Byggðu sér einkakapellu í Ölfusi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. september 2019 22:00 Óskar Þór Óskarsson, sem smíðaði nýju kapelluna, sem er 14,8 fermetrar að stærð og með sæti fyrir átján manns. Ljósmynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hjónin á bænum Stóragerði í Ölfusi hafa komið upp kapellu á bænum þar sem öll almenn prestsverk geta farið fram enda vígði biskups Íslands kapelluna. Altaristaflan er gluggi, sem sýnir útsýnið í Ölfusi. Það er gaman að koma að Stóragerði og sjá fallegu húsin á hlaðinu, sem Óskar Þór Óskarsson, smiður á bænum hefur smíðað. Nýjasta verk hans vekur sérstaklega athygli, en það er þessi kapella, sem Óskar byggði en konan hans, Sigrún Sigurðardóttir hannaði. Séra Gunnar Jóhannesson, prestur í Hveragerði og frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskups Íslands mættu í nýju kapelluna og vígðu hana í síðasta mánuði. „Á fallegum sumar degi þá datt mér þetta í hug að fara aðra leið en margir, sumir byggja sumarbústaði, ég fór út í þetta, við fórum aðra leið út fyrir kassann“, segir Óskar.Kapellan á bænum Stóragerði í Ölfusi, sem bændurnir á bænum smíðuðu og hönnuðu.Ljósmynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Óskar segir að allar almennar kirkjuathafnir geti farið fram í kapellunni. Þá sé líka upplagt að koma í ró og næði og setjast inn í kapelluna og fara með bæn. Sæti eru fyrir 18 manns í kapellunni. Altaristaflan er gluggi, sem sýnir náttúruna og útsýnið á jörðinni. Kapellan er 14,8 fermetrar að stærð og meira og minna smíðuð úr afgangsefni frá Óskari. „Já, ég smíðaði kapelluna frá A til Ö, ég sá um smíðina og konan mín var aðalarkitektinn og stoppaði mig af ef ég fór of langt. Þetta var afskaplega einföld smíði, eins og þú sérð héra í kringum okkur þá eru öll hús með þess lagi, með mansard stílnum, sem ég er heillaður af og ég vill ekkert annað en mansard stíl í kringum mig“, bætir Óskar við. Trúmál Ölfus Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Hjónin á bænum Stóragerði í Ölfusi hafa komið upp kapellu á bænum þar sem öll almenn prestsverk geta farið fram enda vígði biskups Íslands kapelluna. Altaristaflan er gluggi, sem sýnir útsýnið í Ölfusi. Það er gaman að koma að Stóragerði og sjá fallegu húsin á hlaðinu, sem Óskar Þór Óskarsson, smiður á bænum hefur smíðað. Nýjasta verk hans vekur sérstaklega athygli, en það er þessi kapella, sem Óskar byggði en konan hans, Sigrún Sigurðardóttir hannaði. Séra Gunnar Jóhannesson, prestur í Hveragerði og frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskups Íslands mættu í nýju kapelluna og vígðu hana í síðasta mánuði. „Á fallegum sumar degi þá datt mér þetta í hug að fara aðra leið en margir, sumir byggja sumarbústaði, ég fór út í þetta, við fórum aðra leið út fyrir kassann“, segir Óskar.Kapellan á bænum Stóragerði í Ölfusi, sem bændurnir á bænum smíðuðu og hönnuðu.Ljósmynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Óskar segir að allar almennar kirkjuathafnir geti farið fram í kapellunni. Þá sé líka upplagt að koma í ró og næði og setjast inn í kapelluna og fara með bæn. Sæti eru fyrir 18 manns í kapellunni. Altaristaflan er gluggi, sem sýnir náttúruna og útsýnið á jörðinni. Kapellan er 14,8 fermetrar að stærð og meira og minna smíðuð úr afgangsefni frá Óskari. „Já, ég smíðaði kapelluna frá A til Ö, ég sá um smíðina og konan mín var aðalarkitektinn og stoppaði mig af ef ég fór of langt. Þetta var afskaplega einföld smíði, eins og þú sérð héra í kringum okkur þá eru öll hús með þess lagi, með mansard stílnum, sem ég er heillaður af og ég vill ekkert annað en mansard stíl í kringum mig“, bætir Óskar við.
Trúmál Ölfus Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira