum borgum. Þar er stórum svæðum lokað og opnað fyrir fólk. Þar er alls konar skipulag. Fólk er með líkamsræktartíma úti á götu, fer í lautarferðir og það eru skrúðgöngur og alls konar,“ segir Björn.Hjólaleigan Donkey Republic mun bjóða upp á 30 hjól sem fólk getur prófað í göngunni.ReykjavíkurborgHlóðlátir ferðamátar velkomnir Helsta fyrirmyndin er nýleg skrúðganga sem haldin var erlendis þar sem rafmagnsfarartækjum var gert hátt undr höfði. „Okkur langaði að gera eitthvað svipað en leyfa samt öllum að vera með, ekki bara þá sem eru á raftækjum,“ segir Björn. Þau sem eru gangandi, hlaupandi, á hlaupabretti, hjólaskautum, hjólum, rafhjólum, rafhlaupahjólum, nytjahjólum, burðarhjólum, hjólastólum og léttum bifhjól eru boðin innilega velkomin í gönguna. Einkabíllinn er hins vegar ekki velkominn í gönguna sjálfa, en þeir sem ferðast alla umjafna á slíkum bílum eru velkomnir. „Við erum að miða á hljóðláta ferðamáta þannig að mótorhjól eru kannski ekki beint velkomin heldur,“ segir Björn.Strætó tekur þátt í göngunni.Vísir/vilhelmSérstök upplifun að ganga eða hjóla á hraðbraut Markmið göngunnar er margþætt en Björn nefnir tvo þætti til sögunnar aðspurður um helstu markmið hennar. „Okkur langar bara að sýna fjölbreytileikann í samgöngumátum. Hvað er komið á markað í dag, hverjir möguleikarnir eru. Svo náttúrulega ef við fáum fólk á svæðið þá sýnum við hversu þéttleiki er í öðrum samgöngumátum, hversu margt fólkið kemst fyrir á svæðinu miðað við í einkabílnum,“ segir Björn. „Einnig að leyfa fólki að upplifa göturýmið öðruvísi. Það er náttúrulega svolítið öðruvísi upplifun og sérstök að vera úti á hraðbraut, gangandi og hjólandi,“ segir Björn. Gangan hefst sem fyrr segir klukkan 12.30 við Klambratún á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar en nánari upplýsingar um dagskránna má nálgast hér. Reykjavík Samgöngur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
„Það eru allir velkomnir til að upplifa göturýmið öðruvísi og fagna fjölbreyttum ferðamátum,“ segir Björn H. Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl sem standa fyrir Bíllausu göngunni til að fagna bíllausa deginum, sem er í dag. Dagurinn í dag markar lok evrópsku samgönguvikunnar en hápunktur hennar hér á landi verður Bíllausa gangan. Gangan hefst kl. 12.30 við Klambratún, á horni Lönguhlíðar og Miklubrautar. Haldið verður niður Miklubraut og endar gangan á Lækjartorgi þar sem heljarinnar dagskrá hefur verið skipulögð.Sjá einnig: Frítt í strætó í dag vegna bíllausa dagsinsÍ samtali við Vísi segist Björn vera nokkuð viss um að þetta sé í fyrsta sinn sem sambærileg skrúðganga er haldin á Íslandi, en fyrirmyndin er sótt erlendis frá. „Bíllausi dagurinn er haldinn um alla Evrópu og er rosalega stór í mörgum borgum. Þar er stórum svæðum lokað og opnað fyrir fólk. Þar er alls konar skipulag. Fólk er með líkamsræktartíma úti á götu, fer í lautarferðir og það eru skrúðgöngur og alls konar,“ segir Björn.Hjólaleigan Donkey Republic mun bjóða upp á 30 hjól sem fólk getur prófað í göngunni.ReykjavíkurborgHlóðlátir ferðamátar velkomnir Helsta fyrirmyndin er nýleg skrúðganga sem haldin var erlendis þar sem rafmagnsfarartækjum var gert hátt undr höfði. „Okkur langaði að gera eitthvað svipað en leyfa samt öllum að vera með, ekki bara þá sem eru á raftækjum,“ segir Björn. Þau sem eru gangandi, hlaupandi, á hlaupabretti, hjólaskautum, hjólum, rafhjólum, rafhlaupahjólum, nytjahjólum, burðarhjólum, hjólastólum og léttum bifhjól eru boðin innilega velkomin í gönguna. Einkabíllinn er hins vegar ekki velkominn í gönguna sjálfa, en þeir sem ferðast alla umjafna á slíkum bílum eru velkomnir. „Við erum að miða á hljóðláta ferðamáta þannig að mótorhjól eru kannski ekki beint velkomin heldur,“ segir Björn.Strætó tekur þátt í göngunni.Vísir/vilhelmSérstök upplifun að ganga eða hjóla á hraðbraut Markmið göngunnar er margþætt en Björn nefnir tvo þætti til sögunnar aðspurður um helstu markmið hennar. „Okkur langar bara að sýna fjölbreytileikann í samgöngumátum. Hvað er komið á markað í dag, hverjir möguleikarnir eru. Svo náttúrulega ef við fáum fólk á svæðið þá sýnum við hversu þéttleiki er í öðrum samgöngumátum, hversu margt fólkið kemst fyrir á svæðinu miðað við í einkabílnum,“ segir Björn. „Einnig að leyfa fólki að upplifa göturýmið öðruvísi. Það er náttúrulega svolítið öðruvísi upplifun og sérstök að vera úti á hraðbraut, gangandi og hjólandi,“ segir Björn. Gangan hefst sem fyrr segir klukkan 12.30 við Klambratún á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar en nánari upplýsingar um dagskránna má nálgast hér.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira